Orbán segir mótmælin einkennast af „vænisjúkum öskrum“ Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2018 13:40 Mótmælendur á Hetjutorginu í Búdapest. Getty/sopa Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, gefur lítið fyrir mótmælin sem hafa verið í landinu síðustu daga. „Við heyrðum þessi sömu móðursjúku öskur þegar við köstuðum Alþjóðagjaldeyrissjóðnum úr landi, þegar við lækkuðum skatta og framfylgdum áætlun okkar um opinber störf,“ segir Orbán í útvarpsviðtali. Þúsundir Ungverja hafa safnast saman á götum úti síðustu daga til að mótmæla nýjum lögum sem veita atvinnurekendum heimild til að krefja starfmenn um að vinna fjögur hundruð yfirvinnutíma á ári. Er um að ræða hækkun úr 250 tímum á ári og hafa andstæðingar laganna jafnan talað um „þrælalögin“. Hægripopúlistinn Orbán segir að tilgangur laganna sé að fella úr gildi „fáránlegar“ reglur til að búa megi þannig um hnútana að þeir sem vilji vinna sér inn meira geti unnið meira. Orbán endurtók í útvarpsviðtalinu ásakanir sínar um að það sé bandarísk-ungverski auðjöfurinn George Soros sem fjármagni mótmælaaðgerðirnar. Orbán hefur margoft verið skotmark ungversku ríkisstjórnarinnar. Andstæðingar lagabreytinganna hyggjast koma saman á götum ungversku höfuðborgarinnar Budapest í kvöld og er búist við fjölmenni. Ný skoðanakönnun Publicus bendir til að rúmlega tveir þriðju Ungverja telji mótmælin eiga rétt á sér þar sem lagabreytingarnar skaði hagsmuni verkafólks. Evrópa Ungverjaland Tengdar fréttir George Soros maður ársins hjá Financial Times Breska dagblaðið Financial Times hefur valið ungversk-bandaríska auðjöfurinn George Soros sem mann ársins 19. desember 2018 10:15 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira
Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, gefur lítið fyrir mótmælin sem hafa verið í landinu síðustu daga. „Við heyrðum þessi sömu móðursjúku öskur þegar við köstuðum Alþjóðagjaldeyrissjóðnum úr landi, þegar við lækkuðum skatta og framfylgdum áætlun okkar um opinber störf,“ segir Orbán í útvarpsviðtali. Þúsundir Ungverja hafa safnast saman á götum úti síðustu daga til að mótmæla nýjum lögum sem veita atvinnurekendum heimild til að krefja starfmenn um að vinna fjögur hundruð yfirvinnutíma á ári. Er um að ræða hækkun úr 250 tímum á ári og hafa andstæðingar laganna jafnan talað um „þrælalögin“. Hægripopúlistinn Orbán segir að tilgangur laganna sé að fella úr gildi „fáránlegar“ reglur til að búa megi þannig um hnútana að þeir sem vilji vinna sér inn meira geti unnið meira. Orbán endurtók í útvarpsviðtalinu ásakanir sínar um að það sé bandarísk-ungverski auðjöfurinn George Soros sem fjármagni mótmælaaðgerðirnar. Orbán hefur margoft verið skotmark ungversku ríkisstjórnarinnar. Andstæðingar lagabreytinganna hyggjast koma saman á götum ungversku höfuðborgarinnar Budapest í kvöld og er búist við fjölmenni. Ný skoðanakönnun Publicus bendir til að rúmlega tveir þriðju Ungverja telji mótmælin eiga rétt á sér þar sem lagabreytingarnar skaði hagsmuni verkafólks.
Evrópa Ungverjaland Tengdar fréttir George Soros maður ársins hjá Financial Times Breska dagblaðið Financial Times hefur valið ungversk-bandaríska auðjöfurinn George Soros sem mann ársins 19. desember 2018 10:15 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira
George Soros maður ársins hjá Financial Times Breska dagblaðið Financial Times hefur valið ungversk-bandaríska auðjöfurinn George Soros sem mann ársins 19. desember 2018 10:15