Skrýtnast hvernig jörðin hélt bara áfram að snúast Stefán Árni Pálsson skrifar 3. desember 2018 15:30 Aron Már Ólafsson kallar sig AronMola á samfélagsmiðlum. Hann opnar sig í þættinum Íslandi í dag í kvöld. „Daginn eftir þá heldur allt umhverfið í kringum þig áfram að gera nákvæmlega það sama og í gær. Jörðin heldur áfram að snúast og það er það skrýtnasta sem þú lendir í þegar þú missir einhvern. Maður upplifir eins og allir ættu bara að koma að hlúa að manni eða gráta með þér, en það er bara ekki þannig.“ Þetta segir samfélagsmiðlastjarnan og leikarinn Aron Már Ólafsson, en rúm sjö ár eru nú liðin síðan hann missti fimm ára gamla systur sína, Evu Lynn, í slysi við sumarbústað á Suðurlandi. Hann segir að maður jafni sig aldrei almennilega á slíku áfalli, en læri frekar að lifa með því. Hann barðist lengi við tilfinningar sínar eftir áfallið, byrgði þær inni, notaði áfengi og vímuefni til að sefa sársaukann og á hann leituðu sjálfsskaðandi hugsanir.Sjá einnig: Lést af slysförum við HelluEkki hægt að „halda í sér skítnum“ Það liðu meira en tvö ár þar til Aron ákvað að leita sér aðstoðar hjá sálfræðingi, eitthvað sem hann hafði lengi haft litla trú á. Aftur á móti hafi það gjörbreytt allri sinni líðan að tala upphátt um tilfinningarnar. Þannig sé jafn mikilvægt að rækta andlegu hliðina eins og að sinna líkamlegum kvillum. „Þetta er ekkert annað en bara grunntilfinningar. Grunntilfinningar eru bara nákvæmlega að það sama og grunnþarfir. Ef þú ætlar bara að halda í þér skítnum í þrjá, fjóra mánuði og segja engum frá því, bara sleppa því að kúka, þá vil ég ekki ímynda mér hvað gerist. Það er bara beint upp á slysó og það þarf að þræða eitthvað, þú verður bara fárveikur.“Réðust á garðinn þar sem hann er lægstur Þessu vilja Aron og unnustan hans Hildur Skúladóttir, sem nýlega eignuðust fyrsta barn, koma til skila í nýrri barnabók um björninn Tilfinninga-Blæ. Bókina gefa þau út ásamt félaga sínum Orra Gunnlaugssyni, en saman mynda þau góðgerðasamtökin Allir gráta – sem láta allan ágóða af starfsemi sinni renna í verkefni til að bæta tilfinningavitund og líðan ungs fólks. Bókinni er ætlað að ná til tveggja til átta ára gamalla barna, en Aron segir aldrei of seint að byrja að ræða þessi mál við börn - og hefði sjálfur viljað fá slíka fræðslu miklu fyrr. „Við vildum bara ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur,“ segir Aron. Rætt verður við Aron Má og litið í heimsókn til ungu fjölskyldunnar á Hringbraut í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Ísland í dag Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Sjá meira
„Daginn eftir þá heldur allt umhverfið í kringum þig áfram að gera nákvæmlega það sama og í gær. Jörðin heldur áfram að snúast og það er það skrýtnasta sem þú lendir í þegar þú missir einhvern. Maður upplifir eins og allir ættu bara að koma að hlúa að manni eða gráta með þér, en það er bara ekki þannig.“ Þetta segir samfélagsmiðlastjarnan og leikarinn Aron Már Ólafsson, en rúm sjö ár eru nú liðin síðan hann missti fimm ára gamla systur sína, Evu Lynn, í slysi við sumarbústað á Suðurlandi. Hann segir að maður jafni sig aldrei almennilega á slíku áfalli, en læri frekar að lifa með því. Hann barðist lengi við tilfinningar sínar eftir áfallið, byrgði þær inni, notaði áfengi og vímuefni til að sefa sársaukann og á hann leituðu sjálfsskaðandi hugsanir.Sjá einnig: Lést af slysförum við HelluEkki hægt að „halda í sér skítnum“ Það liðu meira en tvö ár þar til Aron ákvað að leita sér aðstoðar hjá sálfræðingi, eitthvað sem hann hafði lengi haft litla trú á. Aftur á móti hafi það gjörbreytt allri sinni líðan að tala upphátt um tilfinningarnar. Þannig sé jafn mikilvægt að rækta andlegu hliðina eins og að sinna líkamlegum kvillum. „Þetta er ekkert annað en bara grunntilfinningar. Grunntilfinningar eru bara nákvæmlega að það sama og grunnþarfir. Ef þú ætlar bara að halda í þér skítnum í þrjá, fjóra mánuði og segja engum frá því, bara sleppa því að kúka, þá vil ég ekki ímynda mér hvað gerist. Það er bara beint upp á slysó og það þarf að þræða eitthvað, þú verður bara fárveikur.“Réðust á garðinn þar sem hann er lægstur Þessu vilja Aron og unnustan hans Hildur Skúladóttir, sem nýlega eignuðust fyrsta barn, koma til skila í nýrri barnabók um björninn Tilfinninga-Blæ. Bókina gefa þau út ásamt félaga sínum Orra Gunnlaugssyni, en saman mynda þau góðgerðasamtökin Allir gráta – sem láta allan ágóða af starfsemi sinni renna í verkefni til að bæta tilfinningavitund og líðan ungs fólks. Bókinni er ætlað að ná til tveggja til átta ára gamalla barna, en Aron segir aldrei of seint að byrja að ræða þessi mál við börn - og hefði sjálfur viljað fá slíka fræðslu miklu fyrr. „Við vildum bara ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur,“ segir Aron. Rætt verður við Aron Má og litið í heimsókn til ungu fjölskyldunnar á Hringbraut í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir.
Ísland í dag Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Sjá meira