Börn niður í 11 ára fengið óumbeðnar typpamyndir Stefán Árni Pálsson skrifar 21. nóvember 2018 15:30 Sólborg Guðbrandsdóttir heldur utan um Instagram vefinn Fávitar Fjölmörg dæmi eru um að börn, þá sérstaklega stúlkur, fái sendar óumbeðnar kynfæramyndir, brenglaða hugaróra og hótanir um ofbeldi á samfélagsmiðlum. Þetta segir Sólborg Guðbrandsdóttir sem heldur utan um Instagram vefinn Fávitar, en þar birtir hún skjáskot af skilaboðum sem þolendur hins stafræna kynferðisofbeldis senda henni. Á síðunni má finna yfir 400 slík skjáskot og eru mörg skilaboðanna gríðarlega gróf.Fékk sjálf skilaboð fjórtán ára gömul Sólborg byrjaði verkefnið í fyrra og setti í fyrstu aðallega inn skilaboð sem hún hafði fengið sjálf í gegnum tíðina, en henni hafa reglulega borist slík óviðurkvæmileg skilaboð allt frá því hún var fjórtán ára gömul. Síðan vakti fljótt mikla athygli, en undanfarnar vikur hefur fylgjendafjöldinn tvöfaldast og er kominn yfir fjórtán þúsund manns. Kveðst hún fá á annan tug skjáskota sendan á hverjum degi og er samsetning þeirra sem verða fyrir ofbeldinu fjölbreytt. Oftast séu það þó stelpur.„Yngsta stelpan sem hefur sent mér skjáskot er ellefu ára. Hún var að fá óumbeðnar typpamyndir frá einhverjum kalli úti í bæ,“ segir Sólborg.Hótanir um nauðganir mest sláandi Skilaboðin eru send á ýmsum miðlum, en þó sérstaklega á Instagram, Facebook og Snapchat að sögn Sólborgar. Hún segist að einhverju leyti orðin ónæm fyrir því hve hryllilegt það sé að hrærast í kringum slíkt á hverjum degi, en hótanir um nauðganir, sem hún sjái reglulega, slái hana líklega hvað mest. „Mér finnst bara erfitt að segja það upphátt því þetta eru svo viðbjóðsleg skilaboð, en talandi um allar holur á kvenmönnum og alls konar svona viðbjóður. En þetta er kannski bara sex-isminn sem maður sér í klámi og hvernig karlar ráða öllu þar.“ Rætt verður við Sólborgu í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Þar verður m.a. farið yfir verkefnið, skilaboðin, tilfinninguna sem fylgir því að fá slíkan ófögnuð í innhólfið og hvers vegna hún kýs að nafngreina ekki gerendur á síðunni. View this post on Instagram#favitar A post shared by Fávitar (@favitar) on Nov 12, 2018 at 6:40am PST View this post on Instagram@logreglan Er svona taktík til kúgunar ekki ólögleg? Hvað er hægt að gera í svona aðstæðum? #favitar A post shared by Fávitar (@favitar) on Nov 11, 2018 at 6:35am PST Kynferðisofbeldi Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira
Fjölmörg dæmi eru um að börn, þá sérstaklega stúlkur, fái sendar óumbeðnar kynfæramyndir, brenglaða hugaróra og hótanir um ofbeldi á samfélagsmiðlum. Þetta segir Sólborg Guðbrandsdóttir sem heldur utan um Instagram vefinn Fávitar, en þar birtir hún skjáskot af skilaboðum sem þolendur hins stafræna kynferðisofbeldis senda henni. Á síðunni má finna yfir 400 slík skjáskot og eru mörg skilaboðanna gríðarlega gróf.Fékk sjálf skilaboð fjórtán ára gömul Sólborg byrjaði verkefnið í fyrra og setti í fyrstu aðallega inn skilaboð sem hún hafði fengið sjálf í gegnum tíðina, en henni hafa reglulega borist slík óviðurkvæmileg skilaboð allt frá því hún var fjórtán ára gömul. Síðan vakti fljótt mikla athygli, en undanfarnar vikur hefur fylgjendafjöldinn tvöfaldast og er kominn yfir fjórtán þúsund manns. Kveðst hún fá á annan tug skjáskota sendan á hverjum degi og er samsetning þeirra sem verða fyrir ofbeldinu fjölbreytt. Oftast séu það þó stelpur.„Yngsta stelpan sem hefur sent mér skjáskot er ellefu ára. Hún var að fá óumbeðnar typpamyndir frá einhverjum kalli úti í bæ,“ segir Sólborg.Hótanir um nauðganir mest sláandi Skilaboðin eru send á ýmsum miðlum, en þó sérstaklega á Instagram, Facebook og Snapchat að sögn Sólborgar. Hún segist að einhverju leyti orðin ónæm fyrir því hve hryllilegt það sé að hrærast í kringum slíkt á hverjum degi, en hótanir um nauðganir, sem hún sjái reglulega, slái hana líklega hvað mest. „Mér finnst bara erfitt að segja það upphátt því þetta eru svo viðbjóðsleg skilaboð, en talandi um allar holur á kvenmönnum og alls konar svona viðbjóður. En þetta er kannski bara sex-isminn sem maður sér í klámi og hvernig karlar ráða öllu þar.“ Rætt verður við Sólborgu í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Þar verður m.a. farið yfir verkefnið, skilaboðin, tilfinninguna sem fylgir því að fá slíkan ófögnuð í innhólfið og hvers vegna hún kýs að nafngreina ekki gerendur á síðunni. View this post on Instagram#favitar A post shared by Fávitar (@favitar) on Nov 12, 2018 at 6:40am PST View this post on Instagram@logreglan Er svona taktík til kúgunar ekki ólögleg? Hvað er hægt að gera í svona aðstæðum? #favitar A post shared by Fávitar (@favitar) on Nov 11, 2018 at 6:35am PST
Kynferðisofbeldi Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira