Uppgjör María Bjarnadóttir skrifar 28. desember 2018 08:00 Nú stendur yfir árlegt uppgjörstímabil mannfólksins. Dagarnir eftir jólasvallið og fyrir janúarföstuna eru að mörgu leyti tilvaldir til að gera upp afrek og ósigra ársins sem er að líða. Það gerir mikið fyrir ferlið að það er þakklæti og melankólía sem fylgir því að vera svona södd marga daga í röð. Samfélagslega viðurkenningin á að vera í náttfötum heilu og hálfu dagana, borða súkkulaði í öll mál og upphafning lesturs sem verkefnis, er svo frábær lýsing til að horfa í baksýnisspegilinn með. Fyrir suma er þetta frekar upprifjun en uppgjör. Upprifjun á markmiðum sem sett voru fyrir 12 mánuðum og hætt var að vinna í fyrir 11 mánuðum því að lífið tekur stundum svo mikinn tíma að það er ekki hægt að koma fyrir hreyfingunni/sjálfsræktinni/umhverfisverndinni sem átti að iðka af auknum krafti á nýju ári. Sem betur fer má endurnýta mörg áramótaheit. 2019 verður til dæmis árið sem ég fer í jóga í hverri viku þó það hafi líka verið planið og ekki tekist 2018. Sumt er alveg þess virði að reyna aftur. Jafnvel þó það hafi líka klúðrast 2017. Margir ákveða að virkja mánaðarlegu stuðningsgreiðslurnar til íþróttastöðva. Það er fyrirséð að upp úr 2. janúar fari hlaupabrettin að fyllast af fólki sem horfist ekki í augu við að það sé frekar tímabært að segja upp áskriftinni og prófa eitthvað annað fyrir peninginn. Ég sendi þessu fólki stuðningskveðjur, enda var ég um árabil ein af þeim. Um leið óska ég þess að fólkið sem þarf ekki árlegt uppgjör til að mæta í ræktina jafnt og þétt yfir árið geri það að áramótaheiti að vera notalegt við átaksfólkið í janúar þó það setji lóðin ekki á hárréttan stað eftir notkun. Þau verða hvort eð er farin í febrúar og koma ekki aftur fyrr en að ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir árlegt uppgjörstímabil mannfólksins. Dagarnir eftir jólasvallið og fyrir janúarföstuna eru að mörgu leyti tilvaldir til að gera upp afrek og ósigra ársins sem er að líða. Það gerir mikið fyrir ferlið að það er þakklæti og melankólía sem fylgir því að vera svona södd marga daga í röð. Samfélagslega viðurkenningin á að vera í náttfötum heilu og hálfu dagana, borða súkkulaði í öll mál og upphafning lesturs sem verkefnis, er svo frábær lýsing til að horfa í baksýnisspegilinn með. Fyrir suma er þetta frekar upprifjun en uppgjör. Upprifjun á markmiðum sem sett voru fyrir 12 mánuðum og hætt var að vinna í fyrir 11 mánuðum því að lífið tekur stundum svo mikinn tíma að það er ekki hægt að koma fyrir hreyfingunni/sjálfsræktinni/umhverfisverndinni sem átti að iðka af auknum krafti á nýju ári. Sem betur fer má endurnýta mörg áramótaheit. 2019 verður til dæmis árið sem ég fer í jóga í hverri viku þó það hafi líka verið planið og ekki tekist 2018. Sumt er alveg þess virði að reyna aftur. Jafnvel þó það hafi líka klúðrast 2017. Margir ákveða að virkja mánaðarlegu stuðningsgreiðslurnar til íþróttastöðva. Það er fyrirséð að upp úr 2. janúar fari hlaupabrettin að fyllast af fólki sem horfist ekki í augu við að það sé frekar tímabært að segja upp áskriftinni og prófa eitthvað annað fyrir peninginn. Ég sendi þessu fólki stuðningskveðjur, enda var ég um árabil ein af þeim. Um leið óska ég þess að fólkið sem þarf ekki árlegt uppgjör til að mæta í ræktina jafnt og þétt yfir árið geri það að áramótaheiti að vera notalegt við átaksfólkið í janúar þó það setji lóðin ekki á hárréttan stað eftir notkun. Þau verða hvort eð er farin í febrúar og koma ekki aftur fyrr en að ári.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar