Viðurkennum fíknivandann og tækifærin til úrbóta Egill Þór Jónsson skrifar 20. nóvember 2018 07:00 Í dag, 20. nóvember, mun ég f.h. Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur flytja tillögu á borgarstjórnarfundi um að auka fjármagn til SÁÁ vegna skorts á stuðningi og úrræðum fyrir ákveðna hópa með fíknivanda. Um er ræða 140 milljóna króna aukningu á framlagi borgarinnar til samtakanna. Til að fjármagna tillöguna leggjum við til að skorið verði niður í miðlægri stjórnsýslu Reykjavíkur en rekstrarkostnaður þar hljóðar upp á rúma 5,8 milljarða króna. Tillagan felur í sér:a. Búsetu og meðferðarúrræði fyrir tíu konur með alvarlega fíknisjúkdóma.b. Stuðning og sálfræðiþjónustu við börn á aldrinum 8-18 sem eru aðstandendur fólks með fíknisjúkdóm, auk sérhæfðs stuðnings með áherslu á foreldrafærni í þeirri viðleitni að styðja foreldra til bata.c. Þjónustu við einstaklinga 25 ára og yngri sem eiga í áfengis- og fíknivanda.d. Sérhæfðri eftirfylgni og stuðningsþjónustu við einstaklinga á aldrinum 50-75 ára með langvarandi fíknivanda.Kominn tími til að jafna hlut kynjanna Í fyrsta lagi er mikilvægt að jafna hlut kynjanna hvað varðar búsetúrræði fyrir konur í fíknivanda. Reykjavíkurborg tekur þátt í rekstri sambærilegs úrræðis fyrir karlmenn í samstarfi við SÁÁ og félagsmálaráðuneytið en ekki er neitt slíkt úrræði að finna fyrir konur. Sterkir innviðir og sérfræðiþekking SÁÁ mun koma til með að nýtast vel við að koma slíku úrræði á laggirnar hið fyrsta og hjálpa konunum að lifa án vímuefna. Í anna stað þarf að veita foreldrum með fíknivanda meiri þjónustu í formi fræðslu og eftirfylgni að lokinni meðferð, um leið og hlúa þarf að börnum foreldra með fíknivanda. Í þriðja lagi er nauðsynlegt að auka þjónusta við einstaklinga 25 ára og yngri í formi snemmíhlutunar en meðferðar og eftirfylgni gæti dregið úr líkum á að ungir einstaklingar þrói með sér fíknisjúkdóm. Enn fremur gæti eftirfylgni eftir meðferð hjálpað fólki með fíknivanda út í lífið á ný án vímuefna. Í fjórða og síðasta lagi er nauðsynlegt að auka þjónusta við einstaklinga með langvarandi fíknisjúkdóma á aldrinum 50-75 ára. Sú þjónusta kallar á yfirgripsmikla stuðningsþjónustu vegna aldurstengdra viðfangsefna á sviði félagslegrar stöðu og líkamlegra kvilla. Með markvissri eftirfylgni að lokinni meðferð er þjónusta sem vinnur gegn einangrun, stuðlar að virkni og veitir aðstoð við lífsstílsbreytingar án vímuefna skref í rétta átt.Viðurkenning á breyttu samfélagsmynstri Sóknarfæri borgarinnar felast í að auka þjónustu fyrir Reykvíkinga með víðtækari félagslegri þjónustu við viðkvæma hópa samfélagsins. Það verði gert með því að vinna markvisst að forvarnarstarfi og snemmíhlutun þeirra sem eru í áhættuhóp. Þá er ekki síður mikilvægt að stuðla að markvissri vinnu og eftirfylgni einstaklinga að lokinni meðferð til að hjálpa þeim aftur út í lífið án vímuefna. Ávinningur aukinnar þjónustu er ekki aðeins samfélaginu til heilla, heldur væri það viðurkenning á breyttu samfélagsmynstri síðustu ára. Fjárhagslegur ávinningur fyrir samfélagið er mikill ef til tekst að koma í veg fyrir hvers konar neyslu vímuefna. Algengar tölur sem nefndar eru í því samhengi er að hver króna sem lögð er í meðferðarstarf er fengin sjö sinnum til baka. Þó er hlutfall þeirra sem þurfa á endurinnlögn að halda nokkuð hátt. Þjónusta við ofangreinda hópa gæti fækkað endurkomum í meðferðir og komið í veg fyrir að fólk myndi þróa með sér fíknisjúkdóm. Samfélagslegur ávinningur þess að fólk haldi virkni í samfélaginu er oft á tíðum vanmetin. Iðulega er horft á kostnaðinn við að koma fólki aftur til virkni en allt of sjaldan er litið til ávinningsins. Sem dæmi má nefna Virk starfsendurhæfingu, en árið 2016 var rekstrarkostnaður starfseminnar 2,4 milljarðar en ávinningur af starfseminni metinn á 13,6 milljarða.Þjóðhagslegur kostnaður er 75 – 80 milljarðar Þegar horft er til annara upplýsinga um kostnað samfélagsins vegna fíknivandans komu sláandi niðurstöður í ljós í meistararitgerð Ara Matthíassonar frá árinu 2010 um þjóðhagslega byrgði áfengis- og vímuefnanotkunar. Reyndist þjóðhagslegur kostnaður þess vera 46-49 milljarðar króna árið 2008 að undanskildum kostnaði við ótímabær dauðsföll. Ef þær fjárhæðir eru færðar yfir á verðlag dagsins í dag eru það u.þ.b. 75 – 80 milljarðar, auk þess sem vandinn hefur aukist. Fólk með fíknivanda og fjölskyldur þeirra eiga skilið að stjórnvöld viðurkenni alvarleika málsins. Verði tillagan samþykkt er hægt að nýta sérfræðiþekkingu, innviði og reynslu SÁÁ til margra ára og koma þessum tillögum í framkvæmd hið fyrsta. Enda ríkir mikill vilji af þeirra hálfu til aukins samstarfs við Reykjavíkurborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Egill Þór Jónsson Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 20. nóvember, mun ég f.h. Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur flytja tillögu á borgarstjórnarfundi um að auka fjármagn til SÁÁ vegna skorts á stuðningi og úrræðum fyrir ákveðna hópa með fíknivanda. Um er ræða 140 milljóna króna aukningu á framlagi borgarinnar til samtakanna. Til að fjármagna tillöguna leggjum við til að skorið verði niður í miðlægri stjórnsýslu Reykjavíkur en rekstrarkostnaður þar hljóðar upp á rúma 5,8 milljarða króna. Tillagan felur í sér:a. Búsetu og meðferðarúrræði fyrir tíu konur með alvarlega fíknisjúkdóma.b. Stuðning og sálfræðiþjónustu við börn á aldrinum 8-18 sem eru aðstandendur fólks með fíknisjúkdóm, auk sérhæfðs stuðnings með áherslu á foreldrafærni í þeirri viðleitni að styðja foreldra til bata.c. Þjónustu við einstaklinga 25 ára og yngri sem eiga í áfengis- og fíknivanda.d. Sérhæfðri eftirfylgni og stuðningsþjónustu við einstaklinga á aldrinum 50-75 ára með langvarandi fíknivanda.Kominn tími til að jafna hlut kynjanna Í fyrsta lagi er mikilvægt að jafna hlut kynjanna hvað varðar búsetúrræði fyrir konur í fíknivanda. Reykjavíkurborg tekur þátt í rekstri sambærilegs úrræðis fyrir karlmenn í samstarfi við SÁÁ og félagsmálaráðuneytið en ekki er neitt slíkt úrræði að finna fyrir konur. Sterkir innviðir og sérfræðiþekking SÁÁ mun koma til með að nýtast vel við að koma slíku úrræði á laggirnar hið fyrsta og hjálpa konunum að lifa án vímuefna. Í anna stað þarf að veita foreldrum með fíknivanda meiri þjónustu í formi fræðslu og eftirfylgni að lokinni meðferð, um leið og hlúa þarf að börnum foreldra með fíknivanda. Í þriðja lagi er nauðsynlegt að auka þjónusta við einstaklinga 25 ára og yngri í formi snemmíhlutunar en meðferðar og eftirfylgni gæti dregið úr líkum á að ungir einstaklingar þrói með sér fíknisjúkdóm. Enn fremur gæti eftirfylgni eftir meðferð hjálpað fólki með fíknivanda út í lífið á ný án vímuefna. Í fjórða og síðasta lagi er nauðsynlegt að auka þjónusta við einstaklinga með langvarandi fíknisjúkdóma á aldrinum 50-75 ára. Sú þjónusta kallar á yfirgripsmikla stuðningsþjónustu vegna aldurstengdra viðfangsefna á sviði félagslegrar stöðu og líkamlegra kvilla. Með markvissri eftirfylgni að lokinni meðferð er þjónusta sem vinnur gegn einangrun, stuðlar að virkni og veitir aðstoð við lífsstílsbreytingar án vímuefna skref í rétta átt.Viðurkenning á breyttu samfélagsmynstri Sóknarfæri borgarinnar felast í að auka þjónustu fyrir Reykvíkinga með víðtækari félagslegri þjónustu við viðkvæma hópa samfélagsins. Það verði gert með því að vinna markvisst að forvarnarstarfi og snemmíhlutun þeirra sem eru í áhættuhóp. Þá er ekki síður mikilvægt að stuðla að markvissri vinnu og eftirfylgni einstaklinga að lokinni meðferð til að hjálpa þeim aftur út í lífið án vímuefna. Ávinningur aukinnar þjónustu er ekki aðeins samfélaginu til heilla, heldur væri það viðurkenning á breyttu samfélagsmynstri síðustu ára. Fjárhagslegur ávinningur fyrir samfélagið er mikill ef til tekst að koma í veg fyrir hvers konar neyslu vímuefna. Algengar tölur sem nefndar eru í því samhengi er að hver króna sem lögð er í meðferðarstarf er fengin sjö sinnum til baka. Þó er hlutfall þeirra sem þurfa á endurinnlögn að halda nokkuð hátt. Þjónusta við ofangreinda hópa gæti fækkað endurkomum í meðferðir og komið í veg fyrir að fólk myndi þróa með sér fíknisjúkdóm. Samfélagslegur ávinningur þess að fólk haldi virkni í samfélaginu er oft á tíðum vanmetin. Iðulega er horft á kostnaðinn við að koma fólki aftur til virkni en allt of sjaldan er litið til ávinningsins. Sem dæmi má nefna Virk starfsendurhæfingu, en árið 2016 var rekstrarkostnaður starfseminnar 2,4 milljarðar en ávinningur af starfseminni metinn á 13,6 milljarða.Þjóðhagslegur kostnaður er 75 – 80 milljarðar Þegar horft er til annara upplýsinga um kostnað samfélagsins vegna fíknivandans komu sláandi niðurstöður í ljós í meistararitgerð Ara Matthíassonar frá árinu 2010 um þjóðhagslega byrgði áfengis- og vímuefnanotkunar. Reyndist þjóðhagslegur kostnaður þess vera 46-49 milljarðar króna árið 2008 að undanskildum kostnaði við ótímabær dauðsföll. Ef þær fjárhæðir eru færðar yfir á verðlag dagsins í dag eru það u.þ.b. 75 – 80 milljarðar, auk þess sem vandinn hefur aukist. Fólk með fíknivanda og fjölskyldur þeirra eiga skilið að stjórnvöld viðurkenni alvarleika málsins. Verði tillagan samþykkt er hægt að nýta sérfræðiþekkingu, innviði og reynslu SÁÁ til margra ára og koma þessum tillögum í framkvæmd hið fyrsta. Enda ríkir mikill vilji af þeirra hálfu til aukins samstarfs við Reykjavíkurborg.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun