Blaðamaður Spiegel safnaði fé til styrktar börnum á flótta en hirti það svo sjálfur Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2018 23:30 Claas Relotius er 33 ára gamall og hóf fyrst störf hjá Der Spiegel árið 2011. EPA Þýski blaðamaðurinn Claas Relotius, sem nýverið viðurkenndi að hafa falsað viðtöl og skáldað viðmælendur, virðist einnig hafa svikið fé út úr lesendum blaðsins.Spiegel greinir nú frá því að Relotius hafi hafið fjársöfnun eftir að hafa skrifað stóra umfjöllun um sýrlenskt systkinapar á flótta í Tyrklandi. Er ljóst að greinin var uppfull af fölsuðum tilvitnuðum og er greinin nú til rannsóknar hjá blaðinu. Auk þess virðast peningar frá lesendum sem söfnuðust hafa endað á bankareikningi Relotius. Der Spiegel grandskoðar nú allar þær greinar sem hafa birst undir nafni Relotius. Ekki liggur fyrir hversu margir lesendur hafi gefið fé „til sýrlensku systkinanna“, eða hvaða fjárhæðir um ræðir. Talsmenn blaðsins segjast ekki hafa verið kunnugt um söfnun Relotius og að öll viðkomandi gögn verði komið í hendur þar til gerðra yfirvalda. Í nýlegri grein Relotius sagðist hann hafa komið systkinunum til þýskra læknahjóna sem hafi ættleitt þau. Það virðist heldur ekki standast skoðun.EPAFjórtán greinar Relotius, sem er 33 ára gamall, hefur játað að hafa blekkt lesendur í fjórtán greinum sem höfðu verið birtar í blaðinu, meðal annars um innflytjendamál í Bandaríkjunum, fanga í Guantanamóflóa á Kúbu og um bandaríska ruðningskappann Colin Kaepernick. Relotius hefur áður verið tilnefndur og unnið til blaðamannaverðlauna fyrir einhverjar greinar sínar. Samstarfsmaður Relotius vakti fyrst athygli á málinu eftir að hafa unnið með honum að grein þar sem honum þótti fréttaöfluninsérkennileg. Relotius neitaði ásökunum í fyrstu en játaði svo í síðustu viku að hafa skáldað heilu málsgreinar í nokkrum greinum. Spiegel hefur beðið lesendur sína afsökunar og segir að málið sé mikið áfall og lágpunktur í sjötíu ára sögu blaðsins. Fjölmiðlar Þýskaland Tengdar fréttir Verðlaunablaðamaður viðurkenndi að hafa skáldað fjölda frétta Der Spiegel hefur beðið lesendur sína afsökunar og segir að málið sé mikið áfall og lágpunktur í 70 ára sögu miðilsins. 19. desember 2018 19:16 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fleiri fréttir Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Sjá meira
Þýski blaðamaðurinn Claas Relotius, sem nýverið viðurkenndi að hafa falsað viðtöl og skáldað viðmælendur, virðist einnig hafa svikið fé út úr lesendum blaðsins.Spiegel greinir nú frá því að Relotius hafi hafið fjársöfnun eftir að hafa skrifað stóra umfjöllun um sýrlenskt systkinapar á flótta í Tyrklandi. Er ljóst að greinin var uppfull af fölsuðum tilvitnuðum og er greinin nú til rannsóknar hjá blaðinu. Auk þess virðast peningar frá lesendum sem söfnuðust hafa endað á bankareikningi Relotius. Der Spiegel grandskoðar nú allar þær greinar sem hafa birst undir nafni Relotius. Ekki liggur fyrir hversu margir lesendur hafi gefið fé „til sýrlensku systkinanna“, eða hvaða fjárhæðir um ræðir. Talsmenn blaðsins segjast ekki hafa verið kunnugt um söfnun Relotius og að öll viðkomandi gögn verði komið í hendur þar til gerðra yfirvalda. Í nýlegri grein Relotius sagðist hann hafa komið systkinunum til þýskra læknahjóna sem hafi ættleitt þau. Það virðist heldur ekki standast skoðun.EPAFjórtán greinar Relotius, sem er 33 ára gamall, hefur játað að hafa blekkt lesendur í fjórtán greinum sem höfðu verið birtar í blaðinu, meðal annars um innflytjendamál í Bandaríkjunum, fanga í Guantanamóflóa á Kúbu og um bandaríska ruðningskappann Colin Kaepernick. Relotius hefur áður verið tilnefndur og unnið til blaðamannaverðlauna fyrir einhverjar greinar sínar. Samstarfsmaður Relotius vakti fyrst athygli á málinu eftir að hafa unnið með honum að grein þar sem honum þótti fréttaöfluninsérkennileg. Relotius neitaði ásökunum í fyrstu en játaði svo í síðustu viku að hafa skáldað heilu málsgreinar í nokkrum greinum. Spiegel hefur beðið lesendur sína afsökunar og segir að málið sé mikið áfall og lágpunktur í sjötíu ára sögu blaðsins.
Fjölmiðlar Þýskaland Tengdar fréttir Verðlaunablaðamaður viðurkenndi að hafa skáldað fjölda frétta Der Spiegel hefur beðið lesendur sína afsökunar og segir að málið sé mikið áfall og lágpunktur í 70 ára sögu miðilsins. 19. desember 2018 19:16 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fleiri fréttir Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Sjá meira
Verðlaunablaðamaður viðurkenndi að hafa skáldað fjölda frétta Der Spiegel hefur beðið lesendur sína afsökunar og segir að málið sé mikið áfall og lágpunktur í 70 ára sögu miðilsins. 19. desember 2018 19:16