Rétt að manna stöður áður en byggt er upp Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. nóvember 2018 07:00 Lagst verður í mikla uppbyggingu næstu fimm ár, nýir og stærri leikskólar verða byggðir og ungbarnadeildum fjölgað til muna. Fréttablaðið/vilhelm Borgin mun verja rúmlega milljarði á ári næstu fimm ár til uppbyggingar á leikskólum. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði telur að með því sé byrjað á öfugum enda og réttara sé að tryggja mönnun núverandi leikskóla áður en uppbygging hefst. Formaður Brúum bilið, stýrihóps um uppbygginguna, segir mönnunarvandann nánast úr sögunni. Skipað var í Brúum bilið vorið 2016 en verkefni hópsins var að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Samkvæmt niðurstöðum hópsins verður rýmum fjölgað um allt að 750 til að tryggja að ársgömlum börnum pláss á leikskóla fyrir lok 2023. Fimm nýir leikskólar verða byggðir og byggt við leikskóla þar sem eftirspurn er mikil. Þá verða sérstakar ungbarnadeildir settar á fót við borgarrekna leikskóla sem hafa fjórar deildir eða fleiri. Sem stendur falla 46 leikskólar í þann flokk. Að endingu er stefnt að því að nýju leikskólarnir verði stærri en þeir sem fyrir eru. Meðalfjöldi á leikskóla nú er 91 barn en með nýju skólunum er miðað að því að 120 til 200 börn verði undir sama þaki. „Þetta hefur verið hörkuvinna unnin í ágætri þverpólitískri sátt. Þetta er söguleg uppbygging sem miðar að því að ljúka leikskólabyltingu sem hófst fyrir um aldarfjórðungi,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs og Brúum bilið. „Ég tel að það sé svolítið verið að byrja á öfugum enda þar sem við erum enn með biðlista. Í sumar voru send út bréf til barna um stöðu á biðlista og það eru ekki öll börn enn komin á leikskóla. Við ættum að byrja að leysa mönnunarvanda áður en við förum að koma fleiri börnum inn á skólana,“ segir Valgerður Sigurðardóttur, borgarfulltrúi Sjálfsstæðisflokksins og fulltrúi í skóla- og frístundaráði. Skúli segir hins vegar að mikið hafi áunnist í þeim málum og staðan nú sé helmingi betri en í fyrra. Aðeins séu um tíu börn sem ekki séu komin með pláss eða dagsetningu á því hvenær pláss fæst. „Það eru helmingi færri ómannaðar stöður sem rekja má til þeirra aðgerða sem borgin hefur gripið til til þess að bæta vinnuumhverfi leikskóla. Við höfum varið um milljarði til þess. Að meðaltali vantar um hálft stöðugildi á leikskólana. Það er varla mannekla heldur eðlileg starfsmannavelta,“ segir Skúli. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Borgin mun verja rúmlega milljarði á ári næstu fimm ár til uppbyggingar á leikskólum. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði telur að með því sé byrjað á öfugum enda og réttara sé að tryggja mönnun núverandi leikskóla áður en uppbygging hefst. Formaður Brúum bilið, stýrihóps um uppbygginguna, segir mönnunarvandann nánast úr sögunni. Skipað var í Brúum bilið vorið 2016 en verkefni hópsins var að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Samkvæmt niðurstöðum hópsins verður rýmum fjölgað um allt að 750 til að tryggja að ársgömlum börnum pláss á leikskóla fyrir lok 2023. Fimm nýir leikskólar verða byggðir og byggt við leikskóla þar sem eftirspurn er mikil. Þá verða sérstakar ungbarnadeildir settar á fót við borgarrekna leikskóla sem hafa fjórar deildir eða fleiri. Sem stendur falla 46 leikskólar í þann flokk. Að endingu er stefnt að því að nýju leikskólarnir verði stærri en þeir sem fyrir eru. Meðalfjöldi á leikskóla nú er 91 barn en með nýju skólunum er miðað að því að 120 til 200 börn verði undir sama þaki. „Þetta hefur verið hörkuvinna unnin í ágætri þverpólitískri sátt. Þetta er söguleg uppbygging sem miðar að því að ljúka leikskólabyltingu sem hófst fyrir um aldarfjórðungi,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs og Brúum bilið. „Ég tel að það sé svolítið verið að byrja á öfugum enda þar sem við erum enn með biðlista. Í sumar voru send út bréf til barna um stöðu á biðlista og það eru ekki öll börn enn komin á leikskóla. Við ættum að byrja að leysa mönnunarvanda áður en við förum að koma fleiri börnum inn á skólana,“ segir Valgerður Sigurðardóttur, borgarfulltrúi Sjálfsstæðisflokksins og fulltrúi í skóla- og frístundaráði. Skúli segir hins vegar að mikið hafi áunnist í þeim málum og staðan nú sé helmingi betri en í fyrra. Aðeins séu um tíu börn sem ekki séu komin með pláss eða dagsetningu á því hvenær pláss fæst. „Það eru helmingi færri ómannaðar stöður sem rekja má til þeirra aðgerða sem borgin hefur gripið til til þess að bæta vinnuumhverfi leikskóla. Við höfum varið um milljarði til þess. Að meðaltali vantar um hálft stöðugildi á leikskólana. Það er varla mannekla heldur eðlileg starfsmannavelta,“ segir Skúli.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira