Theresa May segir það muni lítt stoða að skipta sér út Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. nóvember 2018 07:00 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. NORDIC PHOTOS/AFP Að skipta um hest í miðri á mun ekki gera útgöngu Breta úr Evrópusambandinu (ESB) auðveldari. Þetta segir Theresa May, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins. Hart hefur verið sótt að May síðan hún kynnti drög að útgöngusamningi Breta við ESB. Útgönguráðherra ríkisstjórnar hennar, Dominic Raab, sagði meðal annars af sér eftir að drögin lágu fyrir og hið sama gerði eftirlauna- og vinnumálaráðherra hennar. Þá hefur hluti flokkssystkina hennar kallað eftir því að kosið verði um vantraust á forsætisráðherrann. Til að til slíkrar atkvæðagreiðslu komi þurfa minnst 48 þingmenn flokksins að senda svokallaðri 1922-nefnd Íhaldsflokksins bréf þar sem kallað er eftir atkvæðagreiðslunni. Enn sem komið er hefur því marki ekki verið náð en sagt er frá því á BBC að það gæti gerst í dag. „Þetta hefur verið erfið vika en það hefur ekki fengið á mig. Pólitík er oft erfið og ég hef verið lengi í henni. Næstu sjö dagar munu verða afar mikilvægir fyrir framtíð Bretlands,“ sagði May í samtali við Sky New‘s Ridge í gær. Í sama viðtali sagði hún að yrði vantrauststillaga samþykkt myndi það ekki gera samningaviðræður við sambandið auðveldari eða breyta stöðunni á breska þinginu en ólíklegt er talið að nauðsynlegt samþykki þingsins fáist vegna fyrirliggjandi tillagna. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Erfið vika framundan hjá May May hefur átt undir högg að sækja eftir að hún tilkynnti drög að Brexit-samningi sem snýr að úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 18. nóvember 2018 23:30 Corbyn útilokar aðra þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi segir að ný þjóðaratkvæðagreiðsla sé ekki valkostur eins og staðan sé í dag. Það sé aftur á móti valkostur í framtíðinni. 18. nóvember 2018 10:22 May fyllir í tóma ráðherrastóla Forsætisráðherra Bretlands skipaði fjóra nýja ráðherra. Nýr ráðherra útgöngumála er tiltölulega óþekktur en verður líklega hliðhollur May. Nýr ráðherra vinnu- og eftirlaunamála er öllu þekktari og umdeildari. 17. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Sjá meira
Að skipta um hest í miðri á mun ekki gera útgöngu Breta úr Evrópusambandinu (ESB) auðveldari. Þetta segir Theresa May, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins. Hart hefur verið sótt að May síðan hún kynnti drög að útgöngusamningi Breta við ESB. Útgönguráðherra ríkisstjórnar hennar, Dominic Raab, sagði meðal annars af sér eftir að drögin lágu fyrir og hið sama gerði eftirlauna- og vinnumálaráðherra hennar. Þá hefur hluti flokkssystkina hennar kallað eftir því að kosið verði um vantraust á forsætisráðherrann. Til að til slíkrar atkvæðagreiðslu komi þurfa minnst 48 þingmenn flokksins að senda svokallaðri 1922-nefnd Íhaldsflokksins bréf þar sem kallað er eftir atkvæðagreiðslunni. Enn sem komið er hefur því marki ekki verið náð en sagt er frá því á BBC að það gæti gerst í dag. „Þetta hefur verið erfið vika en það hefur ekki fengið á mig. Pólitík er oft erfið og ég hef verið lengi í henni. Næstu sjö dagar munu verða afar mikilvægir fyrir framtíð Bretlands,“ sagði May í samtali við Sky New‘s Ridge í gær. Í sama viðtali sagði hún að yrði vantrauststillaga samþykkt myndi það ekki gera samningaviðræður við sambandið auðveldari eða breyta stöðunni á breska þinginu en ólíklegt er talið að nauðsynlegt samþykki þingsins fáist vegna fyrirliggjandi tillagna.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Erfið vika framundan hjá May May hefur átt undir högg að sækja eftir að hún tilkynnti drög að Brexit-samningi sem snýr að úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 18. nóvember 2018 23:30 Corbyn útilokar aðra þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi segir að ný þjóðaratkvæðagreiðsla sé ekki valkostur eins og staðan sé í dag. Það sé aftur á móti valkostur í framtíðinni. 18. nóvember 2018 10:22 May fyllir í tóma ráðherrastóla Forsætisráðherra Bretlands skipaði fjóra nýja ráðherra. Nýr ráðherra útgöngumála er tiltölulega óþekktur en verður líklega hliðhollur May. Nýr ráðherra vinnu- og eftirlaunamála er öllu þekktari og umdeildari. 17. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Sjá meira
Erfið vika framundan hjá May May hefur átt undir högg að sækja eftir að hún tilkynnti drög að Brexit-samningi sem snýr að úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 18. nóvember 2018 23:30
Corbyn útilokar aðra þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi segir að ný þjóðaratkvæðagreiðsla sé ekki valkostur eins og staðan sé í dag. Það sé aftur á móti valkostur í framtíðinni. 18. nóvember 2018 10:22
May fyllir í tóma ráðherrastóla Forsætisráðherra Bretlands skipaði fjóra nýja ráðherra. Nýr ráðherra útgöngumála er tiltölulega óþekktur en verður líklega hliðhollur May. Nýr ráðherra vinnu- og eftirlaunamála er öllu þekktari og umdeildari. 17. nóvember 2018 08:00