„Hafi bróðir minn gert þetta þá á hann skilið að deyja“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. desember 2018 09:09 Louisa Vesterager Jespers, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust myrtar í Marokkó á mánudagsmorgun. Myndir/Facebook Said Ouziad, eldri bróðir Youness Ouazid, eins mannanna sem grunaður er um morðin á Maren Ueland og Louisu Vesterage Jespersen í Marokkó í vikunni, segir að bróðir sinn eigi skilið að deyja hafi hann gerst sekur um glæpinn. Dauðarefsing er bundin í lög í landinu en enginn hefur verið tekinn af lífi á grundvelli þeirra frá árinu 1993 þó að fjöldi fólks hafi verið dæmdur til dauða. Ouazid er einn fjögurra sem eru í haldi grunaðir um morðin á hinni norsku Ueland og hinni dönsku Jespersen. Hann var handtekinn ásamt tveimur öðrum í strætó í Marrakech í gær. Voru mennirnir með hnífa í fórum sínum.Rætt er við bróðurinn á vef norska blaðsins VG. Þar segir hann að bróðir sinn og mennirnir hafi verið góðir vinir. Þeir hafi þekkt hvern annan í eitt til tvö ár og höfðu allir áhuga á að veiða fugla.Hvarf frá heimilinu nokkrum dögum fyrir morðin Said segir bróðir sinn hafa horfið frá heimilinu síðastliðinn fimmtudag og þau hafi ekki séð hann síðan en lík þeirra Ueland og Jespersen fundust á mánudagsmorgun. „Hafi bróðir minn gert þetta þá á hann skilið að deyja. Þetta er óafsakanlegt,“ segir Said. Hann segir að bróðir sinn hafi búið í húsi fjölskyldunnar í Marrakech með konu sinni og dóttur. „Ef mig hefði grunað að það væri eitthvað að hjá honum þá hefði ég tilkynnt yfirvöldum það. […] Hann lifði venjulegu lífi en var heilaþveginn,“ segir Said. Hann segir móður sína viti sínu fjær vegna málsins. Hún trúi því ekki að þetta sé sonur hennar sem sé í haldi lögreglu vegna morðanna. „Hún segir: „Þetta er ekki sonur minn, þetta er ekki sonur minn.“ Við höldum henni frá fjölmiðlum. Hún er í afneitun,“ segir Said. Morðin eru rannsökuð sem hryðjuverk. Yfirvöld í Danmörku og Noregi hafa til rannsóknar myndband sem talið er sýna morðið á að minnsta kosti annarri konunni. Myndbandið var í dreifingu á samfélagsmiðlum í gær en yfirvöld hafa biðlað til almennings um að horfa hvorki á myndbandið né dreifa því. Frá því er svo greint í norskum fjölmiðlum í morgun að talið sé að myndbandið sé ósvikið. Afríka Danmörk Marokkó Marokkó-morðin Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Rannsaka myndband sem sýnir morðið á annarri konunni Þá voru þrír menn handteknir vegna málsins í Marokkó í morgun. 20. desember 2018 10:13 Morðið á Marenu og Louisu skilgreint sem hryðjuverk Fjórir eru grunaðir um aðild að morðinu og eru þrír í haldi lögreglu. 19. desember 2018 21:05 Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. 19. desember 2018 08:20 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira
Said Ouziad, eldri bróðir Youness Ouazid, eins mannanna sem grunaður er um morðin á Maren Ueland og Louisu Vesterage Jespersen í Marokkó í vikunni, segir að bróðir sinn eigi skilið að deyja hafi hann gerst sekur um glæpinn. Dauðarefsing er bundin í lög í landinu en enginn hefur verið tekinn af lífi á grundvelli þeirra frá árinu 1993 þó að fjöldi fólks hafi verið dæmdur til dauða. Ouazid er einn fjögurra sem eru í haldi grunaðir um morðin á hinni norsku Ueland og hinni dönsku Jespersen. Hann var handtekinn ásamt tveimur öðrum í strætó í Marrakech í gær. Voru mennirnir með hnífa í fórum sínum.Rætt er við bróðurinn á vef norska blaðsins VG. Þar segir hann að bróðir sinn og mennirnir hafi verið góðir vinir. Þeir hafi þekkt hvern annan í eitt til tvö ár og höfðu allir áhuga á að veiða fugla.Hvarf frá heimilinu nokkrum dögum fyrir morðin Said segir bróðir sinn hafa horfið frá heimilinu síðastliðinn fimmtudag og þau hafi ekki séð hann síðan en lík þeirra Ueland og Jespersen fundust á mánudagsmorgun. „Hafi bróðir minn gert þetta þá á hann skilið að deyja. Þetta er óafsakanlegt,“ segir Said. Hann segir að bróðir sinn hafi búið í húsi fjölskyldunnar í Marrakech með konu sinni og dóttur. „Ef mig hefði grunað að það væri eitthvað að hjá honum þá hefði ég tilkynnt yfirvöldum það. […] Hann lifði venjulegu lífi en var heilaþveginn,“ segir Said. Hann segir móður sína viti sínu fjær vegna málsins. Hún trúi því ekki að þetta sé sonur hennar sem sé í haldi lögreglu vegna morðanna. „Hún segir: „Þetta er ekki sonur minn, þetta er ekki sonur minn.“ Við höldum henni frá fjölmiðlum. Hún er í afneitun,“ segir Said. Morðin eru rannsökuð sem hryðjuverk. Yfirvöld í Danmörku og Noregi hafa til rannsóknar myndband sem talið er sýna morðið á að minnsta kosti annarri konunni. Myndbandið var í dreifingu á samfélagsmiðlum í gær en yfirvöld hafa biðlað til almennings um að horfa hvorki á myndbandið né dreifa því. Frá því er svo greint í norskum fjölmiðlum í morgun að talið sé að myndbandið sé ósvikið.
Afríka Danmörk Marokkó Marokkó-morðin Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Rannsaka myndband sem sýnir morðið á annarri konunni Þá voru þrír menn handteknir vegna málsins í Marokkó í morgun. 20. desember 2018 10:13 Morðið á Marenu og Louisu skilgreint sem hryðjuverk Fjórir eru grunaðir um aðild að morðinu og eru þrír í haldi lögreglu. 19. desember 2018 21:05 Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. 19. desember 2018 08:20 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira
Rannsaka myndband sem sýnir morðið á annarri konunni Þá voru þrír menn handteknir vegna málsins í Marokkó í morgun. 20. desember 2018 10:13
Morðið á Marenu og Louisu skilgreint sem hryðjuverk Fjórir eru grunaðir um aðild að morðinu og eru þrír í haldi lögreglu. 19. desember 2018 21:05
Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. 19. desember 2018 08:20