Síðasta barátta LeBron og Wade Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. desember 2018 07:30 Félagarnir skiptust á treyjum í leikslok mynd/twitter/nba LeBron James og Dwayne Wade mættust í hvað verður líklega síðasta skipti á ferlinum þegar Los Angeles Lakers og Miami Heat áttust við í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Wade og James komu báðir inn í NBA deildina árið 2003 og hafa mæst oft á tíðum inn á vellinum saman. Þeir voru samherjar hjá Miami Heat í fjögur ár og komust í úrslitarimmuna öll árin, unnu titilinn saman tvisvar. Wade ætlar að leggja skóna á hilluna í lok þessa tímabils og skiptust þeir félagar á faðmlögum og treyjum í leikslok. James skoraði 28 stig fyrir Lakers í leiknum en heimamenn unnu leikinn 108-105. Wade setti niður 15 stig í seinni hálfleiknum en það dugði ekki fyrir Heat sem var að spila þriðja af sex útileikjum í röð. Los Angeles hefur unnið síðustu fimm heimaleiki sína í röð.the TOP PLAYS from LeBron James (28 PTS, 12 AST, 9 REB) & Dwyane Wade (15 PTS, 10 AST, 5 REB) in their final matchup, as the @Lakers/@MiamiHEAT go down to the wire in LA! #OneLastDance#ThisIsWhyWePlaypic.twitter.com/LvForegeYA — NBA (@NBA) December 11, 2018 Í Philadelphia höfðu heimamenn í 76ers betur gegn Detroit Pistons í annað skipti á fjórum dögum. Joel Embiid hefur ekki verið upp á sitt besta í síðustu leikjum en hann minnti á sig í nótt með 24 stig. Ben Simmons og Furkan Korkmaz gerðu 18 stig hvor. Jimmy Butler var stjarna 76ers gegn Detroit á föstudag en hann þurfti frá að hverfa í nótt þegar hann meiddist á nára í fyrri hálfleik. Butler spilaði fyrstu 10 mínútur leiksins án þess að skora áður en hann meiddist. Síðan Butler kom frá Minnesota Timberwolves í síðasta mánuði hefur hann skilað 21,4 stigi að meðaltali í leik og því högg fyrir Philadelphia að missa hann út. Brett Brown, þjálfari 76ers, gat ekki sagt til um hversu lengi Butler yrði frá í nótt. Fimm leikmenn voru fjarverandi í liði Boston Celtics sem mætti New Orleans Pelicans, þar á meðal stórstjörnurnar Kyrie Irving, Al Horford og Gordon Hayward. Það kom þó ekki að sök því Boston sigldi heim 113-100 sigri. Anthony Davis gerði hvað hann gat fyrir gestina með frábærri frammistöðu, hann skoraði 41 stig og tók 7 fráköst. Irving vaknaði í gærmorgun og fann til í öxlinni og var því tekin ákvörðun um að hvíla. Brad Stevens, þjálfari Celtics, segist þó ekki hafa áhyggjur af Irving til langs tíma.Robert Williams III (7 PTS, 10 REB) 3rd rejection of the night! #NBARooks#CUsRise 103#DoItBig 88 4:44 remaining on @NBATV. #PlayersOnlypic.twitter.com/eqTaLfTxn6 — NBA (@NBA) December 11, 2018Úrslit næturinnar: Indiana Pacers - Washington Wizards 109-101 Philadelphia 76ers - Detroit Pistons 116-102 Boston Celtics - New Orleans Pelicans 113-100 Chicago Bulls - Sacramento Kings 89-108 Milwaukee Bucks - Cleveland Cavaliers 108-92 Oklahoma City Thunder - Utah Jazz 122-113 Dallas Mavericks - Orlando Magic 101-76 Denver Nuggets - Memphis Grizzlies 105-99 Phoenix Suns - LA Clippers 119-123 Golden State Warriors - Minnesota Timberwolves 116-108 Los Angeles Lakers - Miami Heat 108-105 NBA Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sjá meira
LeBron James og Dwayne Wade mættust í hvað verður líklega síðasta skipti á ferlinum þegar Los Angeles Lakers og Miami Heat áttust við í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Wade og James komu báðir inn í NBA deildina árið 2003 og hafa mæst oft á tíðum inn á vellinum saman. Þeir voru samherjar hjá Miami Heat í fjögur ár og komust í úrslitarimmuna öll árin, unnu titilinn saman tvisvar. Wade ætlar að leggja skóna á hilluna í lok þessa tímabils og skiptust þeir félagar á faðmlögum og treyjum í leikslok. James skoraði 28 stig fyrir Lakers í leiknum en heimamenn unnu leikinn 108-105. Wade setti niður 15 stig í seinni hálfleiknum en það dugði ekki fyrir Heat sem var að spila þriðja af sex útileikjum í röð. Los Angeles hefur unnið síðustu fimm heimaleiki sína í röð.the TOP PLAYS from LeBron James (28 PTS, 12 AST, 9 REB) & Dwyane Wade (15 PTS, 10 AST, 5 REB) in their final matchup, as the @Lakers/@MiamiHEAT go down to the wire in LA! #OneLastDance#ThisIsWhyWePlaypic.twitter.com/LvForegeYA — NBA (@NBA) December 11, 2018 Í Philadelphia höfðu heimamenn í 76ers betur gegn Detroit Pistons í annað skipti á fjórum dögum. Joel Embiid hefur ekki verið upp á sitt besta í síðustu leikjum en hann minnti á sig í nótt með 24 stig. Ben Simmons og Furkan Korkmaz gerðu 18 stig hvor. Jimmy Butler var stjarna 76ers gegn Detroit á föstudag en hann þurfti frá að hverfa í nótt þegar hann meiddist á nára í fyrri hálfleik. Butler spilaði fyrstu 10 mínútur leiksins án þess að skora áður en hann meiddist. Síðan Butler kom frá Minnesota Timberwolves í síðasta mánuði hefur hann skilað 21,4 stigi að meðaltali í leik og því högg fyrir Philadelphia að missa hann út. Brett Brown, þjálfari 76ers, gat ekki sagt til um hversu lengi Butler yrði frá í nótt. Fimm leikmenn voru fjarverandi í liði Boston Celtics sem mætti New Orleans Pelicans, þar á meðal stórstjörnurnar Kyrie Irving, Al Horford og Gordon Hayward. Það kom þó ekki að sök því Boston sigldi heim 113-100 sigri. Anthony Davis gerði hvað hann gat fyrir gestina með frábærri frammistöðu, hann skoraði 41 stig og tók 7 fráköst. Irving vaknaði í gærmorgun og fann til í öxlinni og var því tekin ákvörðun um að hvíla. Brad Stevens, þjálfari Celtics, segist þó ekki hafa áhyggjur af Irving til langs tíma.Robert Williams III (7 PTS, 10 REB) 3rd rejection of the night! #NBARooks#CUsRise 103#DoItBig 88 4:44 remaining on @NBATV. #PlayersOnlypic.twitter.com/eqTaLfTxn6 — NBA (@NBA) December 11, 2018Úrslit næturinnar: Indiana Pacers - Washington Wizards 109-101 Philadelphia 76ers - Detroit Pistons 116-102 Boston Celtics - New Orleans Pelicans 113-100 Chicago Bulls - Sacramento Kings 89-108 Milwaukee Bucks - Cleveland Cavaliers 108-92 Oklahoma City Thunder - Utah Jazz 122-113 Dallas Mavericks - Orlando Magic 101-76 Denver Nuggets - Memphis Grizzlies 105-99 Phoenix Suns - LA Clippers 119-123 Golden State Warriors - Minnesota Timberwolves 116-108 Los Angeles Lakers - Miami Heat 108-105
NBA Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sjá meira