Brúum bilið í leikskólum Reykjavíkur Valgerður Sigurðardóttir skrifar 22. nóvember 2018 12:29 Í vikunni var kynnt metnaðarfull áætlun hjá Reykjavíkurborg sem miðar að því að börn frá 12 mánaða aldri komist inn á leikskóla Reykjavíkur. Þegar verið er að kynna svona stórar breytingar þá spyr maður sig hvernig er ástandið í dag. Erum við með það góða þjónustu að við sjáum fram á það að geta boðið öllum 12 mánaða börnum pláss árið 2023? Það hefur verið kosningaloforð síðan 2002 að börn 18 mánaða og eldri eigi að komast inn á leikskóla. Því miður þá vantar okkur töluvert upp á að ná því markmiði núna sextán árum síðar. Í dag hefur ekki tekist að koma öllum börnum að á leikskóla sem var boðið vistun í haust. Það er að koma desember og allir eiga að vera komnir inn um áramót. Það finnst mér óásættanlegt, það að þurfa að bíða í um sex mánuði eftir að þú færð bréf um vistun og þangað til þú kemst inn er ekki í lagi eða góð þjónusta. Um áramót þegar þessi börn hafa komist inn eru þá öll börn 18 mánaða og eldri kominn inn á leikskóla Reykjavíkur? Það er ekki svo gott því í dag eru 60 börn eldri en 18 mánaða á biðlista og þeim hefur ekki verið boðið pláss á leikskólum. Því eru stór verkefni fram undan og miklar áskoranir hjá núverandi meirihluta.Hver er staðan hjá Reykjavíkurborg í dagÍ október 2017 var búið að ráða í 1430 stöður samanborið við októbermánuð sl. en þá var búið að ráða í 1423 stöður. Þannig er búið að ráða í færri stöður en í fyrra. Laus pláss árið 2017 voru 200, núna eru þau 370. Árið 2016 starfaði 321 leikskólakennari hjá Reykjavíkurborg en árið 2017 265, þannig hættu 56 leikskólakennarar á einu ári. 4 leikskólar Reykjavíkurborgar eru með engan leikskólakennara. 7 skólar með 1 leikskólakennara og 11 með 2 leikskólakennara.Vandi Reykjavíkurborgar er ekki húsnæðisvandi hann er mönnunarvandiÞað ætti því að vera auðvelt að koma öllum þeim börnum sem eru á biðlistum að á leikskólum miða við það að 370 pláss eru laus. En það er ekki hægt vegna þess að Reykjavíkurborg skortir mannskap. Þessi mikla mannekla er það sem stendur í vegi fyrir því að við getum boðið börnum pláss á leikskólum Reykjavíkurborgar. Það er gott að hafa framtíðarsýn en þegar ekki er hægt að standa við gömul loforð þá er einkennilegt að koma með ný loforð sem ekki er auðvelt að sjá að eigi eftir að ganga eftir miða við núverandi ástand í mönnunarmálum.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og á sæti í skóla- og frístundaráði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Mest lesið Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni var kynnt metnaðarfull áætlun hjá Reykjavíkurborg sem miðar að því að börn frá 12 mánaða aldri komist inn á leikskóla Reykjavíkur. Þegar verið er að kynna svona stórar breytingar þá spyr maður sig hvernig er ástandið í dag. Erum við með það góða þjónustu að við sjáum fram á það að geta boðið öllum 12 mánaða börnum pláss árið 2023? Það hefur verið kosningaloforð síðan 2002 að börn 18 mánaða og eldri eigi að komast inn á leikskóla. Því miður þá vantar okkur töluvert upp á að ná því markmiði núna sextán árum síðar. Í dag hefur ekki tekist að koma öllum börnum að á leikskóla sem var boðið vistun í haust. Það er að koma desember og allir eiga að vera komnir inn um áramót. Það finnst mér óásættanlegt, það að þurfa að bíða í um sex mánuði eftir að þú færð bréf um vistun og þangað til þú kemst inn er ekki í lagi eða góð þjónusta. Um áramót þegar þessi börn hafa komist inn eru þá öll börn 18 mánaða og eldri kominn inn á leikskóla Reykjavíkur? Það er ekki svo gott því í dag eru 60 börn eldri en 18 mánaða á biðlista og þeim hefur ekki verið boðið pláss á leikskólum. Því eru stór verkefni fram undan og miklar áskoranir hjá núverandi meirihluta.Hver er staðan hjá Reykjavíkurborg í dagÍ október 2017 var búið að ráða í 1430 stöður samanborið við októbermánuð sl. en þá var búið að ráða í 1423 stöður. Þannig er búið að ráða í færri stöður en í fyrra. Laus pláss árið 2017 voru 200, núna eru þau 370. Árið 2016 starfaði 321 leikskólakennari hjá Reykjavíkurborg en árið 2017 265, þannig hættu 56 leikskólakennarar á einu ári. 4 leikskólar Reykjavíkurborgar eru með engan leikskólakennara. 7 skólar með 1 leikskólakennara og 11 með 2 leikskólakennara.Vandi Reykjavíkurborgar er ekki húsnæðisvandi hann er mönnunarvandiÞað ætti því að vera auðvelt að koma öllum þeim börnum sem eru á biðlistum að á leikskólum miða við það að 370 pláss eru laus. En það er ekki hægt vegna þess að Reykjavíkurborg skortir mannskap. Þessi mikla mannekla er það sem stendur í vegi fyrir því að við getum boðið börnum pláss á leikskólum Reykjavíkurborgar. Það er gott að hafa framtíðarsýn en þegar ekki er hægt að standa við gömul loforð þá er einkennilegt að koma með ný loforð sem ekki er auðvelt að sjá að eigi eftir að ganga eftir miða við núverandi ástand í mönnunarmálum.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og á sæti í skóla- og frístundaráði
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar