Starfsfólk OR fengið nóg af rangtúlkunum og ósanngirni Atli Ísleifsson skrifar 23. nóvember 2018 13:34 Orkuveita Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Starfsfólk OR hefur fengið nóg af rangtúlkunum og ósanngirni sem stjórnmálamenn og fjölmiðlar setja á borð fyrir almenning. Þetta kemur fram í yfirlýsingu STOR, starfsmannafélags Orkuveitu Reykjavíkur og trúnaðarmanna starfsmanna aem send hefur verið á borgarfulltrúa og fjölmiðla. „Það særir okkur hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar tjá sig um vinnustaðinn sem þeir virðast ekki þekkja en leggja sig fram um að gera tortryggilegan, rangtúlka niðurstöður vinnustaðagreiningar og skýrslu Innri endurskoðunar með það að markmiði að því er virðist að grafa undan trausti gagnvart fyrirtækinu og þar með því fólki sem þar starfar,“ segir í yfirlýsingunni. Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar vann skýrslu um vinnustaðamenningu og mannauðsmál hjá OR í kjölfar þess að þeim Áslauga Thelmu Einarsdóttur og Bjarna Má Júlíussyni var sagt upp störfum hjá Orku náttúrunnar, dótturfyrirtæki OR. Ekki rotinn vinnustaður Í yfirlýsingu STOR og trúnaðarmanna starfsmanna segir að fullyrðingar um að vinnustaðurinn sé rotinn og að þar ríki þöggun séu rangar. „Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur meginniðurstöðu þeirrar skýrslu sem nú liggur fyrir og unnin var af sérfræðingum, sem við sem hjá fyrirtækinu störfum höfðum ekkert með að gera hver vann. Við minnum á að í landinu gilda lög um persónuvernd og að starfsfólk sem tjáði sig við gagnaöflun gerði það í trúnaði. Við óskum þess að þið séuð heil í því sem þið tjáið ykkur um og segið satt og rétt frá en dragið ekki upp myndir sem ekki eru til en við höfum á tilfinningunni að þið vilduð frekar mála. Nú er mál að linni. Verið velkomin í heimsókn til okkar og kynna ykkur málin þá kannski rennur upp fyrir ykkur ljós að hérna vinnur venjulegt fólk, heiðarlegt fólk og að fyrirtækið er rekið af starfsfólki sem hér vinnur, ekki af stjórnmálamönnum,“ segir í yfirlýsingunni. Persónuvernd Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Kafa þurfi dýpra í málefni OR Eyþór Arnalds segir ljóst að fara þurfi dýpra í málefni Orkuveitunnar. Úttekt á vinnustaðamenningu OR var kynnt á fundi borgarráðs í gær. 23. nóvember 2018 08:00 Tókust á um úttekt innri endurskoðunar á OR: Segir mjög óeðlilegt að leggjast yfir Facebook-síður aðstandenda Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, gagnrýnir ýmislegt við skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um vinnustaðamenningu og mannauðsmál hjá Orkuveitu Reykjavíkur. 23. nóvember 2018 10:30 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Dómur kveðinn upp í Gufunesmálinu Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Sjá meira
Starfsfólk OR hefur fengið nóg af rangtúlkunum og ósanngirni sem stjórnmálamenn og fjölmiðlar setja á borð fyrir almenning. Þetta kemur fram í yfirlýsingu STOR, starfsmannafélags Orkuveitu Reykjavíkur og trúnaðarmanna starfsmanna aem send hefur verið á borgarfulltrúa og fjölmiðla. „Það særir okkur hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar tjá sig um vinnustaðinn sem þeir virðast ekki þekkja en leggja sig fram um að gera tortryggilegan, rangtúlka niðurstöður vinnustaðagreiningar og skýrslu Innri endurskoðunar með það að markmiði að því er virðist að grafa undan trausti gagnvart fyrirtækinu og þar með því fólki sem þar starfar,“ segir í yfirlýsingunni. Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar vann skýrslu um vinnustaðamenningu og mannauðsmál hjá OR í kjölfar þess að þeim Áslauga Thelmu Einarsdóttur og Bjarna Má Júlíussyni var sagt upp störfum hjá Orku náttúrunnar, dótturfyrirtæki OR. Ekki rotinn vinnustaður Í yfirlýsingu STOR og trúnaðarmanna starfsmanna segir að fullyrðingar um að vinnustaðurinn sé rotinn og að þar ríki þöggun séu rangar. „Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur meginniðurstöðu þeirrar skýrslu sem nú liggur fyrir og unnin var af sérfræðingum, sem við sem hjá fyrirtækinu störfum höfðum ekkert með að gera hver vann. Við minnum á að í landinu gilda lög um persónuvernd og að starfsfólk sem tjáði sig við gagnaöflun gerði það í trúnaði. Við óskum þess að þið séuð heil í því sem þið tjáið ykkur um og segið satt og rétt frá en dragið ekki upp myndir sem ekki eru til en við höfum á tilfinningunni að þið vilduð frekar mála. Nú er mál að linni. Verið velkomin í heimsókn til okkar og kynna ykkur málin þá kannski rennur upp fyrir ykkur ljós að hérna vinnur venjulegt fólk, heiðarlegt fólk og að fyrirtækið er rekið af starfsfólki sem hér vinnur, ekki af stjórnmálamönnum,“ segir í yfirlýsingunni.
Persónuvernd Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Kafa þurfi dýpra í málefni OR Eyþór Arnalds segir ljóst að fara þurfi dýpra í málefni Orkuveitunnar. Úttekt á vinnustaðamenningu OR var kynnt á fundi borgarráðs í gær. 23. nóvember 2018 08:00 Tókust á um úttekt innri endurskoðunar á OR: Segir mjög óeðlilegt að leggjast yfir Facebook-síður aðstandenda Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, gagnrýnir ýmislegt við skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um vinnustaðamenningu og mannauðsmál hjá Orkuveitu Reykjavíkur. 23. nóvember 2018 10:30 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Dómur kveðinn upp í Gufunesmálinu Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Sjá meira
Kafa þurfi dýpra í málefni OR Eyþór Arnalds segir ljóst að fara þurfi dýpra í málefni Orkuveitunnar. Úttekt á vinnustaðamenningu OR var kynnt á fundi borgarráðs í gær. 23. nóvember 2018 08:00
Tókust á um úttekt innri endurskoðunar á OR: Segir mjög óeðlilegt að leggjast yfir Facebook-síður aðstandenda Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, gagnrýnir ýmislegt við skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um vinnustaðamenningu og mannauðsmál hjá Orkuveitu Reykjavíkur. 23. nóvember 2018 10:30