Jólakötturinn kostaði 4,4 milljónir en verður ódýrari á næsta ári Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. nóvember 2018 13:01 Jólakötturinn skein skært á Lækjartorgi í morgun. Vísir/vilhelm Jólakötturinn sem settur var upp við Lækjartorg í miðborg Reykjavíkur um helgina kostaði Reykjavíkurborg samtals um 4,4 milljónir króna. Þá má gera ráð fyrir því að kötturinn verði ódýrari næstu jól. Þetta kemur fram í svari borgarinnar við fyrirspurn Vísis. Jólakötturinn er um fimm metrar á hæð og sex metrar á breidd og hefur vakið mikla athygli eftir að ljós á honum voru tendruð við hátíðlega athöfn í miðbænum á laugardag. Hönnun jólakattarins er samstarf Reykjavíkurborgar, mk-illumination í Austurríki og fyrirtækisins Garðlistar. Í skriflegu svari Bjarna Brynjólfssonar, upplýsingastjóra Reykjavíkurborgar, við fyrirspurn Vísis kemur fram að borgin leigi köttinn af Garðlist til tveggja ára. Ársleiga á kettinum nemur 3.475.000 krónum á ári og við hann bætist uppsetningarkostnaður, sem í ár nam um einni milljón króna.Ódýrari næstu jól Gert er ráð fyrir að kostnaður við köttinn verði öllu minni á næsta ári þar sem uppsetningarkostnaður skrifaðist að mestu á efniskaup, þ.e. plötu og festingar sem verða notaðar aftur. Þá kemur jafnframt fram í svarinu að fjöldi fólks hafi verið viðstaddur tendrun á jólakettinum um helgina, auk þess sem margir hafi stillt sér upp og látið mynda sig með honum. Jólakötturinn hafi jafnframt tengingu við íslenskar jólahefðir og sagnahefðina og þá mun hann gegna hlutverk í nýjum jólavættaleik borgarinnar sem settur verður af stað í aðdraganda hátíðanna. „Tilgangurinn er að sjálfsögðu að færa borgina í hátíðarbúning og hvetja fólk til þess að koma í miðborgina til að njóta alls sem þar býðst en Miðborgin er sameign allra Reykvíkinga og reyndar allra landsmanna. Því leggur Reykjavíkurborg mikið upp úr því að hafa miðborgina jólalega þannig að fólk geti komið, hitt annað fólk og upplifað hátíðlegan anda jólanna.“Hér að neðan má sjá innslag um jólaköttinn á Lækjartorgi sem sýnt var í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag.Klippa: Jólakötturinn tendraður Borgarstjórn Jól Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Jólakötturinn sem settur var upp við Lækjartorg í miðborg Reykjavíkur um helgina kostaði Reykjavíkurborg samtals um 4,4 milljónir króna. Þá má gera ráð fyrir því að kötturinn verði ódýrari næstu jól. Þetta kemur fram í svari borgarinnar við fyrirspurn Vísis. Jólakötturinn er um fimm metrar á hæð og sex metrar á breidd og hefur vakið mikla athygli eftir að ljós á honum voru tendruð við hátíðlega athöfn í miðbænum á laugardag. Hönnun jólakattarins er samstarf Reykjavíkurborgar, mk-illumination í Austurríki og fyrirtækisins Garðlistar. Í skriflegu svari Bjarna Brynjólfssonar, upplýsingastjóra Reykjavíkurborgar, við fyrirspurn Vísis kemur fram að borgin leigi köttinn af Garðlist til tveggja ára. Ársleiga á kettinum nemur 3.475.000 krónum á ári og við hann bætist uppsetningarkostnaður, sem í ár nam um einni milljón króna.Ódýrari næstu jól Gert er ráð fyrir að kostnaður við köttinn verði öllu minni á næsta ári þar sem uppsetningarkostnaður skrifaðist að mestu á efniskaup, þ.e. plötu og festingar sem verða notaðar aftur. Þá kemur jafnframt fram í svarinu að fjöldi fólks hafi verið viðstaddur tendrun á jólakettinum um helgina, auk þess sem margir hafi stillt sér upp og látið mynda sig með honum. Jólakötturinn hafi jafnframt tengingu við íslenskar jólahefðir og sagnahefðina og þá mun hann gegna hlutverk í nýjum jólavættaleik borgarinnar sem settur verður af stað í aðdraganda hátíðanna. „Tilgangurinn er að sjálfsögðu að færa borgina í hátíðarbúning og hvetja fólk til þess að koma í miðborgina til að njóta alls sem þar býðst en Miðborgin er sameign allra Reykvíkinga og reyndar allra landsmanna. Því leggur Reykjavíkurborg mikið upp úr því að hafa miðborgina jólalega þannig að fólk geti komið, hitt annað fólk og upplifað hátíðlegan anda jólanna.“Hér að neðan má sjá innslag um jólaköttinn á Lækjartorgi sem sýnt var í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardag.Klippa: Jólakötturinn tendraður
Borgarstjórn Jól Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira