Áfram í fangelsi vegna Facebook-ummæla Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. nóvember 2018 08:30 Facebook. Vísir/Getty Aðgerðasinninn, rithöfundurinn, ljóðskáldið og fræðimaðurinn Stella Nyanzi hefur verið í fangelsi í Úganda síðan í síðasta mánuði eftir að hún var ákærð í fyrra fyrir að hafa kallað Yoweri Museveni forseta „rasshaus“ á síðasta ári. Yfirvöld líta á að með ummælunum, sem féllu á Facebook, hafi Nyanzi brotið gegn lögum um stafræna áreitni. Nyanzi ákvað í gær að hafna lausn gegn tryggingu svo hún gæti verið áfram í fangelsi og kennt konum hvernig á að nota Facebook. „Hvað er eiginlega verið að rannsaka? Hvort Yoweri Museveni sé enn móðgaður? Ég ætla að fara aftur í Luzira-fangelsið og kenna konunum þar hvernig maður skrifar á Facebook svo þær geti skrifað eins og ég geri þegar þær losna,“ sagði Nyanza við dómara í Buganda Road í gær. Hún sagði jafnframt að það væri í eðli hennar, sem skálds og rithöfundar, að skrifa. Hún hafi valið að beina skrifum sínum gegn ríkisstjórninni. Nyanzi hefur reglulega kvatt sér til hljóðs í mótmælum gegn yfirvöldum. Á síðasta ári vakti hún athygli í baráttu gegn brottrekstri af skrifstofu sinni við Makerere-háskóla. Þá batt hún sig fasta á svæðinu og afklæddist fyrir framan tökumenn fréttastöðva. Auk þess að hafa barist af krafti gegn ríkisstjórn Yoweris Museveni hefur Nyanzi til dæmis barist fyrir því að úgandskar konur fái tíðavörur gjaldfrjálst sem og fyrir réttindum hinsegin fólks. BBC fjallaði ítarlega um þessa baráttukonu á síðasta ári, eftir að hún var ákærð fyrir ummælin um forsetann. „Museveni segist enga peninga eiga fyrir tíðavörunum sem hann lofaði. Samt er hann að lofa því að koma upp eftirlitsmyndavélum úti á götu. Hvílíkar lygar,“ hafði breska ríkisútvarpið til að mynda eftir Stellu Nyanzi í umfjölluninni. Afríka Birtist í Fréttablaðinu Facebook Samfélagsmiðlar Úganda Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Sjá meira
Aðgerðasinninn, rithöfundurinn, ljóðskáldið og fræðimaðurinn Stella Nyanzi hefur verið í fangelsi í Úganda síðan í síðasta mánuði eftir að hún var ákærð í fyrra fyrir að hafa kallað Yoweri Museveni forseta „rasshaus“ á síðasta ári. Yfirvöld líta á að með ummælunum, sem féllu á Facebook, hafi Nyanzi brotið gegn lögum um stafræna áreitni. Nyanzi ákvað í gær að hafna lausn gegn tryggingu svo hún gæti verið áfram í fangelsi og kennt konum hvernig á að nota Facebook. „Hvað er eiginlega verið að rannsaka? Hvort Yoweri Museveni sé enn móðgaður? Ég ætla að fara aftur í Luzira-fangelsið og kenna konunum þar hvernig maður skrifar á Facebook svo þær geti skrifað eins og ég geri þegar þær losna,“ sagði Nyanza við dómara í Buganda Road í gær. Hún sagði jafnframt að það væri í eðli hennar, sem skálds og rithöfundar, að skrifa. Hún hafi valið að beina skrifum sínum gegn ríkisstjórninni. Nyanzi hefur reglulega kvatt sér til hljóðs í mótmælum gegn yfirvöldum. Á síðasta ári vakti hún athygli í baráttu gegn brottrekstri af skrifstofu sinni við Makerere-háskóla. Þá batt hún sig fasta á svæðinu og afklæddist fyrir framan tökumenn fréttastöðva. Auk þess að hafa barist af krafti gegn ríkisstjórn Yoweris Museveni hefur Nyanzi til dæmis barist fyrir því að úgandskar konur fái tíðavörur gjaldfrjálst sem og fyrir réttindum hinsegin fólks. BBC fjallaði ítarlega um þessa baráttukonu á síðasta ári, eftir að hún var ákærð fyrir ummælin um forsetann. „Museveni segist enga peninga eiga fyrir tíðavörunum sem hann lofaði. Samt er hann að lofa því að koma upp eftirlitsmyndavélum úti á götu. Hvílíkar lygar,“ hafði breska ríkisútvarpið til að mynda eftir Stellu Nyanzi í umfjölluninni.
Afríka Birtist í Fréttablaðinu Facebook Samfélagsmiðlar Úganda Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Sjá meira