Íhaldsmenn lýsa vantrausti á Theresu May Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2018 07:55 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er í kröppum dansi í eigin flokki. EPA/Andy Rain Þingmenn breska Íhaldsflokksins greiða atkvæði um formann flokksins í kvöld eftir að vantraust var lagt fram gegn Theresu May, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins. Greiða átti atkvæði um útgöngusamning May í þinginu í gær en atkvæðagreiðslunni var frestað þegar ljóst var að hann yrði kolfelldur. Samkvæmt reglum Íhaldsflokksins geta 15% þingmanna flokksins krafist formannskjörs ef þeir skrifa formanni nefndar almennra íhaldsþingmanna bréf um að þeir lýsi vantrausti á leiðtogana. The Guardian segir að í það minnsta 48 bréf hafi borist. Harðlínumenn um Brexit eru afar ósáttir við samning hennar og vilja leiðtogann frá. BBC hefur eftir May að hún ætli að berjast gegn vantraustinu „með öllu því sem ég á til“. Að skipta um leiðtoga Íhaldsflokksins nú gæti stefnt framtíð landsins í hættu. „Nýr leiðtogi hefði ekki tíma til að semja upp á nýtt þannig ein af fyrstu aðgerðum hans væri að þurfa að framlengja eða draga til baka 50. greinina,“ sagði May við fréttamenn fyrir utan Downing-stræti 10 og vísaði þar til greinar Lissabonsáttmála Evrópusambandsins varðandi útgöngu ríkja. Atkvæðagreiðslan á að fara fram á milli klukkan 18 og 20 í dag. Atkvæði verða talin beint í kjölfarið og tilkynnt eins fljótt og auðið verður. Vinni May er ekki hægt að lýsa yfir vantrausti á hana aftur fyrr en eftir ár. Tapi hún fer fram önnur atkvæðagreiðsla þar sem hún getur ekki gefið kost á sér, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Til að halda velli þarf May stuðning að minnsta kosti 158 þingmanna Íhaldsflokksins. The Guardian segir að May gæti kosið að segja af sér sigri hún með litlum mun. May hefur verið leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra frá því skömmu eftir að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu sumarið 2016. Harðlínumenn í flokki hennar hafa gert henni lífið leitt vegna útgöngunnar úr Evrópusambandinu undanfarna mánuði og hefur fjöldi ráðherra og þingmanna sagt af sér vegna stefnu hennar um hvað taki við. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May leitar á náðir ESB Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er í erfiðri stöðu. 11. desember 2018 12:08 Corbyn ekki til í vantraust strax Leiðtogi Verkamannaflokksins leggur ekki fram vantrauststillögu fyrr en hann getur verið viss um meirihluta. Æ fleiri Íhaldsmenn snúast gegn Theresu May. Hún fór til Brussel í gær og ræddi við toppa ESB. 12. desember 2018 07:00 Allt í upplausn í Bretlandi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mætti fyrir breska þingið í gær og sagðist hafa aflýst atkvæðagreiðslu sem fram átti að fara í dag um samninginn sem náðst hefur við ESB um Brexit. 11. desember 2018 06:30 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Sjá meira
Þingmenn breska Íhaldsflokksins greiða atkvæði um formann flokksins í kvöld eftir að vantraust var lagt fram gegn Theresu May, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins. Greiða átti atkvæði um útgöngusamning May í þinginu í gær en atkvæðagreiðslunni var frestað þegar ljóst var að hann yrði kolfelldur. Samkvæmt reglum Íhaldsflokksins geta 15% þingmanna flokksins krafist formannskjörs ef þeir skrifa formanni nefndar almennra íhaldsþingmanna bréf um að þeir lýsi vantrausti á leiðtogana. The Guardian segir að í það minnsta 48 bréf hafi borist. Harðlínumenn um Brexit eru afar ósáttir við samning hennar og vilja leiðtogann frá. BBC hefur eftir May að hún ætli að berjast gegn vantraustinu „með öllu því sem ég á til“. Að skipta um leiðtoga Íhaldsflokksins nú gæti stefnt framtíð landsins í hættu. „Nýr leiðtogi hefði ekki tíma til að semja upp á nýtt þannig ein af fyrstu aðgerðum hans væri að þurfa að framlengja eða draga til baka 50. greinina,“ sagði May við fréttamenn fyrir utan Downing-stræti 10 og vísaði þar til greinar Lissabonsáttmála Evrópusambandsins varðandi útgöngu ríkja. Atkvæðagreiðslan á að fara fram á milli klukkan 18 og 20 í dag. Atkvæði verða talin beint í kjölfarið og tilkynnt eins fljótt og auðið verður. Vinni May er ekki hægt að lýsa yfir vantrausti á hana aftur fyrr en eftir ár. Tapi hún fer fram önnur atkvæðagreiðsla þar sem hún getur ekki gefið kost á sér, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Til að halda velli þarf May stuðning að minnsta kosti 158 þingmanna Íhaldsflokksins. The Guardian segir að May gæti kosið að segja af sér sigri hún með litlum mun. May hefur verið leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra frá því skömmu eftir að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu sumarið 2016. Harðlínumenn í flokki hennar hafa gert henni lífið leitt vegna útgöngunnar úr Evrópusambandinu undanfarna mánuði og hefur fjöldi ráðherra og þingmanna sagt af sér vegna stefnu hennar um hvað taki við.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May leitar á náðir ESB Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er í erfiðri stöðu. 11. desember 2018 12:08 Corbyn ekki til í vantraust strax Leiðtogi Verkamannaflokksins leggur ekki fram vantrauststillögu fyrr en hann getur verið viss um meirihluta. Æ fleiri Íhaldsmenn snúast gegn Theresu May. Hún fór til Brussel í gær og ræddi við toppa ESB. 12. desember 2018 07:00 Allt í upplausn í Bretlandi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mætti fyrir breska þingið í gær og sagðist hafa aflýst atkvæðagreiðslu sem fram átti að fara í dag um samninginn sem náðst hefur við ESB um Brexit. 11. desember 2018 06:30 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Sjá meira
May leitar á náðir ESB Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er í erfiðri stöðu. 11. desember 2018 12:08
Corbyn ekki til í vantraust strax Leiðtogi Verkamannaflokksins leggur ekki fram vantrauststillögu fyrr en hann getur verið viss um meirihluta. Æ fleiri Íhaldsmenn snúast gegn Theresu May. Hún fór til Brussel í gær og ræddi við toppa ESB. 12. desember 2018 07:00
Allt í upplausn í Bretlandi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mætti fyrir breska þingið í gær og sagðist hafa aflýst atkvæðagreiðslu sem fram átti að fara í dag um samninginn sem náðst hefur við ESB um Brexit. 11. desember 2018 06:30