Rímnaljóð og myndlist á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. desember 2018 20:00 Rímnaljóð og myndlist fara vel saman hjá félögum í Myndlistarfélagi Árnessýslu, sem syngja ljóð um leið og málið er. Þá standa félagarnir reglulega upp frá málverkunum og syngja jólalög saman. Starfsemi Myndlistarfélags Árnessýslu fer fram í gamla Sandvíkurskólanum á Selfossi, nú Sandvíkursetri, þar sem félagsmenn hafa góða aðstöðu til að mála. Í húsinu er Gallerí þar sem hægt er að skoða myndir félagsmanna en nú eru um áttatíu félagsmenn í félaginu. Tilgangur félagsins er að stuðla að framgangi myndlistar á Suðurlandi. „Við erum með námskeið og þessar vinnustofur, sem gefa okkur mjög mikið og fólk kemur hingað til að mála, spjalla og svo fáum við oft gesti sem eru að skoða og spjalla við okkur, þetta er bara mjög gott fyrir samfélagið“, segir Gunnur Sigdís Gunnarsdóttir formaður félagsins. Ásdís Hoffritz, sem býr á Selfossi er mjög virk í Myndlistarfélagi Árnessýslu. Hér er hún með mynd í vinnslu frá Eyrarbakka.Magnús HlynurÁsdís Hoffritz hefur málað lengi, hér er hún með mynd í vinnslu frá Eyrarbakka. En hvað eru málararnir að hugsa þegar þeir eru að mála ? „Stundum hugsum við ekki neitt og stundum hugsum við heilmikið. Svo er það líka að hittast á kaffistofunni og ræða málin, gagnrýni myndirnar hjá hvort öðru og spjalla“, segir Ásdís. Gústav Þór Stolzenwald er ekki mikið að spjalla þegar hann málar því hann fer með rímnaljóð eða stemmur um leið og hann málar verk sín. „Þetta er ríma eða stemma vestan af ströndum, sem ég lærði í síðasta mánuði. Að stemma og mála í leiðinni gefur tóninn í málverkinu, það gerir það“, segir Gústav Þór. Jólaskapið ræður ríkjum hjá Myndlistarfélaginu enda er staðið reglulega upp frá myndunum sem er verið að mála og jólalög sungin. Jól Myndlist Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Rímnaljóð og myndlist fara vel saman hjá félögum í Myndlistarfélagi Árnessýslu, sem syngja ljóð um leið og málið er. Þá standa félagarnir reglulega upp frá málverkunum og syngja jólalög saman. Starfsemi Myndlistarfélags Árnessýslu fer fram í gamla Sandvíkurskólanum á Selfossi, nú Sandvíkursetri, þar sem félagsmenn hafa góða aðstöðu til að mála. Í húsinu er Gallerí þar sem hægt er að skoða myndir félagsmanna en nú eru um áttatíu félagsmenn í félaginu. Tilgangur félagsins er að stuðla að framgangi myndlistar á Suðurlandi. „Við erum með námskeið og þessar vinnustofur, sem gefa okkur mjög mikið og fólk kemur hingað til að mála, spjalla og svo fáum við oft gesti sem eru að skoða og spjalla við okkur, þetta er bara mjög gott fyrir samfélagið“, segir Gunnur Sigdís Gunnarsdóttir formaður félagsins. Ásdís Hoffritz, sem býr á Selfossi er mjög virk í Myndlistarfélagi Árnessýslu. Hér er hún með mynd í vinnslu frá Eyrarbakka.Magnús HlynurÁsdís Hoffritz hefur málað lengi, hér er hún með mynd í vinnslu frá Eyrarbakka. En hvað eru málararnir að hugsa þegar þeir eru að mála ? „Stundum hugsum við ekki neitt og stundum hugsum við heilmikið. Svo er það líka að hittast á kaffistofunni og ræða málin, gagnrýni myndirnar hjá hvort öðru og spjalla“, segir Ásdís. Gústav Þór Stolzenwald er ekki mikið að spjalla þegar hann málar því hann fer með rímnaljóð eða stemmur um leið og hann málar verk sín. „Þetta er ríma eða stemma vestan af ströndum, sem ég lærði í síðasta mánuði. Að stemma og mála í leiðinni gefur tóninn í málverkinu, það gerir það“, segir Gústav Þór. Jólaskapið ræður ríkjum hjá Myndlistarfélaginu enda er staðið reglulega upp frá myndunum sem er verið að mála og jólalög sungin.
Jól Myndlist Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira