Áttaði sig ekki á að henni hefði verið nauðgað Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. nóvember 2018 20:00 Kennaranemi sem varð fyrir kynferðisofbeldi á menntaskólaaldri telur nauðsynlegt að efla kynfræðslu í grunnskólum og kenna fagið í Kennaraháskólanum. Hún segist hafa verið lengi að átta sig á því að sér hefði í raun verið nauðgað þar sem hana skorti fræðslu um mismunandi birtingarmyndir ofbeldis. Elínu Huldu Harðardóttur var fyrst nauðgað árið 2012 þegar hún var 18 ára gömul og síðan aftur árið 2014. Hún segir málin hafa verið mjög ólík. „Í fyrra málinu var þetta strákur sem ég þekkti ekki neitt, þetta var í einhverju eftirpartíi á Akureyri og seinni gerandinn var síðan strákur sem ég hafði þekkt alla mína ævi og var mjög góður vinur minn," segir Elín. „Með fyrra málið tók mig rosalegan langan tíma að átta mig á því hvað hafði gerst og viðurkenna fyrir sjálfri mér hvað hafði gerst. Af því að mín hugmynd um nauðgun var bara brjálað ofbeldi, þar sem væri rosaleg yfirtaka, öskur og læti. Og þetta var alls ekki þannig. Þannig að mín skilgreining á ofbeldi og nauðgun var bara allt önnur er hún er. Ég vissi ekkert um margar tegundir af nauðgunum og það tók mig mjög langan tíma að geta byrjað að tala um þetta." Hún telur að koma megi í veg fyrir þessi ranghugmynd hjá brotaþolum með öflugri kynfræðslu. „Þegar ég var í grunnskóla var alls engin fræðsla. Það var bara eitthvað um kynfærin og um kynsjúkdóma. En það vantar meiri fræðslu um tilfinningagreind og um mörk. Ég lifði svo ótrúlega lengi í skömm eftir fyrri nauðgunina og það er mjög stutt síðan ég skilaði þeirri skömm. Mér fannst þetta alltaf vera svo mikið mér að kenna af því ég vissi í rauninni ekki hvað ofbeldi væri. Það vantar þessa fræðslu inn í grunnskólana," segir Elín.Menntavísindasvið Háskóla Íslands við Stakkahlíð.MYND/HÁSKÓLI ÍSLANDSTil þess að svo megi verða þurfi að byrja í kennaraskólanum. Elín er nú að hefja vinnu að lokaverkefni þar sem hún ætlar að setja saman hugmynd að kynfræðsluáfanga fyrir kennara til þess að þeir séu sjálfir búnir undir kennsluna. „Til þess að geta talað um þessa hluti, til þess að geta talað um kynferðisofbeldi. Ég hef til dæmis sjálf verið með kennara í kennaraskólanum sem gat ekki einu sinni nefnt þetta á nafn í kennaraskólanum. Þegar ég sagði að ég hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi fór hún bara alveg í kleinu. En kennarar eiga að geta talað um þetta af því að þetta er fólk sem börn eiga að geta leitað til," segir Elín. Hún telur þessa víðtæku kynfræðslu eiga heima í námskrá grunnskólanna. „Þannig að það sé ekki bara „happa glappa" með hvaða kennara þú lendir. Mér finnst að þetta eigi að vera í námskránni og eigi að vera í Kennó. Að þetta sé bara eitthvað sem kennarar verði að geta kennt." Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Sjá meira
Kennaranemi sem varð fyrir kynferðisofbeldi á menntaskólaaldri telur nauðsynlegt að efla kynfræðslu í grunnskólum og kenna fagið í Kennaraháskólanum. Hún segist hafa verið lengi að átta sig á því að sér hefði í raun verið nauðgað þar sem hana skorti fræðslu um mismunandi birtingarmyndir ofbeldis. Elínu Huldu Harðardóttur var fyrst nauðgað árið 2012 þegar hún var 18 ára gömul og síðan aftur árið 2014. Hún segir málin hafa verið mjög ólík. „Í fyrra málinu var þetta strákur sem ég þekkti ekki neitt, þetta var í einhverju eftirpartíi á Akureyri og seinni gerandinn var síðan strákur sem ég hafði þekkt alla mína ævi og var mjög góður vinur minn," segir Elín. „Með fyrra málið tók mig rosalegan langan tíma að átta mig á því hvað hafði gerst og viðurkenna fyrir sjálfri mér hvað hafði gerst. Af því að mín hugmynd um nauðgun var bara brjálað ofbeldi, þar sem væri rosaleg yfirtaka, öskur og læti. Og þetta var alls ekki þannig. Þannig að mín skilgreining á ofbeldi og nauðgun var bara allt önnur er hún er. Ég vissi ekkert um margar tegundir af nauðgunum og það tók mig mjög langan tíma að geta byrjað að tala um þetta." Hún telur að koma megi í veg fyrir þessi ranghugmynd hjá brotaþolum með öflugri kynfræðslu. „Þegar ég var í grunnskóla var alls engin fræðsla. Það var bara eitthvað um kynfærin og um kynsjúkdóma. En það vantar meiri fræðslu um tilfinningagreind og um mörk. Ég lifði svo ótrúlega lengi í skömm eftir fyrri nauðgunina og það er mjög stutt síðan ég skilaði þeirri skömm. Mér fannst þetta alltaf vera svo mikið mér að kenna af því ég vissi í rauninni ekki hvað ofbeldi væri. Það vantar þessa fræðslu inn í grunnskólana," segir Elín.Menntavísindasvið Háskóla Íslands við Stakkahlíð.MYND/HÁSKÓLI ÍSLANDSTil þess að svo megi verða þurfi að byrja í kennaraskólanum. Elín er nú að hefja vinnu að lokaverkefni þar sem hún ætlar að setja saman hugmynd að kynfræðsluáfanga fyrir kennara til þess að þeir séu sjálfir búnir undir kennsluna. „Til þess að geta talað um þessa hluti, til þess að geta talað um kynferðisofbeldi. Ég hef til dæmis sjálf verið með kennara í kennaraskólanum sem gat ekki einu sinni nefnt þetta á nafn í kennaraskólanum. Þegar ég sagði að ég hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi fór hún bara alveg í kleinu. En kennarar eiga að geta talað um þetta af því að þetta er fólk sem börn eiga að geta leitað til," segir Elín. Hún telur þessa víðtæku kynfræðslu eiga heima í námskrá grunnskólanna. „Þannig að það sé ekki bara „happa glappa" með hvaða kennara þú lendir. Mér finnst að þetta eigi að vera í námskránni og eigi að vera í Kennó. Að þetta sé bara eitthvað sem kennarar verði að geta kennt."
Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent