Við erum svona fólk Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir skrifar 28. nóvember 2018 10:33 Hönd í hönd röltum við hjónin upp Hverfisgötuna í gær, á leið í bíó. Við smelltum kossi hvor á aðra áður en við gengum inn í Bíó Paradís, þangað sem við vorum komnar til að sjá frumsýningu heimildarmyndarinnar Svona fólk. Við vorum svolítið á síðustu stundu en náðum með naumindum að næla okkur í sæti í næst-öftustu röð, í smekkfullum salnum. Við horfðumst í augu og brostum hvor til annarrar áður en myndin hófst, fullar eftirvæntingar. Skömmu síðar vorum við hins vegar slegnar með blautri tusku í andlitið. Ekki leið að löngu þar til tárin voru farin að falla, og það sem eftir lifði myndar kreistum við hönd hvorrar annarrar fast á milli sætanna. Þarna sátum við, ekki orðnar þrítugar, og hlýddum á raunverulegar sögur samkynhneigðs íslensks fólks sem lifði í felum á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, varð fyrir grófu ofbeldi, missti vinnu og húsnæði, flúði land og var ofsótt fyrir það eitt að vera það sjálft. Sögur fólks sem margt hvert ber enn ör þess tíma sem samfélagið útskúfaði það. Og sögur fólks sem sumt hvert lifði ekki af. Við höfðum vissulega lesið ýmislegt um réttindabaráttuna hér á landi og þekktum sumar sögurnar – en að horfa á andlitin á bakvið sögurnar og heyra þau segja frá í sínum orðum, hafði þó djúpstæðari áhrif á okkur en okkur grunaði. Fólk eins og við, sem ekki gat leiðst hönd í hönd, og hvað þá kysst hvort annað á almannafæri. Og þarna sátum við, nýgiftu hjónin, og grétum í faðmlögum yfir veruleika þeirra. Veruleika sem er svo fjarri okkur, en samt svo nálægt. Veruleika fólks eins og okkar, því við erum svona fólk. Það eru aðeins tæpir fimm mánuðir síðan við gengum í hjónaband og fögnuðum ástinni með fjölskyldum okkar og vinum. Sjálfsagður hlutur fyrir par sem hefur verið saman í fimm ár og hyggst verja ævinni saman. En þó ekki svo sjálfsagður. Í dag eru aðeins 27 lönd í heiminum sem heimila hjónabönd samkynhneigðra. 27 af 195. Það eru ekki nema 8 ár síðan samkynja hjónabönd voru færð í lög hér á landi, og vegferðin að þeirri lögleiðingu var síður en svo áfallalaus. Það nægir að lesa umsagnir um málið á sínum tíma til að sjá fordómana og hræðsluna við ástina. Á þeim tíma sem myndin tók til var slík athöfn í besta falli langþráður draumur. Þá barðist samkynhneigt fólk fyrir tilverurétti sínum í þessu landi, fyrir því að vera ekki kallað kynvillingar og fyrir fordómalausu Íslandi. En það sem mætti þeim var skilningslaust samfélag, þar sem ekki mátti segja orðin hommi og lesbía upphátt. Þar sem slík orð voru jafnvel bönnuð í útvarpi og sjónvarpi. Sem betur fer erum við komin óralangt frá þessum veruleika, og í ár fagna Samtökin ’78 fjörtíu ára afmæli sínu. En þrátt fyrir að vera komin langt má þó enn finna foróma og skilningsleysi víða. Því er mikilvægt að sofna ekki á verðinum og halda á lofti þeim kyndli sem Hörður Torfason kveikti á sínum tíma. Takk, Hörður og þið öll sem rudduð brautina; Guðni Baldursson, Þorvaldur Kristjánsson, Ragnhildur Sverrisdóttir og aðrir viðmælendur myndarinnar, sem sögðu frá á svo fallegan og einlægan en oft átakalegan hátt. Og takk, Hrafnhildur Gunnarsdóttir fyrir að fanga söguna og baráttuna svona fallega. Það er ykkur að þakka að við stöndum hér í dag og fáum að elska hvora aðra í samfélagi sem leyfir okkur að vera við sjálfar. Heimildarmyndin verður frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld og verður í sýningu næstu daga. Við hvetjum alla til að fara í bíó og horfast í augu við söguna. Því þetta er svo einfalt og snýst bara um eitt: lífshamingju. Höfundar eru hjón og stofnendur Hinseginleikans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Hönd í hönd röltum við hjónin upp Hverfisgötuna í gær, á leið í bíó. Við smelltum kossi hvor á aðra áður en við gengum inn í Bíó Paradís, þangað sem við vorum komnar til að sjá frumsýningu heimildarmyndarinnar Svona fólk. Við vorum svolítið á síðustu stundu en náðum með naumindum að næla okkur í sæti í næst-öftustu röð, í smekkfullum salnum. Við horfðumst í augu og brostum hvor til annarrar áður en myndin hófst, fullar eftirvæntingar. Skömmu síðar vorum við hins vegar slegnar með blautri tusku í andlitið. Ekki leið að löngu þar til tárin voru farin að falla, og það sem eftir lifði myndar kreistum við hönd hvorrar annarrar fast á milli sætanna. Þarna sátum við, ekki orðnar þrítugar, og hlýddum á raunverulegar sögur samkynhneigðs íslensks fólks sem lifði í felum á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, varð fyrir grófu ofbeldi, missti vinnu og húsnæði, flúði land og var ofsótt fyrir það eitt að vera það sjálft. Sögur fólks sem margt hvert ber enn ör þess tíma sem samfélagið útskúfaði það. Og sögur fólks sem sumt hvert lifði ekki af. Við höfðum vissulega lesið ýmislegt um réttindabaráttuna hér á landi og þekktum sumar sögurnar – en að horfa á andlitin á bakvið sögurnar og heyra þau segja frá í sínum orðum, hafði þó djúpstæðari áhrif á okkur en okkur grunaði. Fólk eins og við, sem ekki gat leiðst hönd í hönd, og hvað þá kysst hvort annað á almannafæri. Og þarna sátum við, nýgiftu hjónin, og grétum í faðmlögum yfir veruleika þeirra. Veruleika sem er svo fjarri okkur, en samt svo nálægt. Veruleika fólks eins og okkar, því við erum svona fólk. Það eru aðeins tæpir fimm mánuðir síðan við gengum í hjónaband og fögnuðum ástinni með fjölskyldum okkar og vinum. Sjálfsagður hlutur fyrir par sem hefur verið saman í fimm ár og hyggst verja ævinni saman. En þó ekki svo sjálfsagður. Í dag eru aðeins 27 lönd í heiminum sem heimila hjónabönd samkynhneigðra. 27 af 195. Það eru ekki nema 8 ár síðan samkynja hjónabönd voru færð í lög hér á landi, og vegferðin að þeirri lögleiðingu var síður en svo áfallalaus. Það nægir að lesa umsagnir um málið á sínum tíma til að sjá fordómana og hræðsluna við ástina. Á þeim tíma sem myndin tók til var slík athöfn í besta falli langþráður draumur. Þá barðist samkynhneigt fólk fyrir tilverurétti sínum í þessu landi, fyrir því að vera ekki kallað kynvillingar og fyrir fordómalausu Íslandi. En það sem mætti þeim var skilningslaust samfélag, þar sem ekki mátti segja orðin hommi og lesbía upphátt. Þar sem slík orð voru jafnvel bönnuð í útvarpi og sjónvarpi. Sem betur fer erum við komin óralangt frá þessum veruleika, og í ár fagna Samtökin ’78 fjörtíu ára afmæli sínu. En þrátt fyrir að vera komin langt má þó enn finna foróma og skilningsleysi víða. Því er mikilvægt að sofna ekki á verðinum og halda á lofti þeim kyndli sem Hörður Torfason kveikti á sínum tíma. Takk, Hörður og þið öll sem rudduð brautina; Guðni Baldursson, Þorvaldur Kristjánsson, Ragnhildur Sverrisdóttir og aðrir viðmælendur myndarinnar, sem sögðu frá á svo fallegan og einlægan en oft átakalegan hátt. Og takk, Hrafnhildur Gunnarsdóttir fyrir að fanga söguna og baráttuna svona fallega. Það er ykkur að þakka að við stöndum hér í dag og fáum að elska hvora aðra í samfélagi sem leyfir okkur að vera við sjálfar. Heimildarmyndin verður frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld og verður í sýningu næstu daga. Við hvetjum alla til að fara í bíó og horfast í augu við söguna. Því þetta er svo einfalt og snýst bara um eitt: lífshamingju. Höfundar eru hjón og stofnendur Hinseginleikans.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun