Trump við sjö ára dreng: „Trúir þú enn á jólasveininn?“ Kjartan Kjartansson skrifar 25. desember 2018 08:58 Forsetahjónin tóku við símtölum frá börnum sem vildu vita um ferðir jólasveinsins í gær. AP/Jacquelyn Martin Donald Trump Bandaríkjaforseti spurði sjö ára gamlan dreng sem hringdi í Hvíta húsið hvort hann tryði enn á jólasveininn í gær. Forsetanum virtist finnast það á mörkunum að drengur á hans aldri tryði ennþá. Uppákoman átti sér stað þegar forsetahjónin tóku við símtölum frá börnum sem reyndu að hringja inn til Loftvarnaeftirlits Bandaríkjanna (Norad) sem fylgist með ferðum jólasveinsins á hverju ári. Stofnunin er enn starfandi þrátt fyrir að alríkisstjórn Bandaríkjanna liggi nú að hluta til niðri vegna kröfu Trump forseta um fjárveitingu fyrir landamæramúr á suðurlandamærunum. Allt virtist ganga vel í fyrstu þegar drengur að nafni Coleman náði inn. Trump forseti spurði hann hversu gamall hann væri og hvernig honum gengi í skólanum áður en gamanið kárnaði. „Trúir þú ennþá á jólasveininn? Vegna þess að á sjö ára aldri er það á mörkunum, er það ekki?“ sagði Bandaríkjaforseti við drenginn. Engum sögum fer af viðbrögðum Coleman, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Myndband af atvikinu hefur farið víða um samfélagsmiðla og netið þar sem margir hafa deilt á forsetann fyrir að ýja að því við ungan dreng að jólasveinninn sé ekki til.Donald Trump, answering phone call from 7-year-old on Christmas Eve: "Are you still a believer in Santa? Because at seven it's marginal, right?" pic.twitter.com/VHexvFSbQ1— The Daily Beast (@thedailybeast) December 25, 2018 Bandaríkin Donald Trump Jól Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti spurði sjö ára gamlan dreng sem hringdi í Hvíta húsið hvort hann tryði enn á jólasveininn í gær. Forsetanum virtist finnast það á mörkunum að drengur á hans aldri tryði ennþá. Uppákoman átti sér stað þegar forsetahjónin tóku við símtölum frá börnum sem reyndu að hringja inn til Loftvarnaeftirlits Bandaríkjanna (Norad) sem fylgist með ferðum jólasveinsins á hverju ári. Stofnunin er enn starfandi þrátt fyrir að alríkisstjórn Bandaríkjanna liggi nú að hluta til niðri vegna kröfu Trump forseta um fjárveitingu fyrir landamæramúr á suðurlandamærunum. Allt virtist ganga vel í fyrstu þegar drengur að nafni Coleman náði inn. Trump forseti spurði hann hversu gamall hann væri og hvernig honum gengi í skólanum áður en gamanið kárnaði. „Trúir þú ennþá á jólasveininn? Vegna þess að á sjö ára aldri er það á mörkunum, er það ekki?“ sagði Bandaríkjaforseti við drenginn. Engum sögum fer af viðbrögðum Coleman, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Myndband af atvikinu hefur farið víða um samfélagsmiðla og netið þar sem margir hafa deilt á forsetann fyrir að ýja að því við ungan dreng að jólasveinninn sé ekki til.Donald Trump, answering phone call from 7-year-old on Christmas Eve: "Are you still a believer in Santa? Because at seven it's marginal, right?" pic.twitter.com/VHexvFSbQ1— The Daily Beast (@thedailybeast) December 25, 2018
Bandaríkin Donald Trump Jól Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira