Sádar segjast ætla að ákæra vegna morðsins á Khashoggi Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2018 09:10 Khashoggi var í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum. Hann hafði gagnrýnt stjórnvöld í heimalandinu. Vísir/EPA Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa sagt mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að þau séu að rannsaka morðið á Jamal Khashoggi og ætli sér að ákæra morðingja hans. Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í byrjun október. Forseti mannréttindanefndar Sádi-Arabíu sagði mannréttindaráðinu að Salman konungur hefði skipað ríkissaksóknara landsins að rannsaka málið og gefa út ákærur, að því er segir í frétt Reuters. Stjórnvöld í Ríad hafa orðið margsaga um örlög Khashoggi á ræðisskrifstofunni. Fyrst eftir að hans var saknað héldu þau því fram að hann hefði yfirgefið skrifstofuna. Síðar viðurkenndu þau að hann væri látinn en það hefði gerst óvart í átökum við menn sem honum sinnaðist við. Tyrknesk stjórnvöld hafa sagst hafa sannanir fyrir því að hópur manna hafi verið sendur frá Sádi-Arabíu til Istanbúl daginn sem Khashoggi var myrtur. Hópurinn hafi pyntað og myrt Khashoggi og jafnvel bútað lík hans niður. Nokkrir í hópnum eru sagðir hafa náin tengsl við Mohammed bin Salman krónprins Sádi-Arabíu. Nú síðast hafa komið fram ásakanir um að lík blaðamannsins hafi verið leyst upp í sýru. Lík Khashoggi hefur ekki fundist og Sádar hafa engar skýringar getað gefið á hvað varð um það. Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Erdogan segir Sáda hafa fyrirskipað morðið á Khashoggi Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir að skipunin um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi hafi komið úr innsta hring stjórnvalda í Sádi-Arabíu. Washington Post birti í dag skoðanagrein eftir forsetann, þar sem hann heitir því að Tyrkir muni komast til botns í máli blaðamannsins og því verði ekki leyft að gleymast. 2. nóvember 2018 21:44 Unnustan krefst réttlætis fyrir Khashoggi „Sumir í Washington virðast vona að málið gleymist ef þeir bara tefja nóg. En við munum halda áfram að þrýsta á stjórn Trumps að knýja fram réttlæti fyrir Jamal. Það má ekki hylma yfir þennan glæp,“ skrifaði Cengiz. 3. nóvember 2018 09:00 Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khashoggi er þvertekið fyrir að hann hafi verið meðlimur bræðralagsins eða hættulegur á nokkurn hátt. 2. nóvember 2018 07:37 Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið "leyst upp“ Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. 2. nóvember 2018 17:38 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa sagt mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að þau séu að rannsaka morðið á Jamal Khashoggi og ætli sér að ákæra morðingja hans. Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í byrjun október. Forseti mannréttindanefndar Sádi-Arabíu sagði mannréttindaráðinu að Salman konungur hefði skipað ríkissaksóknara landsins að rannsaka málið og gefa út ákærur, að því er segir í frétt Reuters. Stjórnvöld í Ríad hafa orðið margsaga um örlög Khashoggi á ræðisskrifstofunni. Fyrst eftir að hans var saknað héldu þau því fram að hann hefði yfirgefið skrifstofuna. Síðar viðurkenndu þau að hann væri látinn en það hefði gerst óvart í átökum við menn sem honum sinnaðist við. Tyrknesk stjórnvöld hafa sagst hafa sannanir fyrir því að hópur manna hafi verið sendur frá Sádi-Arabíu til Istanbúl daginn sem Khashoggi var myrtur. Hópurinn hafi pyntað og myrt Khashoggi og jafnvel bútað lík hans niður. Nokkrir í hópnum eru sagðir hafa náin tengsl við Mohammed bin Salman krónprins Sádi-Arabíu. Nú síðast hafa komið fram ásakanir um að lík blaðamannsins hafi verið leyst upp í sýru. Lík Khashoggi hefur ekki fundist og Sádar hafa engar skýringar getað gefið á hvað varð um það.
Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Erdogan segir Sáda hafa fyrirskipað morðið á Khashoggi Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir að skipunin um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi hafi komið úr innsta hring stjórnvalda í Sádi-Arabíu. Washington Post birti í dag skoðanagrein eftir forsetann, þar sem hann heitir því að Tyrkir muni komast til botns í máli blaðamannsins og því verði ekki leyft að gleymast. 2. nóvember 2018 21:44 Unnustan krefst réttlætis fyrir Khashoggi „Sumir í Washington virðast vona að málið gleymist ef þeir bara tefja nóg. En við munum halda áfram að þrýsta á stjórn Trumps að knýja fram réttlæti fyrir Jamal. Það má ekki hylma yfir þennan glæp,“ skrifaði Cengiz. 3. nóvember 2018 09:00 Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khashoggi er þvertekið fyrir að hann hafi verið meðlimur bræðralagsins eða hættulegur á nokkurn hátt. 2. nóvember 2018 07:37 Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið "leyst upp“ Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. 2. nóvember 2018 17:38 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Erdogan segir Sáda hafa fyrirskipað morðið á Khashoggi Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir að skipunin um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi hafi komið úr innsta hring stjórnvalda í Sádi-Arabíu. Washington Post birti í dag skoðanagrein eftir forsetann, þar sem hann heitir því að Tyrkir muni komast til botns í máli blaðamannsins og því verði ekki leyft að gleymast. 2. nóvember 2018 21:44
Unnustan krefst réttlætis fyrir Khashoggi „Sumir í Washington virðast vona að málið gleymist ef þeir bara tefja nóg. En við munum halda áfram að þrýsta á stjórn Trumps að knýja fram réttlæti fyrir Jamal. Það má ekki hylma yfir þennan glæp,“ skrifaði Cengiz. 3. nóvember 2018 09:00
Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khashoggi er þvertekið fyrir að hann hafi verið meðlimur bræðralagsins eða hættulegur á nokkurn hátt. 2. nóvember 2018 07:37
Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið "leyst upp“ Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. 2. nóvember 2018 17:38