Forseti Alþingis sáttur við haustþingið Sveinn Arnarsson skrifar 18. desember 2018 08:00 Alþingismenn lögðu fram 239 fyrirspurnir til ráðherra á haustþingi. Tæplega helmingnum, eða 103, hefur enn ekki verið svarað. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari 149. þing Alþingis var sett annan þriðjudag í septembermánuði. 45 þingfundardögum seinna er þing farið í frí á nýjan leik og kemur ekki saman fyrr en 21. janúar á næsta ári. Alls var fundað á Alþingi Íslendinga í 290 klukkustundir, eða sem samsvarar um 36 vinnudögum. Á þessum 290 klukkustundum voru lögð fram 144 lagafrumvörp í þinginu. 56 þeirra komu frá ríkisstjórn en 88 frumvörp komu frá óbreyttum þingmönnum, formönnum fastanefnda þingsins eða þingnefndum í heild. Á þessum 45 þingfundardögum voru 37 lagafrumvörp samþykkt í þinginu. Aðeins fjögur þingmannamál voru samþykkt, þar af tvö frá forseta þingsins og forsætisráðherra. Aðeins Silja Dögg Gunnarsdóttir og Birgir Ármannsson fengu sín frumvörp fram. Birgir um starfsmenn þingflokka og aðstoðarmenn formanna stjórnmálaflokka og Silja Dögg um barnalífeyri. „Við lögðum upp með að standa við starfsáætlun þingsins og það tókst. Það hefur sjaldnast tekist hin síðari ár. Einnig verður að hafa í huga að aldrei stóð þingfundur lengur en til miðnættis og það er líka ánægjuleg nýlunda,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins. „Einnig einsettum við okkur það markmið að málaskrá ráðherra myndi standast. Með því var hægt að raða málum lengra fram í tímann og þingmenn gátu því skipulagt tíma sinn betur. Því erum við mjög ánægð með hvernig til tókst.“ Önnur frumvörp óbreyttra þingmanna bíða annars vegar fyrstu umræðu í þingi eða sitja í nefndum þingsins. Eins og tíðkast mun aðeins brotabrot þessara mála koma fyrir þingið aftur til annarrar umræðu en önnur daga uppi í nefndum. Í samtölum við þingmenn undanfarna daga má merkja nokkurn létti með að vera komnir í langt jólafrí fjarri Austurvelli og þingsölunum. Starfsandinn síðustu daga eftir uppljóstrunina á Klaustri hefur að margra mati varpað svo ljótum skugga á þingið að menn hafi átt erfitt með að starfa innan þess. Þingmenn hafa sem aldrei fyrr verið iðnir við fyrirspurnir til ráðherra. Hafa 239 fyrirspurnir verið lagðar fram til svars. Af þessum fjölda hefur 15 verið svarað munnlega og 120 skriflega. Ein fyrirspurn var afturkölluð og því bíða nú 103 fyrirspurnir eftir því að vera svarað efnislega af ráðherrum í ríkisstjórn. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur verið duglegastur við fyrirspurnaskrifin og hefur sent frá sér rúmlega 30 fyrirspurnir á haustþinginu. Hér áður fyrr tíðkuðust svokallaðar utandagskrárumræður um hin og þessi mál sem þingmenn töldu brýnt að ræða. Þessi dagskrárliður hefur undanfarin ár kallast Sérstakar umræður og áttu 18 slíkar umræður sér stað á þessum 45 þingfundardögum, allt frá umræðum um stöðu iðnnáms til eignarhalds á bújörðum. 94 þingsályktunartillögur báurst þinginu og aðeins níu þeirra voru samþykktar á þinginu. Langflestar þeirra komu frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra vegna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar. 53 bíða enn umræðu, langflestar frá óbreyttum þingmönnum í þingsal. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
149. þing Alþingis var sett annan þriðjudag í septembermánuði. 45 þingfundardögum seinna er þing farið í frí á nýjan leik og kemur ekki saman fyrr en 21. janúar á næsta ári. Alls var fundað á Alþingi Íslendinga í 290 klukkustundir, eða sem samsvarar um 36 vinnudögum. Á þessum 290 klukkustundum voru lögð fram 144 lagafrumvörp í þinginu. 56 þeirra komu frá ríkisstjórn en 88 frumvörp komu frá óbreyttum þingmönnum, formönnum fastanefnda þingsins eða þingnefndum í heild. Á þessum 45 þingfundardögum voru 37 lagafrumvörp samþykkt í þinginu. Aðeins fjögur þingmannamál voru samþykkt, þar af tvö frá forseta þingsins og forsætisráðherra. Aðeins Silja Dögg Gunnarsdóttir og Birgir Ármannsson fengu sín frumvörp fram. Birgir um starfsmenn þingflokka og aðstoðarmenn formanna stjórnmálaflokka og Silja Dögg um barnalífeyri. „Við lögðum upp með að standa við starfsáætlun þingsins og það tókst. Það hefur sjaldnast tekist hin síðari ár. Einnig verður að hafa í huga að aldrei stóð þingfundur lengur en til miðnættis og það er líka ánægjuleg nýlunda,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins. „Einnig einsettum við okkur það markmið að málaskrá ráðherra myndi standast. Með því var hægt að raða málum lengra fram í tímann og þingmenn gátu því skipulagt tíma sinn betur. Því erum við mjög ánægð með hvernig til tókst.“ Önnur frumvörp óbreyttra þingmanna bíða annars vegar fyrstu umræðu í þingi eða sitja í nefndum þingsins. Eins og tíðkast mun aðeins brotabrot þessara mála koma fyrir þingið aftur til annarrar umræðu en önnur daga uppi í nefndum. Í samtölum við þingmenn undanfarna daga má merkja nokkurn létti með að vera komnir í langt jólafrí fjarri Austurvelli og þingsölunum. Starfsandinn síðustu daga eftir uppljóstrunina á Klaustri hefur að margra mati varpað svo ljótum skugga á þingið að menn hafi átt erfitt með að starfa innan þess. Þingmenn hafa sem aldrei fyrr verið iðnir við fyrirspurnir til ráðherra. Hafa 239 fyrirspurnir verið lagðar fram til svars. Af þessum fjölda hefur 15 verið svarað munnlega og 120 skriflega. Ein fyrirspurn var afturkölluð og því bíða nú 103 fyrirspurnir eftir því að vera svarað efnislega af ráðherrum í ríkisstjórn. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur verið duglegastur við fyrirspurnaskrifin og hefur sent frá sér rúmlega 30 fyrirspurnir á haustþinginu. Hér áður fyrr tíðkuðust svokallaðar utandagskrárumræður um hin og þessi mál sem þingmenn töldu brýnt að ræða. Þessi dagskrárliður hefur undanfarin ár kallast Sérstakar umræður og áttu 18 slíkar umræður sér stað á þessum 45 þingfundardögum, allt frá umræðum um stöðu iðnnáms til eignarhalds á bújörðum. 94 þingsályktunartillögur báurst þinginu og aðeins níu þeirra voru samþykktar á þinginu. Langflestar þeirra komu frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra vegna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar. 53 bíða enn umræðu, langflestar frá óbreyttum þingmönnum í þingsal.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira