Sextán ár síðan svínshöfði var kastað í átt að Figo | Myndband Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. nóvember 2018 23:30 Figo tekur horn í leiknum eftirminnilega. Rétt við hornfánann má sjá svínshöfuðið. vísir/getty Það hefur ýmislegt gengið á þegar Barcelona og Real Madrid hafa mæst á knattspyrnuvellinum en allra mesti hasarinn var í leik liðanna fyrir sextán árum síðan. Þá var Portúgalinn Luis Figo að spila sinn annan leik á Nou Camp eftir að hann gekk í raðir Real Madrid frá Barcelona. Í fyrsta leiknum þótti ekki óhætt að leyfa honum að taka hornspyrnur. Hatrið í hans garð í Katalóníu var yfirgengilegt og flöskum rigndi yfir rútu Real á leið á völlinn. Nú voru tvö ár liðin og ekki hægt að fela Figo lengur. Menn héldu líka að stuðningsmenn Barcelona væru komnir yfir þetta mál. Það var rangt mat. Aðskotahlutum rigndi yfir Figo í hornspyrnunum og á einum tímapunkti lenti svínshöfuð rétt við fánann. Þá var einnig reynt að kasta smápeningum, viskíflösku og hnífi í átt að Figo. Þá fékk dómarinn nóg og stöðvaði leikinn í tólf mínútur á meðan reynt var að róa áhorfendur niður. Margir vildu kenna Figo um að æsa áhorfendur upp. Hann gekk alltaf í mestu makindum að hornfánanum og færði rólega til aðskotahlutina. Það litu áhorfendur á sem hroka og ögrun. Þáverandi þjálfari Barcelona, Louis van Gaal, sagði að Figo gæti bara sjálfum sér um kennt. Barcelona fékk í kjölfarið tveggja leikja heimaleikjabann en þeim dómi var síðan breytt í sekt. Hvorki fyrr né síðar hafa verið önnur eins læti á leik liðanna. Hér að neðan má sjá lætin á leiknum. Spænski boltinn Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar tilkynnir landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Sjá meira
Það hefur ýmislegt gengið á þegar Barcelona og Real Madrid hafa mæst á knattspyrnuvellinum en allra mesti hasarinn var í leik liðanna fyrir sextán árum síðan. Þá var Portúgalinn Luis Figo að spila sinn annan leik á Nou Camp eftir að hann gekk í raðir Real Madrid frá Barcelona. Í fyrsta leiknum þótti ekki óhætt að leyfa honum að taka hornspyrnur. Hatrið í hans garð í Katalóníu var yfirgengilegt og flöskum rigndi yfir rútu Real á leið á völlinn. Nú voru tvö ár liðin og ekki hægt að fela Figo lengur. Menn héldu líka að stuðningsmenn Barcelona væru komnir yfir þetta mál. Það var rangt mat. Aðskotahlutum rigndi yfir Figo í hornspyrnunum og á einum tímapunkti lenti svínshöfuð rétt við fánann. Þá var einnig reynt að kasta smápeningum, viskíflösku og hnífi í átt að Figo. Þá fékk dómarinn nóg og stöðvaði leikinn í tólf mínútur á meðan reynt var að róa áhorfendur niður. Margir vildu kenna Figo um að æsa áhorfendur upp. Hann gekk alltaf í mestu makindum að hornfánanum og færði rólega til aðskotahlutina. Það litu áhorfendur á sem hroka og ögrun. Þáverandi þjálfari Barcelona, Louis van Gaal, sagði að Figo gæti bara sjálfum sér um kennt. Barcelona fékk í kjölfarið tveggja leikja heimaleikjabann en þeim dómi var síðan breytt í sekt. Hvorki fyrr né síðar hafa verið önnur eins læti á leik liðanna. Hér að neðan má sjá lætin á leiknum.
Spænski boltinn Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar tilkynnir landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Sjá meira