Halda áfram uppreisn gegn forsætisráðherra Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. nóvember 2018 10:00 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/Getty Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP), norðurírski flokkurinn sem ver ríkisstjórn Íhaldsflokksins á Bretlandi undir forsæti Theresu May vantrausti, mun ekki styðja Brexit-áform May ef þau koma óbreytt fyrir breska þingið. Þetta sagði formaðurinn Arlene Foster í viðtali við írsku sjónvarpsstöðina RTE í gær. „Ef hún leggur það sem er að finna í bréfi hennar fyrir þingið og atkvæðagreiðsla fer fram þá munum við ekki geta stutt málið,“ sagði Foster en flokkur hennar hefur tíu þingmenn. Án þeirra hefur ríkisstjórnin ekki meirihluta. „Hún þarf nú að ákveða hvort hún vilji feta áfram þennan stíg þar sem hún veit að hún hefur ekki stuðning lýðræðislegu sambandssinnanna tíu í Westminster,“ bætti Foster við. Rótin að óánægjunni er það sem Foster telur vera svikin loforð um landamæri Írlands og Bretlands. Téðu bréfi May til Foster var lekið til The Times og þar sagði May að málamiðlanir væru óumflýjanlegar. DUP-liðar hafa ítrekað farið fram á að komið verði í veg fyrir sýnileg landamæri á svæðinu. Samkvæmt BBC eru DUP-liðar einnig óánægðir með þá stefnu May að Norður-Írland gæti þurft að samþykkja reglugerðir innri markaðar ESB, vilji fólk koma í veg fyrir sýnileg landamæri. Landamæramálið hefur reynst rembihnútur í samningaviðræðum ESB og Breta um útgönguna. Svo erfitt virðist málið að mögulega gætu Bretar þurft að ganga út án samnings um framtíðarsamband við ESB. Fleiri eru óánægð með May. Í gær tilkynnti Jo Johnson, yngri bróðir Boris, um að hann segði af sér sem undirsamgönguráðherra. Brexit-málið var ástæðan en áður hafði eldri bróðirinn sagt af sér í utanríkisráðuneytinu af sömu ástæðu. Johnson sagðist ekki geta greitt atkvæði með áætlunum May þegar þær koma fyrir þingið. Kallaði þær sprottnar af hugarórum. „Að gefa þjóðinni tvo valkosti, annaðhvort yrðum við algjör undirlægja eða hér myndi ríkja glundroði, er versta frammistaða Bretlands á alþjóðavettvangi frá því í Súesdeilunni. Vegna þess farsa sem Brexit-málið er orðið er það eina rétta í stöðunni að leyfa þjóðinni að eiga lokaorðið,“ sagði Johnson sem barðist gegn Brexit í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2016. „Boris bróðir minn, sem leiddi baráttuna fyrir útgöngu, er afar óánægður með tillögur ríkisstjórnarinnar. Það er ég líka. Ég þekki það af eigin reynslu í samgönguráðuneytinu að mikill glundroði myndi fylgja Brexit án samnings,“ bætti Johnson við enn fremur. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP), norðurírski flokkurinn sem ver ríkisstjórn Íhaldsflokksins á Bretlandi undir forsæti Theresu May vantrausti, mun ekki styðja Brexit-áform May ef þau koma óbreytt fyrir breska þingið. Þetta sagði formaðurinn Arlene Foster í viðtali við írsku sjónvarpsstöðina RTE í gær. „Ef hún leggur það sem er að finna í bréfi hennar fyrir þingið og atkvæðagreiðsla fer fram þá munum við ekki geta stutt málið,“ sagði Foster en flokkur hennar hefur tíu þingmenn. Án þeirra hefur ríkisstjórnin ekki meirihluta. „Hún þarf nú að ákveða hvort hún vilji feta áfram þennan stíg þar sem hún veit að hún hefur ekki stuðning lýðræðislegu sambandssinnanna tíu í Westminster,“ bætti Foster við. Rótin að óánægjunni er það sem Foster telur vera svikin loforð um landamæri Írlands og Bretlands. Téðu bréfi May til Foster var lekið til The Times og þar sagði May að málamiðlanir væru óumflýjanlegar. DUP-liðar hafa ítrekað farið fram á að komið verði í veg fyrir sýnileg landamæri á svæðinu. Samkvæmt BBC eru DUP-liðar einnig óánægðir með þá stefnu May að Norður-Írland gæti þurft að samþykkja reglugerðir innri markaðar ESB, vilji fólk koma í veg fyrir sýnileg landamæri. Landamæramálið hefur reynst rembihnútur í samningaviðræðum ESB og Breta um útgönguna. Svo erfitt virðist málið að mögulega gætu Bretar þurft að ganga út án samnings um framtíðarsamband við ESB. Fleiri eru óánægð með May. Í gær tilkynnti Jo Johnson, yngri bróðir Boris, um að hann segði af sér sem undirsamgönguráðherra. Brexit-málið var ástæðan en áður hafði eldri bróðirinn sagt af sér í utanríkisráðuneytinu af sömu ástæðu. Johnson sagðist ekki geta greitt atkvæði með áætlunum May þegar þær koma fyrir þingið. Kallaði þær sprottnar af hugarórum. „Að gefa þjóðinni tvo valkosti, annaðhvort yrðum við algjör undirlægja eða hér myndi ríkja glundroði, er versta frammistaða Bretlands á alþjóðavettvangi frá því í Súesdeilunni. Vegna þess farsa sem Brexit-málið er orðið er það eina rétta í stöðunni að leyfa þjóðinni að eiga lokaorðið,“ sagði Johnson sem barðist gegn Brexit í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2016. „Boris bróðir minn, sem leiddi baráttuna fyrir útgöngu, er afar óánægður með tillögur ríkisstjórnarinnar. Það er ég líka. Ég þekki það af eigin reynslu í samgönguráðuneytinu að mikill glundroði myndi fylgja Brexit án samnings,“ bætti Johnson við enn fremur.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira