Hetjur og skúrkar ársins 2018 Þórarinn Þórarinnsson skrifar 29. desember 2018 08:30 Bára Halldórsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Vísir/Vilhelm Skúrkar og hetjur eru ómissandi í allar góðar sögur. Enginn skortur var á marglaga, breyskum og heilsteyptum persónum í þeim hádramatíska kafla Íslandssögunnar sem er að ljúka. Fréttablaðið fékk fjölbreyttan hóp fólks til þess að skilja hafrana frá sauðunum og draga í tvo dilka. Tilnefna hetjur og skúrka ársins 2018. Álitsgjafar Fréttablaðsins nefndu Báru oftast til sögunnar og studdu val sitt meðal annars með þessum rökum: „Bára er hetjan mín. Elska þessa konu. Þvílíkt hugrekki. Áfram Bára.“ „Uppljóstrarinn á Klaustri, sem fórnaði leikæfingu og reyndi á upptökuminni aldraðs farsíma til að skrásetja einlægar ölvunarsamræður þingmanna sem fórnuðu þingfundi fyrir þessa samverustund. Til að eyða samsærisrausi Klausturliða, steig hún fram, þrátt fyrir að vita hvað það myndi kosta hana. Bára er hetja.“ „Einhver sem hrærir svona ótrúlega vel uppi í stjórnmálamönnum hlýtur að vera að gera eitthvað rétt.“ Bára fékk þó einnig tilnefningar sem skúrkur ársins, að vísu á nokkuð írónískum forsendum: „Útsendari alþjóðlegra samtaka sem vilja koma höggi á formann Miðflokksins og tókst eftir umfangsmikinn undirbúning og skipulag að hljóðrita einkasamtöl formannsins við flokksfélaga sína og vildarvini á þingi þar sem þeir sátu hýrðir víns af tári og uggðu ekki að sér. Með þessu er vegið að friðhelgi, persónuvernd og lýðræði í landinu og dregin upp afar fordómafull mynd af Formanninum. Bára er skúrkur.“Hannes Þór Halldórsson.Fréttablaðið/Getty2 sæti. Hannes Halldórsson, landsliðsmarkvörður „Landsliðsmarkvörður knattspyrnuliðs Íslands. Þarf ég að segja meira?“ „Varði víti frá Messi.“Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra.3 sæti: Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra „Sýndi vasklega framgöngu í sjónvarpsviðtali eftir Klausturfokkið. Sagði ofbeldismönnum sannleikann – þeir fara ekki með dagskrárvaldið. Vonandi rætist það.“Forysta Miðflokksins, Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.Skúrkar ársins 2018 Hetja ársins er fjögurra þingmanna maki samkvæmt dómnefnd Fréttablaðsins er gaggandi óminnishegrarnir fjórir úr þingflokki Miðflokksins rústuðu mannjöfnuðu skúrka ársins sem er að líða. Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fengu áberandi flestar tilnefningar en leiðtoginn þó flestar þannig að Sigmundur Davíð fer fyrir skúrkagenginu 2018. „Af orðljótum skúrkum Klausturbarsins bera Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason höfuð og herðar yfir aðra – þeir virðast hafa misst gersamlega stjórn á sér, hvað sem kann að hafa valdið því. Kannski tala þeir og hugsa svona alltaf. Hvað veit ég?“ Gunnari Braga tekst þó að skyggja á Bergþór, þótt hátt bylji í honum: „Maðurinn blekkti heimsbyggðina – sagðist vera femínisti og heimurinn keypti það, meira að segja Hollywood-stjörnurnar tístu um hvað hann VAR æðislegur.“ „Gunnar Bragi er holdgervingur framsóknarmannsins sem skítnýtir aðstöðu sína innan flokksins til að skara eld að eigin köku, maðurinn sem spyr aldrei hvað hann geti gert fyrir flokkinn sinn og þjóðina, heldur hvað flokkurinn geti gert fyrir hann. Gunnar Bragi gerðist femínisti í von um að geta sett í fleiri kjéllingar með fagurgala sínum og framkomu og dreymdi um deit við Emmu Watson. Án upptökunnar af Klaustri væri Gunnar Bragi á leið í feitt sendiherraembætti. Gunnar Bragi er skúrkur.“ Gunnar Bragi nær því þó ekki að vera aðal, enda getur aðeins verið einn í forystusauður, og hann er óumdeildur, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson: „Þegar maður hélt að mistökin í lífinu gætu ekki orðið stærri en að sprengja fyrstu sprenginguna í Vaðlaheiðargöngunum og standa upp í miðju sjónvarpsviðtali þá fer maðurinn á barinn og etur einum af sínum dyggustu félögum á foraðið með því að byrja allar sögurnar og biðja hann um að klára þær.“ „Okkar eigin sveitadurgslegi Bond-skúrkur. Í hvert skipti sem við höldum að við séum laus við hann sprettur hann aftur fram, tvíefldur í nýjum og enn ömurlegri skandal.“ „Ég hélt sannarlega að hann spilaði í úrvalsdeildinni en nei nú spilar hann í 5. deildinni og er um það bil að verða rekinn út af.“Dagur B. Eggertsson.2 sæti Dagur B. Eggertsson „Borgarstjóri hefur því miður klúðrað alltof mörgu þetta árið til að sleppa við að komast í skúrkaflokkinn; hæst ber auðvitað yfirkeyrslur í nokkrum verkefnum, að hann skuli nánast alltaf hlaupa í felur þegar svara þarf fyrir erfið mál og birtast svo eins og sprellikarl þegar fagnað er góðum árangri.“ „Málefni Reykjavíkur er ein sorgarsaga.“Kristján Loftsson.3 sæti Kristján Loftsson „Er freki ríki kallinn sem þolir að tapa tugum milljóna á hverju ári í tilgangslausar veiðar á langreyði, einkum til að gefa umhverfisverndarsinnum og dýravinum langt nef og sýna landsmönnum að sá sem á nógan pening, fær alltaf sínu framgengt. Kristjáni er skítsama þó enginn vilji kaupa kjötið. Kristján er fulltrúi möntrunnar „ég á þetta, ég má þetta.“ Kristján er skúrkur.“DÓMNEFND: Gísli Ásgeirsson, þýðandi, Linda Blöndal, dagskrárgerðarkona á Hringbraut, Hólmfríður Berentsdóttir, hjúkrunarfræðingur og laganemi, Markús Þórhallsson, sagnfræðingur og dagskrárgerðarmaður á Útvarpi Sögu, Valur Grettisson, ritstjóri Reykjavik Grapevine, Ellý Ármanns, myndlistar- og spákona, Hjörvar Hafliðason, dagskrárgerðarmaður á FM957, Hrafn Jónsson, kvikmyndagerðarmaður og pistlahöfundur, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir kynjafræðingur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fleiri fréttir Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Sjá meira
Skúrkar og hetjur eru ómissandi í allar góðar sögur. Enginn skortur var á marglaga, breyskum og heilsteyptum persónum í þeim hádramatíska kafla Íslandssögunnar sem er að ljúka. Fréttablaðið fékk fjölbreyttan hóp fólks til þess að skilja hafrana frá sauðunum og draga í tvo dilka. Tilnefna hetjur og skúrka ársins 2018. Álitsgjafar Fréttablaðsins nefndu Báru oftast til sögunnar og studdu val sitt meðal annars með þessum rökum: „Bára er hetjan mín. Elska þessa konu. Þvílíkt hugrekki. Áfram Bára.“ „Uppljóstrarinn á Klaustri, sem fórnaði leikæfingu og reyndi á upptökuminni aldraðs farsíma til að skrásetja einlægar ölvunarsamræður þingmanna sem fórnuðu þingfundi fyrir þessa samverustund. Til að eyða samsærisrausi Klausturliða, steig hún fram, þrátt fyrir að vita hvað það myndi kosta hana. Bára er hetja.“ „Einhver sem hrærir svona ótrúlega vel uppi í stjórnmálamönnum hlýtur að vera að gera eitthvað rétt.“ Bára fékk þó einnig tilnefningar sem skúrkur ársins, að vísu á nokkuð írónískum forsendum: „Útsendari alþjóðlegra samtaka sem vilja koma höggi á formann Miðflokksins og tókst eftir umfangsmikinn undirbúning og skipulag að hljóðrita einkasamtöl formannsins við flokksfélaga sína og vildarvini á þingi þar sem þeir sátu hýrðir víns af tári og uggðu ekki að sér. Með þessu er vegið að friðhelgi, persónuvernd og lýðræði í landinu og dregin upp afar fordómafull mynd af Formanninum. Bára er skúrkur.“Hannes Þór Halldórsson.Fréttablaðið/Getty2 sæti. Hannes Halldórsson, landsliðsmarkvörður „Landsliðsmarkvörður knattspyrnuliðs Íslands. Þarf ég að segja meira?“ „Varði víti frá Messi.“Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra.3 sæti: Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra „Sýndi vasklega framgöngu í sjónvarpsviðtali eftir Klausturfokkið. Sagði ofbeldismönnum sannleikann – þeir fara ekki með dagskrárvaldið. Vonandi rætist það.“Forysta Miðflokksins, Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.Skúrkar ársins 2018 Hetja ársins er fjögurra þingmanna maki samkvæmt dómnefnd Fréttablaðsins er gaggandi óminnishegrarnir fjórir úr þingflokki Miðflokksins rústuðu mannjöfnuðu skúrka ársins sem er að líða. Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fengu áberandi flestar tilnefningar en leiðtoginn þó flestar þannig að Sigmundur Davíð fer fyrir skúrkagenginu 2018. „Af orðljótum skúrkum Klausturbarsins bera Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason höfuð og herðar yfir aðra – þeir virðast hafa misst gersamlega stjórn á sér, hvað sem kann að hafa valdið því. Kannski tala þeir og hugsa svona alltaf. Hvað veit ég?“ Gunnari Braga tekst þó að skyggja á Bergþór, þótt hátt bylji í honum: „Maðurinn blekkti heimsbyggðina – sagðist vera femínisti og heimurinn keypti það, meira að segja Hollywood-stjörnurnar tístu um hvað hann VAR æðislegur.“ „Gunnar Bragi er holdgervingur framsóknarmannsins sem skítnýtir aðstöðu sína innan flokksins til að skara eld að eigin köku, maðurinn sem spyr aldrei hvað hann geti gert fyrir flokkinn sinn og þjóðina, heldur hvað flokkurinn geti gert fyrir hann. Gunnar Bragi gerðist femínisti í von um að geta sett í fleiri kjéllingar með fagurgala sínum og framkomu og dreymdi um deit við Emmu Watson. Án upptökunnar af Klaustri væri Gunnar Bragi á leið í feitt sendiherraembætti. Gunnar Bragi er skúrkur.“ Gunnar Bragi nær því þó ekki að vera aðal, enda getur aðeins verið einn í forystusauður, og hann er óumdeildur, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson: „Þegar maður hélt að mistökin í lífinu gætu ekki orðið stærri en að sprengja fyrstu sprenginguna í Vaðlaheiðargöngunum og standa upp í miðju sjónvarpsviðtali þá fer maðurinn á barinn og etur einum af sínum dyggustu félögum á foraðið með því að byrja allar sögurnar og biðja hann um að klára þær.“ „Okkar eigin sveitadurgslegi Bond-skúrkur. Í hvert skipti sem við höldum að við séum laus við hann sprettur hann aftur fram, tvíefldur í nýjum og enn ömurlegri skandal.“ „Ég hélt sannarlega að hann spilaði í úrvalsdeildinni en nei nú spilar hann í 5. deildinni og er um það bil að verða rekinn út af.“Dagur B. Eggertsson.2 sæti Dagur B. Eggertsson „Borgarstjóri hefur því miður klúðrað alltof mörgu þetta árið til að sleppa við að komast í skúrkaflokkinn; hæst ber auðvitað yfirkeyrslur í nokkrum verkefnum, að hann skuli nánast alltaf hlaupa í felur þegar svara þarf fyrir erfið mál og birtast svo eins og sprellikarl þegar fagnað er góðum árangri.“ „Málefni Reykjavíkur er ein sorgarsaga.“Kristján Loftsson.3 sæti Kristján Loftsson „Er freki ríki kallinn sem þolir að tapa tugum milljóna á hverju ári í tilgangslausar veiðar á langreyði, einkum til að gefa umhverfisverndarsinnum og dýravinum langt nef og sýna landsmönnum að sá sem á nógan pening, fær alltaf sínu framgengt. Kristjáni er skítsama þó enginn vilji kaupa kjötið. Kristján er fulltrúi möntrunnar „ég á þetta, ég má þetta.“ Kristján er skúrkur.“DÓMNEFND: Gísli Ásgeirsson, þýðandi, Linda Blöndal, dagskrárgerðarkona á Hringbraut, Hólmfríður Berentsdóttir, hjúkrunarfræðingur og laganemi, Markús Þórhallsson, sagnfræðingur og dagskrárgerðarmaður á Útvarpi Sögu, Valur Grettisson, ritstjóri Reykjavik Grapevine, Ellý Ármanns, myndlistar- og spákona, Hjörvar Hafliðason, dagskrárgerðarmaður á FM957, Hrafn Jónsson, kvikmyndagerðarmaður og pistlahöfundur, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir kynjafræðingur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fleiri fréttir Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Sjá meira