Lögmaður konu sem var sýknuð af guðlasti flýr land Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2018 07:53 Pakistanskir íslamistar vilja enn láta hengja Bibi. Vísir/EPA Óttast er um öryggi Asiu Bibi, pakistanskrar konu sem var sýknuð af ákæru um guðlast eftir að hafa upphaflega verið dæmd til dauða. Lögmaður hennar er nú sagður hafa flúið land af ótta um líf sitt. Sýkna Bibi hefur leitt til blóðugra mótmæla í Pakistan. Bibi var í átta ár á dauðadeild áður en hæstiréttur landsins sýknaði hana í síðustu viku. Bibi er kristin og hún var sökuð um að hafa lastað Múhammeð spámann múslima. Mál hennar hefur vakið mikla athygli innan og utan Pakistans.CNN-fréttastöðin hefur eftir samstarfsmanni Saiful Malook, lögmanns Bibi, að hann hafi flúið til Evrópu til að forða lífi sínu. Ashiq Masih, eiginmaður Bibi, hefur grátbeðið vestræn ríki eins og Bretland, Bandaríkin eða Kanada um að veita henni hæli. Hann óttast um líf Bibi í fangelsi. Fjölskylda hennar sé jafnframt í felum. Ríkisstjórn Pakistans samdi við Tehreek-e-Labbaik, flokk íslamsta, sem hefur leitt mótmæli gegn sýknu Bibi í síðustu viku. Gegn því að mótmælunum yrði hætt féllu stjórnvöld á að láta setja Bibi í farbann og að setja sig ekki upp á móti tillögu um endurskoðun á sýknunni. Masih segir að honum hafi runnið kalt vatn milli skinns og hörunds þegar hann frétti af samkomulaginu. „Fjölskylda mín er óttaslegin, ættingjar mínir eru óttaslegnir og vinir mínir eru líka óttaslegnir,“ segir hann. Asía Kanada Pakistan Tengdar fréttir Dauðadómur konu fyrir guðlast felldur niður í Pakistan Hæstiréttur Pakistan hefur fellt niður úrskurð neðri dómstóla um að taka skyldi Asia Bibi af lífi fyrir guðlast. 31. október 2018 12:41 Konan sem var sýknuð af guðlasti gæti verið sett í farbann Til að binda enda á mótmæli íslamista ætla pakistönsk stjórnvöld að setja konu sem var sýknuð af ákæru um guðlast í farbann og mótmæla ekki endurskoðun á sýknudómi hennar. Hún átti yfir höfði sér dauðadóm. 2. nóvember 2018 23:44 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira
Óttast er um öryggi Asiu Bibi, pakistanskrar konu sem var sýknuð af ákæru um guðlast eftir að hafa upphaflega verið dæmd til dauða. Lögmaður hennar er nú sagður hafa flúið land af ótta um líf sitt. Sýkna Bibi hefur leitt til blóðugra mótmæla í Pakistan. Bibi var í átta ár á dauðadeild áður en hæstiréttur landsins sýknaði hana í síðustu viku. Bibi er kristin og hún var sökuð um að hafa lastað Múhammeð spámann múslima. Mál hennar hefur vakið mikla athygli innan og utan Pakistans.CNN-fréttastöðin hefur eftir samstarfsmanni Saiful Malook, lögmanns Bibi, að hann hafi flúið til Evrópu til að forða lífi sínu. Ashiq Masih, eiginmaður Bibi, hefur grátbeðið vestræn ríki eins og Bretland, Bandaríkin eða Kanada um að veita henni hæli. Hann óttast um líf Bibi í fangelsi. Fjölskylda hennar sé jafnframt í felum. Ríkisstjórn Pakistans samdi við Tehreek-e-Labbaik, flokk íslamsta, sem hefur leitt mótmæli gegn sýknu Bibi í síðustu viku. Gegn því að mótmælunum yrði hætt féllu stjórnvöld á að láta setja Bibi í farbann og að setja sig ekki upp á móti tillögu um endurskoðun á sýknunni. Masih segir að honum hafi runnið kalt vatn milli skinns og hörunds þegar hann frétti af samkomulaginu. „Fjölskylda mín er óttaslegin, ættingjar mínir eru óttaslegnir og vinir mínir eru líka óttaslegnir,“ segir hann.
Asía Kanada Pakistan Tengdar fréttir Dauðadómur konu fyrir guðlast felldur niður í Pakistan Hæstiréttur Pakistan hefur fellt niður úrskurð neðri dómstóla um að taka skyldi Asia Bibi af lífi fyrir guðlast. 31. október 2018 12:41 Konan sem var sýknuð af guðlasti gæti verið sett í farbann Til að binda enda á mótmæli íslamista ætla pakistönsk stjórnvöld að setja konu sem var sýknuð af ákæru um guðlast í farbann og mótmæla ekki endurskoðun á sýknudómi hennar. Hún átti yfir höfði sér dauðadóm. 2. nóvember 2018 23:44 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira
Dauðadómur konu fyrir guðlast felldur niður í Pakistan Hæstiréttur Pakistan hefur fellt niður úrskurð neðri dómstóla um að taka skyldi Asia Bibi af lífi fyrir guðlast. 31. október 2018 12:41
Konan sem var sýknuð af guðlasti gæti verið sett í farbann Til að binda enda á mótmæli íslamista ætla pakistönsk stjórnvöld að setja konu sem var sýknuð af ákæru um guðlast í farbann og mótmæla ekki endurskoðun á sýknudómi hennar. Hún átti yfir höfði sér dauðadóm. 2. nóvember 2018 23:44