Skúli lagði 770 milljónir til WOW Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. nóvember 2018 13:35 Bréfaskrif Skúla Mogensen hafa verið fréttamatur í vikunni. vísir/getty Fimm og hálf milljón evra, af þeim 60 milljónum sem WOW Air tryggði sér með skuldabréfaútboði flugfélagsins í september, komu úr vasa forstjórans. Á gengi dagsins í dag eru það um 770 milljónir króna. Þessu greinir Skúli Mogensen frá í bréfi sem hann ritaði til annarra skuldabréfaeigenda WOW Air í dag og Vísir hefur undir höndum. Þar á Skúli að segjast hafa verið sannfærður um að umrædd fjármögnun myndi duga til þess að hægt væri að skrá WOW Air á markað á næstu 18 mánuðum. Frá því að skuldabréfaútboðinu lauk um miðjan septembermánuð hafi staðan hins vegar versnað. Í því samhengi nefnir hann að uppgjör flugfélagsins fyrir fjórða ársfjórðung þessa árs sé tilfinnanlega verra en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Þetta megi að einhverju leyti rekja, að sögn Skúla í bréfinu sem Markaðurinn greindi fyrst frá, til þeirrar neikvæðu umræðu sem rekin var í fjölmiðlum um fjárhagsstöðu WOW Air. Umfjöllunin hafi orðið til þess að grafa undan sölu og lausafjárstöðu WOW, sem erfitt hafi verið að búast við. Að sama skapi hafi umræðan sem skapast í kringum gjaldþrot Primera Air haft neikvæð áhrif á rekstur og ímynd WOW. Olíuverðshækkun í lok árs á einnig að hafa leikið félagið grátt. Sjá einnig: Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“Í bréfi Skúla kemur jafnframt fram að flugfélagið hafi verið nálægt því að ganga frá sölu- og endurleigusamningi. WOW hafi ætlað að selja vélar, fá reiðufé strax fyrir söluna og gera svo samning um að WOW myndi leigja vélarnar aftur. Þau áform hafi hins vegar farið út um þúfur og varð WOW því af 25 milljónum bandaríkjadala fyrir vikið, rúmum þrjá milljarða króna. Skúli segir þó að unnið sé hörðum höndum að því að leggja grunn að langtímafjármögnun WOW Air. Aðrir skuldabréfaeigendur geti treyst því að forstjórinn og aðrir forsvarsmenn félagsins geri allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja áframhaldandi rekstur WOW. Annað bréf sem Skúli ritaði á dögunum hefur einnig stolið fyrirsögnum í vikunni. Það bréf fór til starfsmanna WOW og greindi Skúli þar frá því að aðrir fjárfestar hefðu sýnt WOW áhuga og að verið sé að fylgja þeim áhuga eftir samhliða viðræðum við Icelandair vegna fyrirhugaðra kaupa þess á félagi Skúla. Þetta bréf er sagt hafa valdið töluverðum titringi - og kunni jafnvel að hafa áhrif á úrskurð Samkeppniseftirlitsins sem er með samruna WOW og Icelandair til athugunar. Titringurinn hefur meðal annars orsakað lækkun á hlutabréfaverði Icelandair, sem nemur um 5 prósent frá opnun markaða í morgun.Uppfært kl. 21:35 Í upprunalegu útgáfu fréttarinnar var því haldið fram að sölu- og endurleigusamningurinn, sem WOW hafði fyrirhugað, væri við Primera Air. WOW vill taka fram sú hafi ekki verið raunin. Þrátt fyrir að rætt væri um hið gjaldþrota Primera Air og fyrrnefndan samning í sömu, stuttu málsgrein hafi Primera Air ekki verið viðsemjandinn. Þetta hefur nú verið lagfært. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“ Fullyrt að póstur Skúla Mogensen hafi valdið titringi innan Icelandair. 27. nóvember 2018 09:01 Breytingar stuðli að langtímalausn fyrir Icelandair Icelandair Group segist nú eiga í viðræðum við um tillögur að skilmálabreytingum skuldabréfa í félaginu. 27. nóvember 2018 09:55 Skúli segir fleiri fjárfesta hafa áhuga á WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air segir að aðrir fjárfestar hafi sýnt flugfélaginu áhuga og að verið sé að fylgja þeim áhuga eftir samhliða viðræðum við Icelandair vegna fyrirhugaðra kaupa þess á WOW air. 26. nóvember 2018 15:37 Mest lesið Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Sjá meira
Fimm og hálf milljón evra, af þeim 60 milljónum sem WOW Air tryggði sér með skuldabréfaútboði flugfélagsins í september, komu úr vasa forstjórans. Á gengi dagsins í dag eru það um 770 milljónir króna. Þessu greinir Skúli Mogensen frá í bréfi sem hann ritaði til annarra skuldabréfaeigenda WOW Air í dag og Vísir hefur undir höndum. Þar á Skúli að segjast hafa verið sannfærður um að umrædd fjármögnun myndi duga til þess að hægt væri að skrá WOW Air á markað á næstu 18 mánuðum. Frá því að skuldabréfaútboðinu lauk um miðjan septembermánuð hafi staðan hins vegar versnað. Í því samhengi nefnir hann að uppgjör flugfélagsins fyrir fjórða ársfjórðung þessa árs sé tilfinnanlega verra en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Þetta megi að einhverju leyti rekja, að sögn Skúla í bréfinu sem Markaðurinn greindi fyrst frá, til þeirrar neikvæðu umræðu sem rekin var í fjölmiðlum um fjárhagsstöðu WOW Air. Umfjöllunin hafi orðið til þess að grafa undan sölu og lausafjárstöðu WOW, sem erfitt hafi verið að búast við. Að sama skapi hafi umræðan sem skapast í kringum gjaldþrot Primera Air haft neikvæð áhrif á rekstur og ímynd WOW. Olíuverðshækkun í lok árs á einnig að hafa leikið félagið grátt. Sjá einnig: Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“Í bréfi Skúla kemur jafnframt fram að flugfélagið hafi verið nálægt því að ganga frá sölu- og endurleigusamningi. WOW hafi ætlað að selja vélar, fá reiðufé strax fyrir söluna og gera svo samning um að WOW myndi leigja vélarnar aftur. Þau áform hafi hins vegar farið út um þúfur og varð WOW því af 25 milljónum bandaríkjadala fyrir vikið, rúmum þrjá milljarða króna. Skúli segir þó að unnið sé hörðum höndum að því að leggja grunn að langtímafjármögnun WOW Air. Aðrir skuldabréfaeigendur geti treyst því að forstjórinn og aðrir forsvarsmenn félagsins geri allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja áframhaldandi rekstur WOW. Annað bréf sem Skúli ritaði á dögunum hefur einnig stolið fyrirsögnum í vikunni. Það bréf fór til starfsmanna WOW og greindi Skúli þar frá því að aðrir fjárfestar hefðu sýnt WOW áhuga og að verið sé að fylgja þeim áhuga eftir samhliða viðræðum við Icelandair vegna fyrirhugaðra kaupa þess á félagi Skúla. Þetta bréf er sagt hafa valdið töluverðum titringi - og kunni jafnvel að hafa áhrif á úrskurð Samkeppniseftirlitsins sem er með samruna WOW og Icelandair til athugunar. Titringurinn hefur meðal annars orsakað lækkun á hlutabréfaverði Icelandair, sem nemur um 5 prósent frá opnun markaða í morgun.Uppfært kl. 21:35 Í upprunalegu útgáfu fréttarinnar var því haldið fram að sölu- og endurleigusamningurinn, sem WOW hafði fyrirhugað, væri við Primera Air. WOW vill taka fram sú hafi ekki verið raunin. Þrátt fyrir að rætt væri um hið gjaldþrota Primera Air og fyrrnefndan samning í sömu, stuttu málsgrein hafi Primera Air ekki verið viðsemjandinn. Þetta hefur nú verið lagfært.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“ Fullyrt að póstur Skúla Mogensen hafi valdið titringi innan Icelandair. 27. nóvember 2018 09:01 Breytingar stuðli að langtímalausn fyrir Icelandair Icelandair Group segist nú eiga í viðræðum við um tillögur að skilmálabreytingum skuldabréfa í félaginu. 27. nóvember 2018 09:55 Skúli segir fleiri fjárfesta hafa áhuga á WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air segir að aðrir fjárfestar hafi sýnt flugfélaginu áhuga og að verið sé að fylgja þeim áhuga eftir samhliða viðræðum við Icelandair vegna fyrirhugaðra kaupa þess á WOW air. 26. nóvember 2018 15:37 Mest lesið Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Sjá meira
Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“ Fullyrt að póstur Skúla Mogensen hafi valdið titringi innan Icelandair. 27. nóvember 2018 09:01
Breytingar stuðli að langtímalausn fyrir Icelandair Icelandair Group segist nú eiga í viðræðum við um tillögur að skilmálabreytingum skuldabréfa í félaginu. 27. nóvember 2018 09:55
Skúli segir fleiri fjárfesta hafa áhuga á WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air segir að aðrir fjárfestar hafi sýnt flugfélaginu áhuga og að verið sé að fylgja þeim áhuga eftir samhliða viðræðum við Icelandair vegna fyrirhugaðra kaupa þess á WOW air. 26. nóvember 2018 15:37