Ofbýður framkoma í garð Dags Sylvía Hall skrifar 23. desember 2018 18:43 Jón Gnarr furðar sig á umræðunni í kringum Braggamálið. Vísir/Stefán Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, kemur Degi B. Eggertssyni til varnar í færslu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag varðandi Braggamálið. Í færslunni segir Jón að það sé algengt að opinberar framkvæmdir fari fram úr áætlun og hann sjái ekki tilganginn í því að ráðast að Degi vegna þess. „Ég spyr mig daglega hver sé eiginlega tilgangurinn með svona upphlaupi eða aðför eða hvern andskotann maður á að kalla svona. Daglega birtast nú fyrirsagnir, í hreinlega öllum fjölmiðlum, að einhver segi að honum finnist að Dagur eigi að segja af sér út af þessu,“ skrifar Jón í færslunni og bætir við það sé löngu ljóst að allt þetta fólk eigi sér enga ósk heitari en að hann segi af sér. Hann segir framúrkeyslu framkvæmda ekki vera vegna spillingar eða vanhæfni, það sé einfaldlega kerfislægur vandi vegna lélegs regluverk sem bjóði upp á slíkt „klúður“. Það sé því ekki við Dag persónulega að sakast. Gagnrýnir tvískinnung Vigdísar Þá skýtur Jón föstum skotum að Vigdísi Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins sem krafðist afsagnar borgarstjóra í færslu á Facebook-síðu sinni nú á dögunum. Hann bendir á að hún hafi ekki enn svarað því hvort formaður hennar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, og þrír aðrir samflokksmenn hennar ættu að segja af sér vegna upptakanna á Klaustur bar. „Meira að segja Vigdís Hauksdóttir fékk fyrirsögn á RÚV um daginn. Hver er eiginlega í alvöru að pæla í hvað henni finnst? Hún er t.d. ekki enn búin að svara því hvort formaðurinn hennar og þrír aðrir meðlimir flokks hennar eigi að segja af sér þingmennsku út af yfirgengilegu fylleríis-rugli.“„Enginn eins blindur og sá sem vill ekki sjá“ Jón segist ekki hafa lesið skýrsluna en hann þekki kerfið af eigin raun og flesta þá sem starfa innan þess. Hvorki Dagur né Hrólfur séu vondir, spilltir eða heimskir heldur sé kerfið einfaldlega svona uppbyggt og þeir sem skilji það ekki hafi annað hvort ekki kynnt sér málið eða hreinlega þykjist ekki skilja til þess að koma sínu á framfæri. „Munum það að það er enginn eins blindur og sá sem vill ekki sjá. Það má hafa allskonar við þetta allt að athuga en það réttlætir ekki miskunnarleysi,“ skrifar Jón og á þar við ummæli vegna veikinda borgarstjóra sem þurfti að fara í veikindaleyfi vegna alvarlegrar sýkingar í kviðarholi.Í kjölfar sýkingarinnar greindist Dagur með fylgigigt, sem skerðir hreyfigetu hans og getur flakkað á milli liða og lagst á líffæri. Fréttablaðið/Anton BrinkJón segir helstu ástæðuna fyrir því að Dagur hafi ekki getað svarað fyrir málið sé vegna sjúkdómsins. Hann sé nýkominn úr veikindaleyfi og furðar sig á því að í fyrsta viðtali Dags eftir veikindaleyfi var ekki minnst á umrædd veikindi. „Í korters löngu Kastljós viðtali, sem er fyrsta viðtalið við borgarstjóra í langan tíma er ekki vikið einu orði að veikindum hans. Á öllum sviðum samfélagsins er það þetta sem skiptir mestu máli og ef fólk er að ganga í gegnum veikindi þá á það rétt á stuðningi og umhyggju annarra.“ Jón segir ekkert réttlæta það að láta eins og veikt fólk sé ekki veikt, sama þó það starfi í stjórnmálum. Þá segir hann „landlægan ruddaskap“ og „villimennsku“ vera helstu ástæðuna fyrir því að fólk sé tregt til að skipta sér af stjórnmálum, og að eina fólkið sem virðist þrífast þar séu „fárveikir alkóhólistar“. „Annars óska ég öllum gleðilegra jóla og vona að við getum fengið heilbrigðari stjórnmál og aðeins uppbyggilegri umræðu á nýju ári,“ skrifar Jón að lokum. Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, kemur Degi B. Eggertssyni til varnar í færslu á Facebook-síðu sinni fyrr í dag varðandi Braggamálið. Í færslunni segir Jón að það sé algengt að opinberar framkvæmdir fari fram úr áætlun og hann sjái ekki tilganginn í því að ráðast að Degi vegna þess. „Ég spyr mig daglega hver sé eiginlega tilgangurinn með svona upphlaupi eða aðför eða hvern andskotann maður á að kalla svona. Daglega birtast nú fyrirsagnir, í hreinlega öllum fjölmiðlum, að einhver segi að honum finnist að Dagur eigi að segja af sér út af þessu,“ skrifar Jón í færslunni og bætir við það sé löngu ljóst að allt þetta fólk eigi sér enga ósk heitari en að hann segi af sér. Hann segir framúrkeyslu framkvæmda ekki vera vegna spillingar eða vanhæfni, það sé einfaldlega kerfislægur vandi vegna lélegs regluverk sem bjóði upp á slíkt „klúður“. Það sé því ekki við Dag persónulega að sakast. Gagnrýnir tvískinnung Vigdísar Þá skýtur Jón föstum skotum að Vigdísi Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins sem krafðist afsagnar borgarstjóra í færslu á Facebook-síðu sinni nú á dögunum. Hann bendir á að hún hafi ekki enn svarað því hvort formaður hennar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, og þrír aðrir samflokksmenn hennar ættu að segja af sér vegna upptakanna á Klaustur bar. „Meira að segja Vigdís Hauksdóttir fékk fyrirsögn á RÚV um daginn. Hver er eiginlega í alvöru að pæla í hvað henni finnst? Hún er t.d. ekki enn búin að svara því hvort formaðurinn hennar og þrír aðrir meðlimir flokks hennar eigi að segja af sér þingmennsku út af yfirgengilegu fylleríis-rugli.“„Enginn eins blindur og sá sem vill ekki sjá“ Jón segist ekki hafa lesið skýrsluna en hann þekki kerfið af eigin raun og flesta þá sem starfa innan þess. Hvorki Dagur né Hrólfur séu vondir, spilltir eða heimskir heldur sé kerfið einfaldlega svona uppbyggt og þeir sem skilji það ekki hafi annað hvort ekki kynnt sér málið eða hreinlega þykjist ekki skilja til þess að koma sínu á framfæri. „Munum það að það er enginn eins blindur og sá sem vill ekki sjá. Það má hafa allskonar við þetta allt að athuga en það réttlætir ekki miskunnarleysi,“ skrifar Jón og á þar við ummæli vegna veikinda borgarstjóra sem þurfti að fara í veikindaleyfi vegna alvarlegrar sýkingar í kviðarholi.Í kjölfar sýkingarinnar greindist Dagur með fylgigigt, sem skerðir hreyfigetu hans og getur flakkað á milli liða og lagst á líffæri. Fréttablaðið/Anton BrinkJón segir helstu ástæðuna fyrir því að Dagur hafi ekki getað svarað fyrir málið sé vegna sjúkdómsins. Hann sé nýkominn úr veikindaleyfi og furðar sig á því að í fyrsta viðtali Dags eftir veikindaleyfi var ekki minnst á umrædd veikindi. „Í korters löngu Kastljós viðtali, sem er fyrsta viðtalið við borgarstjóra í langan tíma er ekki vikið einu orði að veikindum hans. Á öllum sviðum samfélagsins er það þetta sem skiptir mestu máli og ef fólk er að ganga í gegnum veikindi þá á það rétt á stuðningi og umhyggju annarra.“ Jón segir ekkert réttlæta það að láta eins og veikt fólk sé ekki veikt, sama þó það starfi í stjórnmálum. Þá segir hann „landlægan ruddaskap“ og „villimennsku“ vera helstu ástæðuna fyrir því að fólk sé tregt til að skipta sér af stjórnmálum, og að eina fólkið sem virðist þrífast þar séu „fárveikir alkóhólistar“. „Annars óska ég öllum gleðilegra jóla og vona að við getum fengið heilbrigðari stjórnmál og aðeins uppbyggilegri umræðu á nýju ári,“ skrifar Jón að lokum.
Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent