Eðlilegar skýringar á minnkandi útgáfu vegabréfa Sighvatur Arnmundsson skrifar 29. desember 2018 08:00 Á sumrin myndast oft langar raðir eftir afgreiðslu vegabréfa. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Í nóvembermánuði voru gefin út 1.455 íslensk vegabréf en til samanburðar voru þau 2.576 í nóvember á síðasta ári. Er um að ræða 43,5 prósenta fækkun milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðskrá. Sé litið til þróunarinnar frá 2011 eru nýliðnir september, október og nóvember þrír minnstu mánuðirnir þegar kemur að fjölda útgefinna vegabréfa. Að sögn Júlíu Þorvaldsdóttur, setts sviðsstjóra Þjóðskrársviðs, á þessi fækkun sér eðlilegar skýringar. „Meginástæðan fyrir þessari minnkun undanfarið er sú að nýlega voru fimm ár síðan gildistíma vegabréfa var breytt úr fimm árum í tíu. Samkvæmt þessu er endurnýjunarþörfin að klárast. Við vitum þörfina og getum áætlað hana fram í tímann.“ Júlía segir einnig að fleiri kjósi að vera fyrr í því en áður að endurnýja vegabréf sín. „Það er á ákveðnum stöðum erlendis farið að gera kröfur um lengri gildistíma. Þannig að fleiri eru farnir að koma og endurnýja vegabréf sín þótt það sé jafnvel ár eftir af gildistímanum. Fólk er líka farið að ferðast lengra þannig að það skiptir máli að vera með vegabréf með gildistíma sem nær mun lengra en dvalartíminn.“ Útgáfa vegabréfa sveiflast nokkuð jafnt eftir árstíðum en flest eru gefin út á tímabilinu frá maí til júlí. „Ástandið í þjóðfélaginu hverju sinni hefur auðvitað líka áhrif. Það varð til að mynda eðlilega fall í útgáfu vegabréfa 2009. Svo varð ákveðin holskefla í kringum EM 2016 en þá fóru áætlanir aðeins úr skorðum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Í nóvembermánuði voru gefin út 1.455 íslensk vegabréf en til samanburðar voru þau 2.576 í nóvember á síðasta ári. Er um að ræða 43,5 prósenta fækkun milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðskrá. Sé litið til þróunarinnar frá 2011 eru nýliðnir september, október og nóvember þrír minnstu mánuðirnir þegar kemur að fjölda útgefinna vegabréfa. Að sögn Júlíu Þorvaldsdóttur, setts sviðsstjóra Þjóðskrársviðs, á þessi fækkun sér eðlilegar skýringar. „Meginástæðan fyrir þessari minnkun undanfarið er sú að nýlega voru fimm ár síðan gildistíma vegabréfa var breytt úr fimm árum í tíu. Samkvæmt þessu er endurnýjunarþörfin að klárast. Við vitum þörfina og getum áætlað hana fram í tímann.“ Júlía segir einnig að fleiri kjósi að vera fyrr í því en áður að endurnýja vegabréf sín. „Það er á ákveðnum stöðum erlendis farið að gera kröfur um lengri gildistíma. Þannig að fleiri eru farnir að koma og endurnýja vegabréf sín þótt það sé jafnvel ár eftir af gildistímanum. Fólk er líka farið að ferðast lengra þannig að það skiptir máli að vera með vegabréf með gildistíma sem nær mun lengra en dvalartíminn.“ Útgáfa vegabréfa sveiflast nokkuð jafnt eftir árstíðum en flest eru gefin út á tímabilinu frá maí til júlí. „Ástandið í þjóðfélaginu hverju sinni hefur auðvitað líka áhrif. Það varð til að mynda eðlilega fall í útgáfu vegabréfa 2009. Svo varð ákveðin holskefla í kringum EM 2016 en þá fóru áætlanir aðeins úr skorðum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira