Ætlaði að eyða áramótunum með tengdó en endaði á HM með landsliðinu Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 9. janúar 2019 16:00 Ágúst Elí Björgvinsson er mættur á sitt annað stórmót. vísir/tom Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður íslenska landsliðsins í handbolta, er einn þeirra sem var ekki valinn í 20 manna æfingahóp Guðmundar Guðmundssonar en endaði samt sem áður í HM-hópnum og er mættur til München með strákunum okkar. „Þetta fer í allar áttir en er sætara svona. Það eru miklar hæðir og lægðir í þessu og maður er í hálfgerðum tilfinningarússíbana þegar að hópurinn er valinn. Maður veit ekkert hvort maður er inni eða úti eða hvort maður eigi séns eða ekki,“ segir Ágúst Elí sem var eiginlega enn í sjokki þegar Vísir hitti hann í Leifsstöð í morgun. Hafnfirðingurinn var óvænt kallaður inn í Noregshópinn sem fór á æfingamótið en áður en kom að því var hann bara á leið í frí heima á Íslandi og búinn að gera aðrar ráðstafanir en að reima á sig handboltaskóna á HM. „Ég var búinn að panta mér flug heim til fjölskyldunnar og ætlaði bara að njóta mín í rólegheitunum en svo fékk ég kallið. Það var enn sætara fyrir vikið en því miður fyrir fjölskylduna,“Ágúst Elí spilaði með FH í fyrra sem komst í úrslitaeinvígi Olís-deildarinnar.vísir/vilhelmLærði mikið síðast „Ég fékk símtal frá Gunna Magg daginn sem ég lenti, 29. desember. Ég var búinn að ákveða að eyða áramótunum á Hvolsvelli með tengdafjölskyldunni en svo fæ ég að vita 31. desember að ég væri að fara til Noregs. Svo eftir harkið þar og einn dag hérna heima fékk ég að vita að ég væri að fara á HM. Þetta er frekar stuttur aðdragandi en ég tek þessu,“ segir Ágúst brosandi. Markvörðurinn ungi spilaði stórvel fyrir FH á síðustu leiktíð í Olís-deildinni en frammistaða hans skilaði honum sæti í EM-hópnum fyrir ári sem var hans frumraun á stórmóti. Íslenska liðið datt út eftir riðlakeppnina og Ágúst spilaði lítið en innistæðan á reynslubankanum er meiri samt sem áður. „Ég lærði fullt þó ég hafi ekki fengið mikið að spila. Við duttum náttúrlega út snemma þannig að það var ekki mikið rými fyrir það. Nú veit ég hvað þetta er stórt og vonandi verð ég ekki með hnútinn í maganum alla ferðina,“ segir hann. „Nú læt ég ekki koma mér á óvart hvað þetta er stórt og get hugsað meira um hvernig maður ætlar að koma inn í leikinn. Það var reynsla í bankann að fara á stórmót í fyrra þó svo ég hafi ekki spilað mikið,“ segir Ágúst Elí Björgvinsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.Klippa: Ágúst Elí - Ég tek þessu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Frábærar kveðjur til strákanna okkar | Myndband Strákarnir okkar voru sendir af landinu með stæl í morgun er spilað var fyrir þá myndband þar sem fjölskyldumeðlimir, gamlar kempur og Eiður Smári komu meðal annars við sögu. 9. janúar 2019 14:06 Rafmögnuð lokaæfing landsliðsins sat enn í sumum strákanna í morgun Það var ekki auðvelt fyrir Guðmund Guðmundsson að velja landsliðshópinn fyrir HM 2019. 9. janúar 2019 14:30 Seinagangur í flugstöðinni í München og æfingu dagsins aflýst Íslensku strákarnir æfa ekki í dag eins og til stóð þegar haldið var einn í daginn 9. janúar 2019 13:46 Bjarki Már: Ekki verið að gera mér neinn greiða með að velja mig Bjarki Már Elísson kom óvænt inn í HM-hópinn eftir að komast ekki í 20 manna æfingahóp íslenska landsliðsins. 9. janúar 2019 14:00 Keilan hitti strákana á leiðinni til München Strákarnir okkar eru á leið á HM þar sem þeir hefja leik eftir tvo daga. 9. janúar 2019 07:00 Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Sjá meira
Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður íslenska landsliðsins í handbolta, er einn þeirra sem var ekki valinn í 20 manna æfingahóp Guðmundar Guðmundssonar en endaði samt sem áður í HM-hópnum og er mættur til München með strákunum okkar. „Þetta fer í allar áttir en er sætara svona. Það eru miklar hæðir og lægðir í þessu og maður er í hálfgerðum tilfinningarússíbana þegar að hópurinn er valinn. Maður veit ekkert hvort maður er inni eða úti eða hvort maður eigi séns eða ekki,“ segir Ágúst Elí sem var eiginlega enn í sjokki þegar Vísir hitti hann í Leifsstöð í morgun. Hafnfirðingurinn var óvænt kallaður inn í Noregshópinn sem fór á æfingamótið en áður en kom að því var hann bara á leið í frí heima á Íslandi og búinn að gera aðrar ráðstafanir en að reima á sig handboltaskóna á HM. „Ég var búinn að panta mér flug heim til fjölskyldunnar og ætlaði bara að njóta mín í rólegheitunum en svo fékk ég kallið. Það var enn sætara fyrir vikið en því miður fyrir fjölskylduna,“Ágúst Elí spilaði með FH í fyrra sem komst í úrslitaeinvígi Olís-deildarinnar.vísir/vilhelmLærði mikið síðast „Ég fékk símtal frá Gunna Magg daginn sem ég lenti, 29. desember. Ég var búinn að ákveða að eyða áramótunum á Hvolsvelli með tengdafjölskyldunni en svo fæ ég að vita 31. desember að ég væri að fara til Noregs. Svo eftir harkið þar og einn dag hérna heima fékk ég að vita að ég væri að fara á HM. Þetta er frekar stuttur aðdragandi en ég tek þessu,“ segir Ágúst brosandi. Markvörðurinn ungi spilaði stórvel fyrir FH á síðustu leiktíð í Olís-deildinni en frammistaða hans skilaði honum sæti í EM-hópnum fyrir ári sem var hans frumraun á stórmóti. Íslenska liðið datt út eftir riðlakeppnina og Ágúst spilaði lítið en innistæðan á reynslubankanum er meiri samt sem áður. „Ég lærði fullt þó ég hafi ekki fengið mikið að spila. Við duttum náttúrlega út snemma þannig að það var ekki mikið rými fyrir það. Nú veit ég hvað þetta er stórt og vonandi verð ég ekki með hnútinn í maganum alla ferðina,“ segir hann. „Nú læt ég ekki koma mér á óvart hvað þetta er stórt og get hugsað meira um hvernig maður ætlar að koma inn í leikinn. Það var reynsla í bankann að fara á stórmót í fyrra þó svo ég hafi ekki spilað mikið,“ segir Ágúst Elí Björgvinsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.Klippa: Ágúst Elí - Ég tek þessu
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Frábærar kveðjur til strákanna okkar | Myndband Strákarnir okkar voru sendir af landinu með stæl í morgun er spilað var fyrir þá myndband þar sem fjölskyldumeðlimir, gamlar kempur og Eiður Smári komu meðal annars við sögu. 9. janúar 2019 14:06 Rafmögnuð lokaæfing landsliðsins sat enn í sumum strákanna í morgun Það var ekki auðvelt fyrir Guðmund Guðmundsson að velja landsliðshópinn fyrir HM 2019. 9. janúar 2019 14:30 Seinagangur í flugstöðinni í München og æfingu dagsins aflýst Íslensku strákarnir æfa ekki í dag eins og til stóð þegar haldið var einn í daginn 9. janúar 2019 13:46 Bjarki Már: Ekki verið að gera mér neinn greiða með að velja mig Bjarki Már Elísson kom óvænt inn í HM-hópinn eftir að komast ekki í 20 manna æfingahóp íslenska landsliðsins. 9. janúar 2019 14:00 Keilan hitti strákana á leiðinni til München Strákarnir okkar eru á leið á HM þar sem þeir hefja leik eftir tvo daga. 9. janúar 2019 07:00 Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Sjá meira
Frábærar kveðjur til strákanna okkar | Myndband Strákarnir okkar voru sendir af landinu með stæl í morgun er spilað var fyrir þá myndband þar sem fjölskyldumeðlimir, gamlar kempur og Eiður Smári komu meðal annars við sögu. 9. janúar 2019 14:06
Rafmögnuð lokaæfing landsliðsins sat enn í sumum strákanna í morgun Það var ekki auðvelt fyrir Guðmund Guðmundsson að velja landsliðshópinn fyrir HM 2019. 9. janúar 2019 14:30
Seinagangur í flugstöðinni í München og æfingu dagsins aflýst Íslensku strákarnir æfa ekki í dag eins og til stóð þegar haldið var einn í daginn 9. janúar 2019 13:46
Bjarki Már: Ekki verið að gera mér neinn greiða með að velja mig Bjarki Már Elísson kom óvænt inn í HM-hópinn eftir að komast ekki í 20 manna æfingahóp íslenska landsliðsins. 9. janúar 2019 14:00
Keilan hitti strákana á leiðinni til München Strákarnir okkar eru á leið á HM þar sem þeir hefja leik eftir tvo daga. 9. janúar 2019 07:00