Fann að fáir þekktu mann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. nóvember 2018 15:00 Sigvaldi lék sína fyrstu keppnisleiki með íslenska landsliðinu í lok síðasta mánaðar. Vísir/Daníel Sigvaldi Guðjónsson hefur látið til sín taka með Elverum í Meistaradeild Evrópu og er í hópi markahæstu leikmanna keppninnar. Hann hefur skorað 33 mörk eða 5,5 mörk að meðaltali í leik. Sigvaldi segir að möguleikinn á að spila í Meistaradeildinni hafi verið stærsta ástæðan fyrir því að hann gekk í raðir Elverum í sumar, í stað þess að vera áfram hjá Aarhus í Danmörku. „Ég myndi segja að þetta hafi verið skref upp á við, að spila í toppliði í Noregi og í Meistaradeildinni í staðinn fyrir að spila með liði um miðja deild í Danmörku. Þetta er aðeins stærri gluggi,“ sagði Sigvaldi í samtali við Fréttablaðið í gær.Möguleikinn til staðar Elverum tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í D-riðli Meistaradeildarinnar en hefur nú unnið fjóra leiki í röð og á góða möguleika á að komast í 16-liða úrslit. Og þangað stefna Sigvaldi og félagar. „Fjögur lið berjast um að komast áfram. Við verðum að halda áfram að safna stigum. Næst er erfiður útileikur gegn Wisla Plock. Það væri frábært að ná í stig gegn þeim,“ sagði Sigvaldi sem skoraði níu mörk í fyrri leiknum gegn pólska liðinu. Það er það mesta sem hann hefur skorað í einum leik í Meistaradeildinni.Meiri hraði í Noregi Sigvaldi segir dönsku deildina sterkari en þá norsku, allavega hvað einstaka leikmenn varðar. „Taktískt er þetta mjög svipað. Hraðinn í Noregi er meiri en sú danska sterkari. Það er fleiri stjörnur þar,“ sagði Sigvaldi. Frammistaða hans á tímabilinu fór ekki fram hjá Guðmundi Guðmundssyni sem valdi hann í landsliðið fyrir leikina gegn Grikklandi og Tyrklandi í síðasta mánuði. Það voru fyrstu keppnisleikir Sigvalda með landsliðinu. Hann kom við sögu í báðum leikjunum og skoraði samtals fjögur mörk; þrjú gegn Grikkjum og eitt gegn Tyrkjum. „Þetta kom aðeins á óvart. Ég hef ekkert verið í hópnum upp á síðkastið. Það var frábært að fá símtalið frá Gumma og sérstaklega að spila heimaleik,“ sagði Sigvaldi sem fluttist til Danmerkur á unglingsaldri. „Það eru kannski ekki margir sem þekkja mig á Íslandi og maður fann það þegar maður var valinn í landsliðshópinn,“ bætti hornamaðurinn við.Draumurinn um HM Heimsmeistaramótið í Danmörku og Þýskalandi er handan við hornið og þangað vill Sigvaldi eðlilega komast. „Það er markmiðið en ég þarf að standa mig. Það væri algjör draumur að fara á stórmót með Íslandi,“ sagði Sigvaldi að lokum. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Sjá meira
Sigvaldi Guðjónsson hefur látið til sín taka með Elverum í Meistaradeild Evrópu og er í hópi markahæstu leikmanna keppninnar. Hann hefur skorað 33 mörk eða 5,5 mörk að meðaltali í leik. Sigvaldi segir að möguleikinn á að spila í Meistaradeildinni hafi verið stærsta ástæðan fyrir því að hann gekk í raðir Elverum í sumar, í stað þess að vera áfram hjá Aarhus í Danmörku. „Ég myndi segja að þetta hafi verið skref upp á við, að spila í toppliði í Noregi og í Meistaradeildinni í staðinn fyrir að spila með liði um miðja deild í Danmörku. Þetta er aðeins stærri gluggi,“ sagði Sigvaldi í samtali við Fréttablaðið í gær.Möguleikinn til staðar Elverum tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í D-riðli Meistaradeildarinnar en hefur nú unnið fjóra leiki í röð og á góða möguleika á að komast í 16-liða úrslit. Og þangað stefna Sigvaldi og félagar. „Fjögur lið berjast um að komast áfram. Við verðum að halda áfram að safna stigum. Næst er erfiður útileikur gegn Wisla Plock. Það væri frábært að ná í stig gegn þeim,“ sagði Sigvaldi sem skoraði níu mörk í fyrri leiknum gegn pólska liðinu. Það er það mesta sem hann hefur skorað í einum leik í Meistaradeildinni.Meiri hraði í Noregi Sigvaldi segir dönsku deildina sterkari en þá norsku, allavega hvað einstaka leikmenn varðar. „Taktískt er þetta mjög svipað. Hraðinn í Noregi er meiri en sú danska sterkari. Það er fleiri stjörnur þar,“ sagði Sigvaldi. Frammistaða hans á tímabilinu fór ekki fram hjá Guðmundi Guðmundssyni sem valdi hann í landsliðið fyrir leikina gegn Grikklandi og Tyrklandi í síðasta mánuði. Það voru fyrstu keppnisleikir Sigvalda með landsliðinu. Hann kom við sögu í báðum leikjunum og skoraði samtals fjögur mörk; þrjú gegn Grikkjum og eitt gegn Tyrkjum. „Þetta kom aðeins á óvart. Ég hef ekkert verið í hópnum upp á síðkastið. Það var frábært að fá símtalið frá Gumma og sérstaklega að spila heimaleik,“ sagði Sigvaldi sem fluttist til Danmerkur á unglingsaldri. „Það eru kannski ekki margir sem þekkja mig á Íslandi og maður fann það þegar maður var valinn í landsliðshópinn,“ bætti hornamaðurinn við.Draumurinn um HM Heimsmeistaramótið í Danmörku og Þýskalandi er handan við hornið og þangað vill Sigvaldi eðlilega komast. „Það er markmiðið en ég þarf að standa mig. Það væri algjör draumur að fara á stórmót með Íslandi,“ sagði Sigvaldi að lokum.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Sjá meira