Börn niður í 11 ára fengið óumbeðnar typpamyndir Stefán Árni Pálsson skrifar 21. nóvember 2018 15:30 Sólborg Guðbrandsdóttir heldur utan um Instagram vefinn Fávitar Fjölmörg dæmi eru um að börn, þá sérstaklega stúlkur, fái sendar óumbeðnar kynfæramyndir, brenglaða hugaróra og hótanir um ofbeldi á samfélagsmiðlum. Þetta segir Sólborg Guðbrandsdóttir sem heldur utan um Instagram vefinn Fávitar, en þar birtir hún skjáskot af skilaboðum sem þolendur hins stafræna kynferðisofbeldis senda henni. Á síðunni má finna yfir 400 slík skjáskot og eru mörg skilaboðanna gríðarlega gróf.Fékk sjálf skilaboð fjórtán ára gömul Sólborg byrjaði verkefnið í fyrra og setti í fyrstu aðallega inn skilaboð sem hún hafði fengið sjálf í gegnum tíðina, en henni hafa reglulega borist slík óviðurkvæmileg skilaboð allt frá því hún var fjórtán ára gömul. Síðan vakti fljótt mikla athygli, en undanfarnar vikur hefur fylgjendafjöldinn tvöfaldast og er kominn yfir fjórtán þúsund manns. Kveðst hún fá á annan tug skjáskota sendan á hverjum degi og er samsetning þeirra sem verða fyrir ofbeldinu fjölbreytt. Oftast séu það þó stelpur.„Yngsta stelpan sem hefur sent mér skjáskot er ellefu ára. Hún var að fá óumbeðnar typpamyndir frá einhverjum kalli úti í bæ,“ segir Sólborg.Hótanir um nauðganir mest sláandi Skilaboðin eru send á ýmsum miðlum, en þó sérstaklega á Instagram, Facebook og Snapchat að sögn Sólborgar. Hún segist að einhverju leyti orðin ónæm fyrir því hve hryllilegt það sé að hrærast í kringum slíkt á hverjum degi, en hótanir um nauðganir, sem hún sjái reglulega, slái hana líklega hvað mest. „Mér finnst bara erfitt að segja það upphátt því þetta eru svo viðbjóðsleg skilaboð, en talandi um allar holur á kvenmönnum og alls konar svona viðbjóður. En þetta er kannski bara sex-isminn sem maður sér í klámi og hvernig karlar ráða öllu þar.“ Rætt verður við Sólborgu í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Þar verður m.a. farið yfir verkefnið, skilaboðin, tilfinninguna sem fylgir því að fá slíkan ófögnuð í innhólfið og hvers vegna hún kýs að nafngreina ekki gerendur á síðunni. View this post on Instagram#favitar A post shared by Fávitar (@favitar) on Nov 12, 2018 at 6:40am PST View this post on Instagram@logreglan Er svona taktík til kúgunar ekki ólögleg? Hvað er hægt að gera í svona aðstæðum? #favitar A post shared by Fávitar (@favitar) on Nov 11, 2018 at 6:35am PST Kynferðisofbeldi Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
Fjölmörg dæmi eru um að börn, þá sérstaklega stúlkur, fái sendar óumbeðnar kynfæramyndir, brenglaða hugaróra og hótanir um ofbeldi á samfélagsmiðlum. Þetta segir Sólborg Guðbrandsdóttir sem heldur utan um Instagram vefinn Fávitar, en þar birtir hún skjáskot af skilaboðum sem þolendur hins stafræna kynferðisofbeldis senda henni. Á síðunni má finna yfir 400 slík skjáskot og eru mörg skilaboðanna gríðarlega gróf.Fékk sjálf skilaboð fjórtán ára gömul Sólborg byrjaði verkefnið í fyrra og setti í fyrstu aðallega inn skilaboð sem hún hafði fengið sjálf í gegnum tíðina, en henni hafa reglulega borist slík óviðurkvæmileg skilaboð allt frá því hún var fjórtán ára gömul. Síðan vakti fljótt mikla athygli, en undanfarnar vikur hefur fylgjendafjöldinn tvöfaldast og er kominn yfir fjórtán þúsund manns. Kveðst hún fá á annan tug skjáskota sendan á hverjum degi og er samsetning þeirra sem verða fyrir ofbeldinu fjölbreytt. Oftast séu það þó stelpur.„Yngsta stelpan sem hefur sent mér skjáskot er ellefu ára. Hún var að fá óumbeðnar typpamyndir frá einhverjum kalli úti í bæ,“ segir Sólborg.Hótanir um nauðganir mest sláandi Skilaboðin eru send á ýmsum miðlum, en þó sérstaklega á Instagram, Facebook og Snapchat að sögn Sólborgar. Hún segist að einhverju leyti orðin ónæm fyrir því hve hryllilegt það sé að hrærast í kringum slíkt á hverjum degi, en hótanir um nauðganir, sem hún sjái reglulega, slái hana líklega hvað mest. „Mér finnst bara erfitt að segja það upphátt því þetta eru svo viðbjóðsleg skilaboð, en talandi um allar holur á kvenmönnum og alls konar svona viðbjóður. En þetta er kannski bara sex-isminn sem maður sér í klámi og hvernig karlar ráða öllu þar.“ Rætt verður við Sólborgu í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Þar verður m.a. farið yfir verkefnið, skilaboðin, tilfinninguna sem fylgir því að fá slíkan ófögnuð í innhólfið og hvers vegna hún kýs að nafngreina ekki gerendur á síðunni. View this post on Instagram#favitar A post shared by Fávitar (@favitar) on Nov 12, 2018 at 6:40am PST View this post on Instagram@logreglan Er svona taktík til kúgunar ekki ólögleg? Hvað er hægt að gera í svona aðstæðum? #favitar A post shared by Fávitar (@favitar) on Nov 11, 2018 at 6:35am PST
Kynferðisofbeldi Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira