Verktakinn vill byrja strax að breikka Suðurlandsveg Kristján Már Unnarsson skrifar 13. nóvember 2018 21:00 Fyrsti áfanginn, 2,5 kílómetrar milli Varmár og Gljúfurholtsár, á að vera tilbúinn næsta haust. Mynd/Vegagerðin. Íslenskir aðalverktakar vilja hefja breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss strax í næsta mánuði en þeir buðu lægst í fyrsta áfanga verksins, 1.360 milljónir króna. Athygli vekur að öll tilboð voru yfir kostnaðaráætlun. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Fyrsti áfanginn er tveggja og hálfs kílómetra kafli í Ölfusi, milli Varmár og Gljúfurholtsár, ásamt hliðarvegum, sem tengjast nýjum vegamótum, annars vegar að Ölfusborgum og hins vegar niður að Völlum. Verkinu skal að fullu lokið 15. september 2019. Þetta er stærsta útboð Vegagerðarinnar í ár en tilboð voru opnuð í höfuðstöðvum hennar í Reykjavík í dag. Verkið var boðið út á evrópska efnahagssvæðinu en aðeins bárust fjögur tilboð og öll innlend.Tilboð Íslenskra aðalverktaka var 200 milljónum króna lægra en næstlægsta boð, sem var frá Ístaki.Grafík/Guðmundur Björnsson.Lægsta boð áttu Íslenskir aðalverktakar, upp á 1.361 milljón króna, en það var 9%, eða 111 milljónum króna, yfir 1.250 milljóna króna kostnaðaráætlun. Tilboð Ístaks, Suðurverks og Munck á Íslandi reyndust mun hærri, eða 25 til 30 prósentum yfir kostnaðaráætlun. Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hönnunardeildar Vegagerðarinnar, segir mikinn áfanga að ná að opna tilboð í þetta stóra verk. Það séu ákveðin vonbrigði að tilboð skyldu vera yfir kostnaðaráætlun en það sé kannski skiljanlegt að einhverju leyti. Árni Valur Garðarsson, verkefnisstjóri hjá Íslenskum aðalverktökum.Stöð 2/Einar Árnason.„Þetta leggst vel í okkur. Við komum til með að byrja af fullum krafti bara strax í desember og vonandi tekst okkur að ljúka fyrsta áfanga 30. mars, ef veður og Guð lofar,“ segir Árni Valur Garðarsson, verkefnisstjóri hjá Íslenskum aðalverktökum. Þeir hjá ÍAV segjast hafa nægan mannskap. Þeir séu að ljúka tveimur stórum verkum, Vaðlaheiðargöngum og Búrfellsvirkjun. „Við vöðum í þetta strax,“ segir Árni Valur.Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hjá Vegagerðinni.Stöð 2/Einar Árnason.Markmið samgönguáætlunar er að ljúka breikkun vegarins milli Kamba og Selfoss árið 2022 en þetta eru alls um tíu kílómetrar. Guðmundur Valur segir Vegagerðina stefna að því að næsti áfangi verði boðinn út næsta sumar og gerir ráð fyrir að fjárveitingar verði þá tryggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hveragerði Tengdar fréttir Suðurlandsvegur milli Kamba og Selfoss mun líta svona út Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfangann í breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss. Myndband, sem sýnir hvernig vegurinn mun líta út, var sýnt í fréttum Stöðvar 2. 13. október 2018 08:45 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Sjá meira
Íslenskir aðalverktakar vilja hefja breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss strax í næsta mánuði en þeir buðu lægst í fyrsta áfanga verksins, 1.360 milljónir króna. Athygli vekur að öll tilboð voru yfir kostnaðaráætlun. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Fyrsti áfanginn er tveggja og hálfs kílómetra kafli í Ölfusi, milli Varmár og Gljúfurholtsár, ásamt hliðarvegum, sem tengjast nýjum vegamótum, annars vegar að Ölfusborgum og hins vegar niður að Völlum. Verkinu skal að fullu lokið 15. september 2019. Þetta er stærsta útboð Vegagerðarinnar í ár en tilboð voru opnuð í höfuðstöðvum hennar í Reykjavík í dag. Verkið var boðið út á evrópska efnahagssvæðinu en aðeins bárust fjögur tilboð og öll innlend.Tilboð Íslenskra aðalverktaka var 200 milljónum króna lægra en næstlægsta boð, sem var frá Ístaki.Grafík/Guðmundur Björnsson.Lægsta boð áttu Íslenskir aðalverktakar, upp á 1.361 milljón króna, en það var 9%, eða 111 milljónum króna, yfir 1.250 milljóna króna kostnaðaráætlun. Tilboð Ístaks, Suðurverks og Munck á Íslandi reyndust mun hærri, eða 25 til 30 prósentum yfir kostnaðaráætlun. Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hönnunardeildar Vegagerðarinnar, segir mikinn áfanga að ná að opna tilboð í þetta stóra verk. Það séu ákveðin vonbrigði að tilboð skyldu vera yfir kostnaðaráætlun en það sé kannski skiljanlegt að einhverju leyti. Árni Valur Garðarsson, verkefnisstjóri hjá Íslenskum aðalverktökum.Stöð 2/Einar Árnason.„Þetta leggst vel í okkur. Við komum til með að byrja af fullum krafti bara strax í desember og vonandi tekst okkur að ljúka fyrsta áfanga 30. mars, ef veður og Guð lofar,“ segir Árni Valur Garðarsson, verkefnisstjóri hjá Íslenskum aðalverktökum. Þeir hjá ÍAV segjast hafa nægan mannskap. Þeir séu að ljúka tveimur stórum verkum, Vaðlaheiðargöngum og Búrfellsvirkjun. „Við vöðum í þetta strax,“ segir Árni Valur.Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hjá Vegagerðinni.Stöð 2/Einar Árnason.Markmið samgönguáætlunar er að ljúka breikkun vegarins milli Kamba og Selfoss árið 2022 en þetta eru alls um tíu kílómetrar. Guðmundur Valur segir Vegagerðina stefna að því að næsti áfangi verði boðinn út næsta sumar og gerir ráð fyrir að fjárveitingar verði þá tryggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hveragerði Tengdar fréttir Suðurlandsvegur milli Kamba og Selfoss mun líta svona út Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfangann í breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss. Myndband, sem sýnir hvernig vegurinn mun líta út, var sýnt í fréttum Stöðvar 2. 13. október 2018 08:45 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Sjá meira
Suðurlandsvegur milli Kamba og Selfoss mun líta svona út Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfangann í breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss. Myndband, sem sýnir hvernig vegurinn mun líta út, var sýnt í fréttum Stöðvar 2. 13. október 2018 08:45