Skorti vettvang fyrir konur í Breiðholtinu Hjörvar Ólafsson skrifar 6. nóvember 2018 16:30 Frá æfingu kvennaliðsins. þórður einarsson Leiknir Reykjavík hefur sett á stofn kvennalið í knattspyrnu í meistaraflokki og stefnan er sú að leika í 2. deildinni næsta sumar. Liðið er hugarfóstur Garðars Gunnars Ásgeirsson sem þjálfaði um árabil bæði yngri flokka og meistaraflokk hjá félaginu og Þórðar Einarssonar, yfirþjálfara hjá knattspyrnudeild félagsins. Fyrsta æfingin hjá liðinu var haldin um síðustu helgi og ljóst að mikil spenna er fyrir þessu verkefni. „Við höfum gengið með þessa pælingu í maganum í um það bil ár og það var svo sem ekkert meitlað í stein að ég myndi þjálfa liðið. Leiknir hefur verið með kvennastarf upp í 3. flokk undanfarin ár og eftir það hafa leikmenn á okkar vegum annaðhvort hætt eða farið í önnur félög. Okkur fannst vera kominn tími á að leikmenn í yngri flokkum hjá okkur hefðu fyrirmyndir og að þeir hefðu líka vettvang til þess að hefja meistaraflokksferil,“ segir Garðar Gunnar í samtali við Fréttablaðið. „Uppistaðan í liðinu eru leikmenn sem voru á sínum tíma í Stjörnunni en voru hættir að spila fótbolta. Það voru svo fjórir leikmenn sem höfðu æft upp yngri flokkana hjá okkur og þrír leikmenn sem eru að æfa í 3. flokki. Þá komu tveir leikmenn sem höfðu spilað með HK/Víkingi, en höfðu verið í pásu frá fótboltaiðkun. Allt í allt voru þetta rúmlega 20 leikmenn og ég veit af fleiri leikmönnum sem ætla að mæta en komust ekki á fyrstu æfinguna,“ segir þjálfarinn margreyndi um fyrstu sporin hjá nýju liði. „Það hefur vantað töluvert upp á að kvennastarfi í íþróttum sé gert eins hátt undir höfði og það ætti að vera. Það kostar vissulega töluverða vinnu að koma þessu á fót, en við erum reiðubúin til að leggja það á okkur. Við erum að skipuleggja það að finna æfingaleiki við hæfi og erum svo búin að skrá liðið til keppni í Lengjubikar og í 2. deildinni. Leikmönnum hefur verið gerð grein fyrir því að Leiknir er að leggja í þó nokkurn kostnað og á móti er þess krafist að leikmenn sinni verkefninu almennilega,“ segir þessi mikli Leiknismaður. „Það er hins vegar meginmarkmiðið að leikmenn hafi gaman af þessu. Við áttum okkur á því að við erum með leikmannahóp sem er samansettur af leikmönnum sem við getum ekki krafist að æfi eins og efstudeildarlið. Leikmenn hafa aðrar skuldbindingar sem geta á tímum verið í forgangi. Það er hins vegar á hreinu að farið er fram á að leikmenn mæti eins vel og mögulegt er og forsenda fyrir því að leikmenn láti leiki alla jafna ganga fyrir öðrum verkefnum sínum,“ segir Garðar Gunnar um framhaldið hjá liðinu. „Leiknir hefur í gegnum tíðina alið upp leikmenn sem hafa leikið í hæsta gæðaflokki á öðrum vettvangi. Það er frábært að Leikniskonur hafi nú tækifæri til að leika í Leiknisbúningi í meistaraflokki. Svo er það mín tilfinning að það sé nokkuð stór hópur af leikmönnum sem komist ekki að hjá stóru félögunum og vantar vettvang til þess að spila í meistaraflokki. Hér er komið lið sem leikmenn getað leitað til ef þannig stendur á,“ segir hann um Leiknisliðið. Íslenski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Leiknir Reykjavík hefur sett á stofn kvennalið í knattspyrnu í meistaraflokki og stefnan er sú að leika í 2. deildinni næsta sumar. Liðið er hugarfóstur Garðars Gunnars Ásgeirsson sem þjálfaði um árabil bæði yngri flokka og meistaraflokk hjá félaginu og Þórðar Einarssonar, yfirþjálfara hjá knattspyrnudeild félagsins. Fyrsta æfingin hjá liðinu var haldin um síðustu helgi og ljóst að mikil spenna er fyrir þessu verkefni. „Við höfum gengið með þessa pælingu í maganum í um það bil ár og það var svo sem ekkert meitlað í stein að ég myndi þjálfa liðið. Leiknir hefur verið með kvennastarf upp í 3. flokk undanfarin ár og eftir það hafa leikmenn á okkar vegum annaðhvort hætt eða farið í önnur félög. Okkur fannst vera kominn tími á að leikmenn í yngri flokkum hjá okkur hefðu fyrirmyndir og að þeir hefðu líka vettvang til þess að hefja meistaraflokksferil,“ segir Garðar Gunnar í samtali við Fréttablaðið. „Uppistaðan í liðinu eru leikmenn sem voru á sínum tíma í Stjörnunni en voru hættir að spila fótbolta. Það voru svo fjórir leikmenn sem höfðu æft upp yngri flokkana hjá okkur og þrír leikmenn sem eru að æfa í 3. flokki. Þá komu tveir leikmenn sem höfðu spilað með HK/Víkingi, en höfðu verið í pásu frá fótboltaiðkun. Allt í allt voru þetta rúmlega 20 leikmenn og ég veit af fleiri leikmönnum sem ætla að mæta en komust ekki á fyrstu æfinguna,“ segir þjálfarinn margreyndi um fyrstu sporin hjá nýju liði. „Það hefur vantað töluvert upp á að kvennastarfi í íþróttum sé gert eins hátt undir höfði og það ætti að vera. Það kostar vissulega töluverða vinnu að koma þessu á fót, en við erum reiðubúin til að leggja það á okkur. Við erum að skipuleggja það að finna æfingaleiki við hæfi og erum svo búin að skrá liðið til keppni í Lengjubikar og í 2. deildinni. Leikmönnum hefur verið gerð grein fyrir því að Leiknir er að leggja í þó nokkurn kostnað og á móti er þess krafist að leikmenn sinni verkefninu almennilega,“ segir þessi mikli Leiknismaður. „Það er hins vegar meginmarkmiðið að leikmenn hafi gaman af þessu. Við áttum okkur á því að við erum með leikmannahóp sem er samansettur af leikmönnum sem við getum ekki krafist að æfi eins og efstudeildarlið. Leikmenn hafa aðrar skuldbindingar sem geta á tímum verið í forgangi. Það er hins vegar á hreinu að farið er fram á að leikmenn mæti eins vel og mögulegt er og forsenda fyrir því að leikmenn láti leiki alla jafna ganga fyrir öðrum verkefnum sínum,“ segir Garðar Gunnar um framhaldið hjá liðinu. „Leiknir hefur í gegnum tíðina alið upp leikmenn sem hafa leikið í hæsta gæðaflokki á öðrum vettvangi. Það er frábært að Leikniskonur hafi nú tækifæri til að leika í Leiknisbúningi í meistaraflokki. Svo er það mín tilfinning að það sé nokkuð stór hópur af leikmönnum sem komist ekki að hjá stóru félögunum og vantar vettvang til þess að spila í meistaraflokki. Hér er komið lið sem leikmenn getað leitað til ef þannig stendur á,“ segir hann um Leiknisliðið.
Íslenski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira