Patrekur tekur við dönsku meisturunum í Skjern í júlí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2018 07:51 Patrekur Jóhannesson. Vísir/Daníel Patrekur Jóhannesson hættir með Selfoss í vor og tekur við dönsku meisturunum í Skjern en austurríska handboltasambanið tilkynnti um þetta á heimasíðu sinni í morgun. Patrekur er að taka við starfinu af Ole Nørgaard sem hefur stýrt danska liðinu frá 2012. Patrekur gerir þriggja ára samning við Skjern og tekur við liðinu þann 1. júlí næstkomandi en samningur hann við Selfoss rennur út í vor. Hann mun halda áfram að þjálfa austurríska landsliðið.ÖHB-Teamchef Patrekur Jóhannesson wird ab Juli 2019 zusätzlich zu seiner Tätigkeit als Nationalteamtrainer, den dänischen Spitzenklub und Champions League-Verein @SkjernHaandbold übernehmen! Alle Infos https://t.co/kyzkfz9zhc#HandballAustriapic.twitter.com/leL9zP4KV9 — Handball Austria (@HandballAustria) December 19, 2018Patrekur er á sínu öðru tímabili með Selfossliðið en hann hefur einnig þjálfað austurríska landsliðið frá árinu 2011. Þetta verður annað erlenda félagsliðið sem hann þjálfar en Patrekur stýrði TV Emsdetten frá 2010-11. Patrekur er 46 ára gamall og hefur verið að þjálfa handboltalið frá því að hann lagði skóna á hilluna fyrir tíu árum síðan. Ráðning Patreks er enn eitt dæmið um hversu eftirsóttir íslenskir handboltaþjálfarar eru á erlendri grundu. Skjern varð danskur meistari á síðasta tímabili undir stjórn Ole Nörgaard en það hefur ekki gengið eins vel í vetur. Skjern er eins og er í 7. sæti dönsku deildarinnar með 9 sigra og 8 töp í 17 leikjum. Skjern er líka í neðsta sæti í sínum riðli í Meistaradeildinni þegar fjórir leikir eru eftir en vann þó tvo fyrstu leikina sína á móti Celje og HK Motor. Ole Nörgaard og Henrik Kronborg þjálfa Skjern saman í vetur en Nörgaard hefur þjálfað liðið undanfarin sjö tímabil. Með Skjern spila tveir íslenskir leikmenn í dag, landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson og Tandri Már Konráðsson. Í liðinu er líka norsku línumaðurinn Bjarte Myrhol og dönsku goðsagnirnar Anders Eggert og Kasper Söndergaard sem eru þó báðir farnir að nálgast fertugsaldurinn. Thomas Mogensen snéri líka heima til Danmerkur og til Skjern í sumar eftir ellefu ár með Flensburg í þýsku deildinni. Patrekur verður ekki fyrsti íslenski þjálfarinn hjá Skjern því Aron Kristkjánsson þjálfaði liðið með Anders Dahl-Nielsen frá 2004 til 2007. Aron lék líka með liðinu og varð danskur meistari með Skjern árið 1999. Handbolti HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
Patrekur Jóhannesson hættir með Selfoss í vor og tekur við dönsku meisturunum í Skjern en austurríska handboltasambanið tilkynnti um þetta á heimasíðu sinni í morgun. Patrekur er að taka við starfinu af Ole Nørgaard sem hefur stýrt danska liðinu frá 2012. Patrekur gerir þriggja ára samning við Skjern og tekur við liðinu þann 1. júlí næstkomandi en samningur hann við Selfoss rennur út í vor. Hann mun halda áfram að þjálfa austurríska landsliðið.ÖHB-Teamchef Patrekur Jóhannesson wird ab Juli 2019 zusätzlich zu seiner Tätigkeit als Nationalteamtrainer, den dänischen Spitzenklub und Champions League-Verein @SkjernHaandbold übernehmen! Alle Infos https://t.co/kyzkfz9zhc#HandballAustriapic.twitter.com/leL9zP4KV9 — Handball Austria (@HandballAustria) December 19, 2018Patrekur er á sínu öðru tímabili með Selfossliðið en hann hefur einnig þjálfað austurríska landsliðið frá árinu 2011. Þetta verður annað erlenda félagsliðið sem hann þjálfar en Patrekur stýrði TV Emsdetten frá 2010-11. Patrekur er 46 ára gamall og hefur verið að þjálfa handboltalið frá því að hann lagði skóna á hilluna fyrir tíu árum síðan. Ráðning Patreks er enn eitt dæmið um hversu eftirsóttir íslenskir handboltaþjálfarar eru á erlendri grundu. Skjern varð danskur meistari á síðasta tímabili undir stjórn Ole Nörgaard en það hefur ekki gengið eins vel í vetur. Skjern er eins og er í 7. sæti dönsku deildarinnar með 9 sigra og 8 töp í 17 leikjum. Skjern er líka í neðsta sæti í sínum riðli í Meistaradeildinni þegar fjórir leikir eru eftir en vann þó tvo fyrstu leikina sína á móti Celje og HK Motor. Ole Nörgaard og Henrik Kronborg þjálfa Skjern saman í vetur en Nörgaard hefur þjálfað liðið undanfarin sjö tímabil. Með Skjern spila tveir íslenskir leikmenn í dag, landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson og Tandri Már Konráðsson. Í liðinu er líka norsku línumaðurinn Bjarte Myrhol og dönsku goðsagnirnar Anders Eggert og Kasper Söndergaard sem eru þó báðir farnir að nálgast fertugsaldurinn. Thomas Mogensen snéri líka heima til Danmerkur og til Skjern í sumar eftir ellefu ár með Flensburg í þýsku deildinni. Patrekur verður ekki fyrsti íslenski þjálfarinn hjá Skjern því Aron Kristkjánsson þjálfaði liðið með Anders Dahl-Nielsen frá 2004 til 2007. Aron lék líka með liðinu og varð danskur meistari með Skjern árið 1999.
Handbolti HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn
Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn