Heræfingar hafnar að nýju í Suður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2018 10:54 Frá heræfingu Suður-Kóreu og Bandaríkjanna fyrr á árinu. EPA/JEON HEON-KYUN Fyrsta sameiginlega heræfing Suður-Kóreu og Bandaríkjanna frá því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ákvað að slíkum æfingum skyldi hætt stendur nú yfir. Eftir fund Trump og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, í sumar sagði Trump að sameiginlegum æfingum skyldi hætt um tíma og sagði Trump sjálfur að æfingarnar væru kostnaðarsamar og „ögrandi“ gagnvart Norður-Kóreu. Æfingarnar eru þó smáar í sniðum og fela í sér þátttöku um 500 landgönguliða beggja ríkjanna. Bandaríkin eru með um 28.500 hermenn í Suður-Kóreu og hafa ríkin reglulega staðið í sameiginlegum æfingum. Þær eru sagðar vera varnarlegs eðlis en yfirvöld Norður-Kóreu hafa reglulega fordæmt þær og sagt þær vera undirbúning fyrir innrás. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun funda með erindrekum frá Norður-Kóreu á næstu dögum þar sem afvopnun Norður-Kóreu verður rædd. Trump og Kim skrifuðu undir samkomulag í Singapúr í sumar sem þótti óljóst og hefur lítill árangur náðst síðan þá. Bandaríkin hafa lagt áherslu á að viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu verði haldið til streitu þar til einræðisríkið lætur kjarnorkuvopn sín af hendi. Yfirvöld Norður-Kóreu vilja hins vegar ekki taka skref í átt að afvopnun án þess að losna fyrst við refsiaðgerðir.Samkvæmt AFP fréttaveitunni gaf Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu út yfirlýsingu á föstudaginn þar sem því var hótað að framleiðsla kjarnorkuvopna yrði hafin að nýju í einræðisríkinu. Það yrði gert ef Bandaríkin léttu ekki á þvingunum.Pompeo sagði þó seinna á föstudaginn að það kæmi ekki til greina án aðgerða frá Norður-Kóreu. Asía Norður-Kórea Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Fyrsta sameiginlega heræfing Suður-Kóreu og Bandaríkjanna frá því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ákvað að slíkum æfingum skyldi hætt stendur nú yfir. Eftir fund Trump og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, í sumar sagði Trump að sameiginlegum æfingum skyldi hætt um tíma og sagði Trump sjálfur að æfingarnar væru kostnaðarsamar og „ögrandi“ gagnvart Norður-Kóreu. Æfingarnar eru þó smáar í sniðum og fela í sér þátttöku um 500 landgönguliða beggja ríkjanna. Bandaríkin eru með um 28.500 hermenn í Suður-Kóreu og hafa ríkin reglulega staðið í sameiginlegum æfingum. Þær eru sagðar vera varnarlegs eðlis en yfirvöld Norður-Kóreu hafa reglulega fordæmt þær og sagt þær vera undirbúning fyrir innrás. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun funda með erindrekum frá Norður-Kóreu á næstu dögum þar sem afvopnun Norður-Kóreu verður rædd. Trump og Kim skrifuðu undir samkomulag í Singapúr í sumar sem þótti óljóst og hefur lítill árangur náðst síðan þá. Bandaríkin hafa lagt áherslu á að viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu verði haldið til streitu þar til einræðisríkið lætur kjarnorkuvopn sín af hendi. Yfirvöld Norður-Kóreu vilja hins vegar ekki taka skref í átt að afvopnun án þess að losna fyrst við refsiaðgerðir.Samkvæmt AFP fréttaveitunni gaf Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu út yfirlýsingu á föstudaginn þar sem því var hótað að framleiðsla kjarnorkuvopna yrði hafin að nýju í einræðisríkinu. Það yrði gert ef Bandaríkin léttu ekki á þvingunum.Pompeo sagði þó seinna á föstudaginn að það kæmi ekki til greina án aðgerða frá Norður-Kóreu.
Asía Norður-Kórea Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira