Greina frá viðbrögðum vegna fjárlagabrota Ítala Atli Ísleifsson skrifar 21. nóvember 2018 09:13 Guiseppe Conte tók við embætti forsætisráðherra Ítalíu í sumar. Getty/Sean Gallup Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun í dag greina frá hvort sambandið muni beita ítölskum stjórnvöldum refsiaðgerðum vegna brota þeirra á reglum þegar kemur að fjárlögum næsta árs. Ítalir hafa til þessa skellt skollaeyrum við ábendingum ESB um að gera breytingar á fjárlagafrumvarpinu til að draga úr hallanum. Ítalíustjórn hafði frest fram í síðustu viku til að gera verulegar breytingar á fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2019, en líkt og búist var við réðust stjórnvöld einungis í smávægilegar breytingar á frumvarpinu. Fólust þær í að Ítalíustjórn sagðist reiðubúin að selja ríkiseignir, verði fjárlagahalli næsta árs meiri en áætlað var.Brýtur í bága við ESB-reglur Fjárlagafrumvarp ítölsku ríkisstjórnarinnar, sem kynnt var í haust, brýtur í bága við þær fjárlagareglur sem ESB setur aðildarríkjum sínum. Samsteypustjórn forsætisráðherrans Guiseppe Conte tók við völdum í byrjun síðasta sumars og samanstendur meðal annars af Fimmstjörnuhreyfingunni, sem kveðst berjast „gegn kerfinu“, og þjóðernisflokknum Bandalaginu. Ítalíustjórn hefur vísað til þess að önnur aðildarríki hafi áður gerst brotleg, skuldir þeirra of miklar. Benda þau á að stjórnvöld í Frakklandi og Þýskalandi, sem saki nú Ítali um að gerast brotlegir verið reglur sambandsins, hafi sjálf gerst brotleg við reglur.Langvarandi vandi Framkvæmdastjórnin hefur hins vegar svarað því til að fjárhagsvandræði Ítalíu hafi verið langvarandi og að Ítalía hafi þegar notið fjárhagslegra tilslakana af hálfu sambandsins, einfaldlega „þar sem Ítalía er Ítalía“, eins og Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnarinnar, komst að orði. Juncker segir að ástæða aðgerðanna af hálfu ESB gagnvart Ítalíu séu ekki ríkisskuldirnar í sjálfu sér eða fjárlagahalli næsta árs, heldur sambland af báðu. Útgjöldin séu einfaldlega of mikil í frumvarpinu. Framkvæmdastjórnin hefur samkvæmt reglum sambandsins möguleika á að stórauka eftirliti með ítölskum ríkisfjármálum og jafnvel sekta Ítalíustjórn um háar fjárhæðir. Evrópusambandið Ítalía Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Fleiri fréttir Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun í dag greina frá hvort sambandið muni beita ítölskum stjórnvöldum refsiaðgerðum vegna brota þeirra á reglum þegar kemur að fjárlögum næsta árs. Ítalir hafa til þessa skellt skollaeyrum við ábendingum ESB um að gera breytingar á fjárlagafrumvarpinu til að draga úr hallanum. Ítalíustjórn hafði frest fram í síðustu viku til að gera verulegar breytingar á fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2019, en líkt og búist var við réðust stjórnvöld einungis í smávægilegar breytingar á frumvarpinu. Fólust þær í að Ítalíustjórn sagðist reiðubúin að selja ríkiseignir, verði fjárlagahalli næsta árs meiri en áætlað var.Brýtur í bága við ESB-reglur Fjárlagafrumvarp ítölsku ríkisstjórnarinnar, sem kynnt var í haust, brýtur í bága við þær fjárlagareglur sem ESB setur aðildarríkjum sínum. Samsteypustjórn forsætisráðherrans Guiseppe Conte tók við völdum í byrjun síðasta sumars og samanstendur meðal annars af Fimmstjörnuhreyfingunni, sem kveðst berjast „gegn kerfinu“, og þjóðernisflokknum Bandalaginu. Ítalíustjórn hefur vísað til þess að önnur aðildarríki hafi áður gerst brotleg, skuldir þeirra of miklar. Benda þau á að stjórnvöld í Frakklandi og Þýskalandi, sem saki nú Ítali um að gerast brotlegir verið reglur sambandsins, hafi sjálf gerst brotleg við reglur.Langvarandi vandi Framkvæmdastjórnin hefur hins vegar svarað því til að fjárhagsvandræði Ítalíu hafi verið langvarandi og að Ítalía hafi þegar notið fjárhagslegra tilslakana af hálfu sambandsins, einfaldlega „þar sem Ítalía er Ítalía“, eins og Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnarinnar, komst að orði. Juncker segir að ástæða aðgerðanna af hálfu ESB gagnvart Ítalíu séu ekki ríkisskuldirnar í sjálfu sér eða fjárlagahalli næsta árs, heldur sambland af báðu. Útgjöldin séu einfaldlega of mikil í frumvarpinu. Framkvæmdastjórnin hefur samkvæmt reglum sambandsins möguleika á að stórauka eftirliti með ítölskum ríkisfjármálum og jafnvel sekta Ítalíustjórn um háar fjárhæðir.
Evrópusambandið Ítalía Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Fleiri fréttir Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Sjá meira