Segir Brexit-drög hrikaleg fyrir Skotland Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2018 16:26 Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands. EPA/WILL OLIVER Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, segir að verði þau drög að Brexit-samningi sem nú eru til viðræðna samþykkt, yrði það hrikalegt fyrir Skotland. Drögin fela í sér að Norður-Írland fái að vera áfram innan innri markaða Evrópusambandsins og að slíkt myndi vera ósanngjarnt gagnvart Skotlandi. Ríkisstjórn Sturgeon vill einnig vera innan innri markaða ESB. „Þetta yrði hrikalegt varðandi fjárfestingu og störf í Skotlandi,“ hefur AFP fréttaveitan eftir Sturgeon.Þetta sagði Sturgeon í viðtali við fjölmiðla í Skotlandi og hún sagði enn fremur að þessi niðurstaða yrði sú versta af öllum. Þá sagði forsætisráðherrann að breska þingið gæti enn kosið gegn samkomulaginu og á væri hægt að leita betri lausna, eins og mögulegri áframhaldandi aðkomu alls Bretlands að innri markaði og tollasamastarfi ESB.WATCH: @NicolaSturgeon tells me a #Brexit deal which would leave Scotland outside the single market competing for investment and jobs with Northern Ireland would be the "worst of all possible worlds.'' pic.twitter.com/0x7IthUIAS — kathryn samson (@kathsamsonitv) November 14, 2018 AFP hefur einnig eftir þingmanninum Ross Thompson, sem er í íhaldsflokki Theresu May, að drögin séu óásættanleg. Hann segist hafa barist af mikilli hörku fyrir því að Skotland fengi ekki sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2014. Hins vegar væri þetta samkomulag í raun að slíta Bretlandi upp með því að veita Norður-Írlandi undanþágu og áframhaldandi aðgang að innri mörkuðum ESB. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit árið 2016 kusu 63 prósent Skota að vera áfram í ESB á meðan niðurstaðan yfir allt Bretland var sú að 52 prósent vildu yfirgefa sambandið. Tveimur árum höfðu 55 prósent Skota kosið að vera áfram í Bretlandi. Sturgeon segir að Brexit hafi breytt aðstæðum Skota verulega en enn sem komið er hefur hún ekki boðað til annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. Bretland Brexit Evrópusambandið Írland Skotland Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, segir að verði þau drög að Brexit-samningi sem nú eru til viðræðna samþykkt, yrði það hrikalegt fyrir Skotland. Drögin fela í sér að Norður-Írland fái að vera áfram innan innri markaða Evrópusambandsins og að slíkt myndi vera ósanngjarnt gagnvart Skotlandi. Ríkisstjórn Sturgeon vill einnig vera innan innri markaða ESB. „Þetta yrði hrikalegt varðandi fjárfestingu og störf í Skotlandi,“ hefur AFP fréttaveitan eftir Sturgeon.Þetta sagði Sturgeon í viðtali við fjölmiðla í Skotlandi og hún sagði enn fremur að þessi niðurstaða yrði sú versta af öllum. Þá sagði forsætisráðherrann að breska þingið gæti enn kosið gegn samkomulaginu og á væri hægt að leita betri lausna, eins og mögulegri áframhaldandi aðkomu alls Bretlands að innri markaði og tollasamastarfi ESB.WATCH: @NicolaSturgeon tells me a #Brexit deal which would leave Scotland outside the single market competing for investment and jobs with Northern Ireland would be the "worst of all possible worlds.'' pic.twitter.com/0x7IthUIAS — kathryn samson (@kathsamsonitv) November 14, 2018 AFP hefur einnig eftir þingmanninum Ross Thompson, sem er í íhaldsflokki Theresu May, að drögin séu óásættanleg. Hann segist hafa barist af mikilli hörku fyrir því að Skotland fengi ekki sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2014. Hins vegar væri þetta samkomulag í raun að slíta Bretlandi upp með því að veita Norður-Írlandi undanþágu og áframhaldandi aðgang að innri mörkuðum ESB. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Brexit árið 2016 kusu 63 prósent Skota að vera áfram í ESB á meðan niðurstaðan yfir allt Bretland var sú að 52 prósent vildu yfirgefa sambandið. Tveimur árum höfðu 55 prósent Skota kosið að vera áfram í Bretlandi. Sturgeon segir að Brexit hafi breytt aðstæðum Skota verulega en enn sem komið er hefur hún ekki boðað til annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands.
Bretland Brexit Evrópusambandið Írland Skotland Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira