Fyrsti leikur í undirbúningnum í kvöld Hjörvar Ólafsson skrifar 28. desember 2018 09:00 Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Álaborgar, verður með í kvöld. fréttablaðið Íslenska karlalandsliðið í handbolta hóf æfingar fyrir heimsmeistaramótið, sem hefst í janúar á komandi ári, skömmu fyrir jól. Guðmundur Þórður Guðmundsson og Gunnar Magnússon völdu þá 20 manna leikmannahóp fyrir mótið, en með liðinu æfðu einnig nokkrir leikmenn úr B-landsliðinu. Keppni lýkur ekki í Noregi og Svíþjóð fyrr en skömmu fyrir áramót og leikmenn íslenska liðsins sem leika þar koma seint til móts við hópinn. Þá var leikið í þýsku efstu deildinni í gærkvöldi. Þar áttust Guðjón Valur Sigurðsson og samherjar hans hjá Rhein-Neckar Löwen og Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar hans hjá Kiel við. Ísland leikur fyrsta æfingarleik sinn af fimm þegar liðið og lærisveinar Arons Kristjánssonar hjá Barein leiða saman hesta sína í kvöld. Þetta er fyrri leikur af tveimur sem liðin leika, en þau verða svo saman í riðli á heimsmeistaramótinu. Auk Íslands og Bareins eru Króatía, Spánn, Makedónía og Japan undir stjórn Dags Sigurðssonar í B-riðli mótsins sem leikinn verður í München í Þýskalandi. Seinni leikur Íslands og Bareins fer fram á sunnudaginn kemur, en báðir leikirnir verða leiknir í Laugardalshöllinni. Ísland tekur svo þátt í fjögurra liða æfingamóti í Noregi dagana 3.-6. janúar. Þar mætir íslenska liðið Noregi, Brasilíu og loks Erlingi Richardssyni og liðsmönnum hans hjá Hollandi. Þaðan heldur liðið svo til München og mætir Króatíu í fyrsta leik riðlakeppninnar föstudaginn 11. janúar. Guðmundur Þórður sagði á blaðamannafundi sem haldinn var á dögunum að fyrri leikurinn gegn Barein sem háður verður í kvöld verði notaður til þess að gefa öllum leikmönnum liðsins tækifæri á að spreyta sig. Þá væri hitt markmiðið í leiknum að gera tilraunir og æfa afbrigði sem liðið ætlaði að hafa í pokahorninu í varnar- og sóknarleik þegar á stóra sviðið kemur. Gísli Þorgeir Kristjánsson, Haukur Þrastarson og Rúnar Kárason hafa allir verið að glíma við meiðsli undanfarið og leikurinn verður enn fremur nýttur til þess að kanna hvort þeir séu reiðubúnir til þess að leika með íslenska liðinu þegar á hólminn er komið á heimsmeistaramótinu. Guðmundur Þórður valdi fjóra leikstjórnendur í leikmannahóp sinn sem æft hefur síðustu daga til þess að vera viðbúinn því að Gísli Þorgeir og Haukur verði ekki orðnir nógu góðir af þeim meiðslum sem hafa verið að plaga þá. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Guðmundur: Ég þarf að fá ákveðin svör Ísland leikur á næstu dögum tvo æfingaleiki gegn Barein, verðandi andstæðingum Íslands á HM í handbolta í janúar. 27. desember 2018 20:45 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta hóf æfingar fyrir heimsmeistaramótið, sem hefst í janúar á komandi ári, skömmu fyrir jól. Guðmundur Þórður Guðmundsson og Gunnar Magnússon völdu þá 20 manna leikmannahóp fyrir mótið, en með liðinu æfðu einnig nokkrir leikmenn úr B-landsliðinu. Keppni lýkur ekki í Noregi og Svíþjóð fyrr en skömmu fyrir áramót og leikmenn íslenska liðsins sem leika þar koma seint til móts við hópinn. Þá var leikið í þýsku efstu deildinni í gærkvöldi. Þar áttust Guðjón Valur Sigurðsson og samherjar hans hjá Rhein-Neckar Löwen og Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar hans hjá Kiel við. Ísland leikur fyrsta æfingarleik sinn af fimm þegar liðið og lærisveinar Arons Kristjánssonar hjá Barein leiða saman hesta sína í kvöld. Þetta er fyrri leikur af tveimur sem liðin leika, en þau verða svo saman í riðli á heimsmeistaramótinu. Auk Íslands og Bareins eru Króatía, Spánn, Makedónía og Japan undir stjórn Dags Sigurðssonar í B-riðli mótsins sem leikinn verður í München í Þýskalandi. Seinni leikur Íslands og Bareins fer fram á sunnudaginn kemur, en báðir leikirnir verða leiknir í Laugardalshöllinni. Ísland tekur svo þátt í fjögurra liða æfingamóti í Noregi dagana 3.-6. janúar. Þar mætir íslenska liðið Noregi, Brasilíu og loks Erlingi Richardssyni og liðsmönnum hans hjá Hollandi. Þaðan heldur liðið svo til München og mætir Króatíu í fyrsta leik riðlakeppninnar föstudaginn 11. janúar. Guðmundur Þórður sagði á blaðamannafundi sem haldinn var á dögunum að fyrri leikurinn gegn Barein sem háður verður í kvöld verði notaður til þess að gefa öllum leikmönnum liðsins tækifæri á að spreyta sig. Þá væri hitt markmiðið í leiknum að gera tilraunir og æfa afbrigði sem liðið ætlaði að hafa í pokahorninu í varnar- og sóknarleik þegar á stóra sviðið kemur. Gísli Þorgeir Kristjánsson, Haukur Þrastarson og Rúnar Kárason hafa allir verið að glíma við meiðsli undanfarið og leikurinn verður enn fremur nýttur til þess að kanna hvort þeir séu reiðubúnir til þess að leika með íslenska liðinu þegar á hólminn er komið á heimsmeistaramótinu. Guðmundur Þórður valdi fjóra leikstjórnendur í leikmannahóp sinn sem æft hefur síðustu daga til þess að vera viðbúinn því að Gísli Þorgeir og Haukur verði ekki orðnir nógu góðir af þeim meiðslum sem hafa verið að plaga þá.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Guðmundur: Ég þarf að fá ákveðin svör Ísland leikur á næstu dögum tvo æfingaleiki gegn Barein, verðandi andstæðingum Íslands á HM í handbolta í janúar. 27. desember 2018 20:45 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
Guðmundur: Ég þarf að fá ákveðin svör Ísland leikur á næstu dögum tvo æfingaleiki gegn Barein, verðandi andstæðingum Íslands á HM í handbolta í janúar. 27. desember 2018 20:45