Segir skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar óháð persónum og leikendum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 10:30 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í borgarstjórn. vísir/vilhelm Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segist standa við skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar, eiginmanns Áslaugar Thelmu Einarsdóttur sem sagt var upp störfum hjá Orku náttúrunnar, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, í september síðastliðnum. Skrif hennar hafi verið yfirlýsing algjörlega óháð persónum og leikendum. Ummæli Þórdísar Lóu við skrif Einars Bárðarsonar.Þórdís Lóa tjáði sig við færslu Einars þar sem hann segir frá forstjóra sem hann hafi hitt sem sýndi honum fram á að honum fyndist í lagi að „framkvæmdastjóri á hans vakt sendi klámfengna tölvupósta á kvenn-undirmenn sína á laugardagskvöldum, kalli þær járnfrúr, frekjur, pempíur, grýlur, segi að konur geti blikkað sig upp í launum og í opnu starfsrými fyrir framan samstarfsfólk að ein þeirra gangi ekki út vegna þess að hún sú bara alls ekki nógu gröð.“ Skrifaði Einar að forstjóranum hefði síðan fundist í lagi að reka eina þessara kvenna eftir að hún hefði ítrekað gert athugasemdir við framkomu framkvæmdastjórans við starfsmannastjóra fyrirtækisins. Ekki kom fram í þessari færslu um hverja væri að ræða en daginn eftir var greint frá því að Bjarni Már Júlíusson hefði verið rekinn sem framkvæmdastjóri ON vegna óviðeigandi hegðunar. Þá kom í ljós að Bjarni Már var framkvæmdastjórinn sem Einar vísaði til í færslu sinni og konan sem hafði verið rekin var eiginkona Einars, Áslaug Thelma. Forstjórinn var svo Bjarni Bjarnason, forstjóri OR. Þórdís Lóa skrifaði eftirfarandi athugasemd við færslu Einars: „Raunveruleikinn.is er því miður svona. En þökk sé barráttunni undanfarna áratugi og fólki eins og þér Einar Bárðarson sem dregur þetta uppa yfirborðið. Við getum ekki stjórnað fólki en við getum stjórnað hverjir stjórna. Tökum af skarið og látum svona viðhorf og verknað finna hvar Davíð keypti ölið.“Frá fundi í Orkuveitunni á mánudag þar sem niðurstaða innri endurskoðunar var kynnt. Helga Jónsdóttir forstjóri (til hægri), Brynhildur Davíðsdóttir stjórnarformaður og Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar (til vinstri).visir/vilhelm„Við erum í vanda í samfélaginu með MeToo“ Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar gerði úttekt á vinnustaðamenningu og mannauðsmálum hjá OR vegna uppsagna Áslaugar Thelmu og Bjarna Más. Aðspurð hvort hún telji að hún hafi brugðist of hart við í málinu með þessum orðum í ljósi þess að samkvæmt úttektinni var uppsögn Áslaugar Thelmu réttmæt, segir Þórdís Lóa: „Mín orð á Facebook-vegg Einars Bárðar standa alveg og ég stend við þau. Þau eru náttúrulega yfirlýsing algjörlega óháð persónum og leikendum. Það er bara mín skoðun þegar við erum í vanda í samfélaginu með MeToo alls staðar í öllu samfélaginu að við ráðum ekki hvað fólk segir en við ráðum hverjir stjórna og hvernig er tekið á málum. Við getum haft áhrif á það, ekki bara ég sem pólitíkus heldur við öll, þú sem blaðamaður á Vísi líka. Það stendur.“En ertu ánægð með úttekt innri endurskoðunar, að hún sé fagleg og óháð? „Ég er bara mjög ánægð með að við fórum í þessa vegferð. Ég er ekki búin að fá kynningu á úttektinni þannig að ég ætla ekki að tjá mig um hana fyrr en ég er búin að fá hana,“ segir Þórdís Lóa. Fundur hófst í borgarráði klukkan níu í morgun þar sem fulltrúar munu fá kynningu á úttekt innri endurskoðunar. Þegar Vísir náði tali af Þórdísi Lóu rétt fyrir fundinn í morgun sagði hún að borgarráð myndi ekki ræða tillögur til úrbóta þar sem það væri í höndum stjórnar og stjórnenda Orkuveitunnar. „Þetta er fagleg umræða í mínum huga. Við erum með fyrirtæki sem við erum með stjórn yfir og við treystum henni algjörlega. Sú stjórn fékk innri endurskoðun og aðra, óháða aðila til að hjálpa sér. Nú er sú niðurstaða komin og við erum að fara að fá kynningu á henni." Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Frammistöðuvandi ástæða uppsagnar Áslaugar Thelmu Þetta hefur RÚV upp úr tölvupóstsamskiptum lögmanns hennar, Sigurðar G. Guðjónssonar, og Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, frá því í morgun. 20. nóvember 2018 12:35 Afþökkuðu skýringarnar en kölluðu ítrekað eftir þeim á Facebook Uppsagnir Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar, og Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, hafa vakið mikla athygli frá því að þær rötuðu í fjölmiðla í september. 20. nóvember 2018 17:15 Kveðst hafa verið í geðshræringu og ekki að hóta Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, segir að tölvupóstur sem hann sendi til stjórnenda hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) skömmu eftir að Áslaugu var sagt upp störfum í september síðastliðnum hafi ekki verið hugsaður sem hótun. 21. nóvember 2018 11:47 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segist standa við skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar, eiginmanns Áslaugar Thelmu Einarsdóttur sem sagt var upp störfum hjá Orku náttúrunnar, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, í september síðastliðnum. Skrif hennar hafi verið yfirlýsing algjörlega óháð persónum og leikendum. Ummæli Þórdísar Lóu við skrif Einars Bárðarsonar.Þórdís Lóa tjáði sig við færslu Einars þar sem hann segir frá forstjóra sem hann hafi hitt sem sýndi honum fram á að honum fyndist í lagi að „framkvæmdastjóri á hans vakt sendi klámfengna tölvupósta á kvenn-undirmenn sína á laugardagskvöldum, kalli þær járnfrúr, frekjur, pempíur, grýlur, segi að konur geti blikkað sig upp í launum og í opnu starfsrými fyrir framan samstarfsfólk að ein þeirra gangi ekki út vegna þess að hún sú bara alls ekki nógu gröð.“ Skrifaði Einar að forstjóranum hefði síðan fundist í lagi að reka eina þessara kvenna eftir að hún hefði ítrekað gert athugasemdir við framkomu framkvæmdastjórans við starfsmannastjóra fyrirtækisins. Ekki kom fram í þessari færslu um hverja væri að ræða en daginn eftir var greint frá því að Bjarni Már Júlíusson hefði verið rekinn sem framkvæmdastjóri ON vegna óviðeigandi hegðunar. Þá kom í ljós að Bjarni Már var framkvæmdastjórinn sem Einar vísaði til í færslu sinni og konan sem hafði verið rekin var eiginkona Einars, Áslaug Thelma. Forstjórinn var svo Bjarni Bjarnason, forstjóri OR. Þórdís Lóa skrifaði eftirfarandi athugasemd við færslu Einars: „Raunveruleikinn.is er því miður svona. En þökk sé barráttunni undanfarna áratugi og fólki eins og þér Einar Bárðarson sem dregur þetta uppa yfirborðið. Við getum ekki stjórnað fólki en við getum stjórnað hverjir stjórna. Tökum af skarið og látum svona viðhorf og verknað finna hvar Davíð keypti ölið.“Frá fundi í Orkuveitunni á mánudag þar sem niðurstaða innri endurskoðunar var kynnt. Helga Jónsdóttir forstjóri (til hægri), Brynhildur Davíðsdóttir stjórnarformaður og Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar (til vinstri).visir/vilhelm„Við erum í vanda í samfélaginu með MeToo“ Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar gerði úttekt á vinnustaðamenningu og mannauðsmálum hjá OR vegna uppsagna Áslaugar Thelmu og Bjarna Más. Aðspurð hvort hún telji að hún hafi brugðist of hart við í málinu með þessum orðum í ljósi þess að samkvæmt úttektinni var uppsögn Áslaugar Thelmu réttmæt, segir Þórdís Lóa: „Mín orð á Facebook-vegg Einars Bárðar standa alveg og ég stend við þau. Þau eru náttúrulega yfirlýsing algjörlega óháð persónum og leikendum. Það er bara mín skoðun þegar við erum í vanda í samfélaginu með MeToo alls staðar í öllu samfélaginu að við ráðum ekki hvað fólk segir en við ráðum hverjir stjórna og hvernig er tekið á málum. Við getum haft áhrif á það, ekki bara ég sem pólitíkus heldur við öll, þú sem blaðamaður á Vísi líka. Það stendur.“En ertu ánægð með úttekt innri endurskoðunar, að hún sé fagleg og óháð? „Ég er bara mjög ánægð með að við fórum í þessa vegferð. Ég er ekki búin að fá kynningu á úttektinni þannig að ég ætla ekki að tjá mig um hana fyrr en ég er búin að fá hana,“ segir Þórdís Lóa. Fundur hófst í borgarráði klukkan níu í morgun þar sem fulltrúar munu fá kynningu á úttekt innri endurskoðunar. Þegar Vísir náði tali af Þórdísi Lóu rétt fyrir fundinn í morgun sagði hún að borgarráð myndi ekki ræða tillögur til úrbóta þar sem það væri í höndum stjórnar og stjórnenda Orkuveitunnar. „Þetta er fagleg umræða í mínum huga. Við erum með fyrirtæki sem við erum með stjórn yfir og við treystum henni algjörlega. Sú stjórn fékk innri endurskoðun og aðra, óháða aðila til að hjálpa sér. Nú er sú niðurstaða komin og við erum að fara að fá kynningu á henni."
Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Frammistöðuvandi ástæða uppsagnar Áslaugar Thelmu Þetta hefur RÚV upp úr tölvupóstsamskiptum lögmanns hennar, Sigurðar G. Guðjónssonar, og Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, frá því í morgun. 20. nóvember 2018 12:35 Afþökkuðu skýringarnar en kölluðu ítrekað eftir þeim á Facebook Uppsagnir Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar, og Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, hafa vakið mikla athygli frá því að þær rötuðu í fjölmiðla í september. 20. nóvember 2018 17:15 Kveðst hafa verið í geðshræringu og ekki að hóta Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, segir að tölvupóstur sem hann sendi til stjórnenda hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) skömmu eftir að Áslaugu var sagt upp störfum í september síðastliðnum hafi ekki verið hugsaður sem hótun. 21. nóvember 2018 11:47 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Frammistöðuvandi ástæða uppsagnar Áslaugar Thelmu Þetta hefur RÚV upp úr tölvupóstsamskiptum lögmanns hennar, Sigurðar G. Guðjónssonar, og Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, frá því í morgun. 20. nóvember 2018 12:35
Afþökkuðu skýringarnar en kölluðu ítrekað eftir þeim á Facebook Uppsagnir Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar, og Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, hafa vakið mikla athygli frá því að þær rötuðu í fjölmiðla í september. 20. nóvember 2018 17:15
Kveðst hafa verið í geðshræringu og ekki að hóta Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, segir að tölvupóstur sem hann sendi til stjórnenda hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) skömmu eftir að Áslaugu var sagt upp störfum í september síðastliðnum hafi ekki verið hugsaður sem hótun. 21. nóvember 2018 11:47