Hóta að halda áfram kjarnorkuuppbyggingu verði viðskiptaþvingunum ekki aflétt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. nóvember 2018 10:37 Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu (t.h.) og Donald Trump Bandaríkjaforseti á leiðtogafundi þeirra í Singapúr fyrr á árinu. Vísir/Getty Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa kallað eftir því að Bandaríkin aflétti viðskiptaþvingunum gagnvart sér, ellegar íhugi þau að endurhugsa stefnu sína í kjarnorkumálum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu gaf út í gærkvöldi. Þar segir að stjórnvöld landsins gætu ákveðið að endurvekja svokallaða „pyongjin“-stefnu sem snýr að uppbyggingu kjarnorkuvopnabúrs landsins á sama tíma og ráðist er í efnahagslega uppbyggingu. Norðurkóresk stjórnvöld gengu þó ekki svo langt að hóta að slíta samningaviðræðum við Bandaríkjamenn, en ríkin tvö hafa staðið í viðræðum, meðal annars um kjarnorkumál, síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, funduðu í Singapúr í júní á þessu ári.Utanríkisráðherrar funda von bráðarMike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í viðtali við Fox-fréttastöðina í gær að fyrirætlaður væri í næstu viku fundur milli hans og norðurkóreska utanríkisráðherrans Kim Yong Chol. Pompeo gaf ekki upp nákvæma tímasetningu eða staðsetningu fundarins sem mun að öllum líkindum snúa að því að sannfæra Norður-Kóreumenn um að ganga lengra í kjarnorkuafvopnun. „Það er mikil vinna fyrir höndum, en ég er handviss um það að við munum halda áfram að beita efnahagslegum þrýstingi þar til formaðurinn Kim hefur staðið við þau loforð sem hann gaf Trump forseta í júní,“ sagði Pompeo í viðtalinu.Norður-Kórea „hlær“ að hugmyndum BandaríkjannaÍ yfirlýsingu utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu segir að umbætur á sambandi ríkjanna og viðskiptaþvinganir séu tveir gagnverkandi þættir. „Bandaríkin telja að síendurteknar „þvinganir og þrýstingur“ muni leiða til „kjarnorkuafvopnunar.“ Við getum ekki annað en hlegið að svo kjánalegum hugmyndum.“ Þá sagði í yfirlýsingunni að aflétting viðskiptaþvingana væru eðlileg og viðeigandi viðbrögð við „frumkvæði og lipurð“ Norður-Kóreu í kjarnorkuafvopnun til þessa. Bandaríkin Donald Trump Erlent Norður-Kórea Tengdar fréttir Kim ætlar að loka skotpöllum og tilraunasvæðum Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, samþykkti á fundi með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, að einum aðal eldflaugaskotpalli ríkisins yrði lokað. Þá stefna ríkin á að afkjarnorkuvopnavæða Kóreu-skaga. 19. september 2018 09:14 Telja Norður-Kóreumenn búa yfir 20 til 60 kjarnavopnum Ráðherra sameiningarmála í Suður-Kóreu greindi frá þessu í svari til suður-kóreska þingsins. 2. október 2018 10:44 Stefnir í annan fund með Trump Bandaríski miðillinn Politico sagði í gær að þar í landi fylgdust stjórnvöld náið með fundinum í vikunni og reyndu að komast að því hvort grundvöllur væri fyrir öðrum leiðtogafundi Trumps og Kim 19. september 2018 08:00 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa kallað eftir því að Bandaríkin aflétti viðskiptaþvingunum gagnvart sér, ellegar íhugi þau að endurhugsa stefnu sína í kjarnorkumálum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu gaf út í gærkvöldi. Þar segir að stjórnvöld landsins gætu ákveðið að endurvekja svokallaða „pyongjin“-stefnu sem snýr að uppbyggingu kjarnorkuvopnabúrs landsins á sama tíma og ráðist er í efnahagslega uppbyggingu. Norðurkóresk stjórnvöld gengu þó ekki svo langt að hóta að slíta samningaviðræðum við Bandaríkjamenn, en ríkin tvö hafa staðið í viðræðum, meðal annars um kjarnorkumál, síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, funduðu í Singapúr í júní á þessu ári.Utanríkisráðherrar funda von bráðarMike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í viðtali við Fox-fréttastöðina í gær að fyrirætlaður væri í næstu viku fundur milli hans og norðurkóreska utanríkisráðherrans Kim Yong Chol. Pompeo gaf ekki upp nákvæma tímasetningu eða staðsetningu fundarins sem mun að öllum líkindum snúa að því að sannfæra Norður-Kóreumenn um að ganga lengra í kjarnorkuafvopnun. „Það er mikil vinna fyrir höndum, en ég er handviss um það að við munum halda áfram að beita efnahagslegum þrýstingi þar til formaðurinn Kim hefur staðið við þau loforð sem hann gaf Trump forseta í júní,“ sagði Pompeo í viðtalinu.Norður-Kórea „hlær“ að hugmyndum BandaríkjannaÍ yfirlýsingu utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu segir að umbætur á sambandi ríkjanna og viðskiptaþvinganir séu tveir gagnverkandi þættir. „Bandaríkin telja að síendurteknar „þvinganir og þrýstingur“ muni leiða til „kjarnorkuafvopnunar.“ Við getum ekki annað en hlegið að svo kjánalegum hugmyndum.“ Þá sagði í yfirlýsingunni að aflétting viðskiptaþvingana væru eðlileg og viðeigandi viðbrögð við „frumkvæði og lipurð“ Norður-Kóreu í kjarnorkuafvopnun til þessa.
Bandaríkin Donald Trump Erlent Norður-Kórea Tengdar fréttir Kim ætlar að loka skotpöllum og tilraunasvæðum Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, samþykkti á fundi með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, að einum aðal eldflaugaskotpalli ríkisins yrði lokað. Þá stefna ríkin á að afkjarnorkuvopnavæða Kóreu-skaga. 19. september 2018 09:14 Telja Norður-Kóreumenn búa yfir 20 til 60 kjarnavopnum Ráðherra sameiningarmála í Suður-Kóreu greindi frá þessu í svari til suður-kóreska þingsins. 2. október 2018 10:44 Stefnir í annan fund með Trump Bandaríski miðillinn Politico sagði í gær að þar í landi fylgdust stjórnvöld náið með fundinum í vikunni og reyndu að komast að því hvort grundvöllur væri fyrir öðrum leiðtogafundi Trumps og Kim 19. september 2018 08:00 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Kim ætlar að loka skotpöllum og tilraunasvæðum Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, samþykkti á fundi með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, að einum aðal eldflaugaskotpalli ríkisins yrði lokað. Þá stefna ríkin á að afkjarnorkuvopnavæða Kóreu-skaga. 19. september 2018 09:14
Telja Norður-Kóreumenn búa yfir 20 til 60 kjarnavopnum Ráðherra sameiningarmála í Suður-Kóreu greindi frá þessu í svari til suður-kóreska þingsins. 2. október 2018 10:44
Stefnir í annan fund með Trump Bandaríski miðillinn Politico sagði í gær að þar í landi fylgdust stjórnvöld náið með fundinum í vikunni og reyndu að komast að því hvort grundvöllur væri fyrir öðrum leiðtogafundi Trumps og Kim 19. september 2018 08:00