Verðlaunablaðamaður viðurkenndi að hafa skáldað fjölda frétta Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. desember 2018 19:16 Der Spiegel hefur beðið lesendur sína afsökunar og segir að málið sé mikið áfall og lágpunktur í 70 ára sögu miðilsins. AP/Kay Nietfeld Þýska fréttatímaritið Der Spiegel hefur látið verðlaunablaðamann fjúka eftir ásakanir á hendur honum þess efnis að hann hafi falsað tilvitnanir og smáatriði í fjölda greina. Claas Relotius er þannig talinn hafa falsað fréttir í stórum stíl og jafnvel skáldað einstaklinga að því er kemur fram í yfirlýsingu frá Der Spiegel. Meðal greina sem hann er talinn hafa falsað voru stórar umfjallanir sem höfðu verið tilnefndar eða jafnvel unnið til verðlauna. Relotius, sem er 33 ára gamall, játaði að hafa blekkt lesendur í 14 greinum sem höfðu verið birtar í Der Spiegel. Í yfirlýsingu frá miðlinum sagði að nú væri unnið að því að komast að hversu umfangsmiklar blekkingarnar væru. Samstarfsmaður Relotius vakti athygli á blekkingarleiknum eftir að hafa unnið með honum að grein og þótti honum fréttaöflun hans sérkennileg. Eftir að hafa neitað öllum slíkum ásökunum í fyrstu játaði Relotius í síðustu viku að hafa skáldað heilu málsgreinar í nokkrum greinum.Vitnaði í fólk sem hann hafði aldrei hitt Í einhverjum tilfellum er hann sagður hafa talað um einstaklinga sem hann hafi aldrei hitt eða talað við. „Hann segir sjálfur að það séu minnst fjórtán slík tilfelli,“ segir í tilkynningu frá Der Spiegel og þar er því velt upp að fölsuðu greinarnar geti verið töluvert fleiri. Þar segir jafnframt að Relotius hafi sýnt af sér einbeittan brotavilja. Í ljós hefur komið að grein eftir hann um innflytjendamál og spennuna á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó hafi hann skáldað upplýsingar um handmálað skilti þar sem Mexíkóbúum var sagt að koma sér í burtu. Falsaðar upplýsingar birtust einnig í grein um fanga í Guantanamo Bay og í grein um NFL leikmanninn fyrrverandi Colin Kaepernick. Relotius hóf störf hjá Der Spiegel sem lausamaður árið 2011 og sagðist sjá mjög eftir gjörðum sínum og skammast sín. Hann hefur skrifað rúmlega 60 greinar fyrir tímaritið og segir hann að margar þeirra séu réttar. Der Spiegel hefur beðið lesendur sína afsökunar og segir að málið sé mikið áfall og lágpunktur í 70 ára sögu miðilsins. Fjölmiðlar Þýskaland Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Þýska fréttatímaritið Der Spiegel hefur látið verðlaunablaðamann fjúka eftir ásakanir á hendur honum þess efnis að hann hafi falsað tilvitnanir og smáatriði í fjölda greina. Claas Relotius er þannig talinn hafa falsað fréttir í stórum stíl og jafnvel skáldað einstaklinga að því er kemur fram í yfirlýsingu frá Der Spiegel. Meðal greina sem hann er talinn hafa falsað voru stórar umfjallanir sem höfðu verið tilnefndar eða jafnvel unnið til verðlauna. Relotius, sem er 33 ára gamall, játaði að hafa blekkt lesendur í 14 greinum sem höfðu verið birtar í Der Spiegel. Í yfirlýsingu frá miðlinum sagði að nú væri unnið að því að komast að hversu umfangsmiklar blekkingarnar væru. Samstarfsmaður Relotius vakti athygli á blekkingarleiknum eftir að hafa unnið með honum að grein og þótti honum fréttaöflun hans sérkennileg. Eftir að hafa neitað öllum slíkum ásökunum í fyrstu játaði Relotius í síðustu viku að hafa skáldað heilu málsgreinar í nokkrum greinum.Vitnaði í fólk sem hann hafði aldrei hitt Í einhverjum tilfellum er hann sagður hafa talað um einstaklinga sem hann hafi aldrei hitt eða talað við. „Hann segir sjálfur að það séu minnst fjórtán slík tilfelli,“ segir í tilkynningu frá Der Spiegel og þar er því velt upp að fölsuðu greinarnar geti verið töluvert fleiri. Þar segir jafnframt að Relotius hafi sýnt af sér einbeittan brotavilja. Í ljós hefur komið að grein eftir hann um innflytjendamál og spennuna á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó hafi hann skáldað upplýsingar um handmálað skilti þar sem Mexíkóbúum var sagt að koma sér í burtu. Falsaðar upplýsingar birtust einnig í grein um fanga í Guantanamo Bay og í grein um NFL leikmanninn fyrrverandi Colin Kaepernick. Relotius hóf störf hjá Der Spiegel sem lausamaður árið 2011 og sagðist sjá mjög eftir gjörðum sínum og skammast sín. Hann hefur skrifað rúmlega 60 greinar fyrir tímaritið og segir hann að margar þeirra séu réttar. Der Spiegel hefur beðið lesendur sína afsökunar og segir að málið sé mikið áfall og lágpunktur í 70 ára sögu miðilsins.
Fjölmiðlar Þýskaland Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira