Mikið minni frjósemi á heimsvísu kemur vísindamönnum í opna skjöldu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. nóvember 2018 10:45 Frjósemi í heiminum hefur minnkað svo um munar undanfarna áratugi. vísir/getty Niðurstöðum nýrrar rannsóknar um þróun frjósemi á heimsvísu frá árinu 1950 til ársins 2017 er lýst sem mjög óvæntum og athyglisverðum. Niðurstöðurnar eru kynntar í nýjasta tölublaði læknatímaritsins Lancet en þær sýna að frjósemi hefur lækkað um helming á þeim tæpu sjötíu árum sem rannsóknin nær til. Fjallað er um niðurstöðurnar á vef BBC og rætt við vísindamenn sem komu að rannsókninni. Segir einn þeirra niðurstöðuna hafa komið jafnvel honum í opna skjöldu, svo óvæntar hafi þær verið. Rannsóknin náði til allra 195 landa heimsins og sýnir að árið 1950 eignaðist hver kona að meðaltali 4,7 börn en árið 2017 var tíðnin komin niður í 2,4 börn á konu. Á Íslandi var frjósemi árið 2017 sú minnsta sem mælst hefur, eða 1,71 barn á hverja konu, en að því er segir á vef Hagstofu Íslands er helsti mælikvarði á frjósemi er fjöldi lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu. Árið 1950 var frjósemin hér á landi hins vegar aðeins undir fjórum börnum á hverja konu.Tvær stelpur stilla sér upp með dúkku og dúkkuvagni upp úr 1950.vísir/gettyEkkert land í heiminum með lægri frjósemi en 2,1 börn árið 1950 „Við höfum náð þeim áfanga að í helmingi ríkja hefur frjósemi farið fyrir neðan þau mörk sem þarf til að viðhalda mannfjöldatölum svo ef ekkert gerist mun verða fólksfækkun í þessum löndum. Þetta er athyglisverð breyting og kemur jafnvel fólki eins og mér óvart, að þetta sé raunin í helmingi landa heimsins er mjög óvænt,“ segir Christopher Murray, forstöðumaður Institute for Health Metrics and Evaluation í Washington-háskóla í Seattle. Hafa ber í huga að mikill munur er á frjósemi á milli ríkja. Þannig eignast konur í afríska ríkinu Níger 7,1 börn að meðaltali en á Kýpur er frjósemin eitt barn á konu. Talað er um að þegar meðalfrjósemi ríkis fer niður fyrir 2,1 börn á konu þá mun heildarfólksfjöldi í ríkinu á endanum fara niður á við. Árið 1950 var ekkert land í heiminum með svo lága frjósemi. Helstu ástæður minnkandi frjósemi er lægri tíðni ungbarnadauða, aukinn aðgangur að getnaðarvörnum og aukin menntun og atvinnuþátttaka kvenna.Öfgar í veðurfari eru fylgifiskur loftslagsbreytinga undanfarinna áratuga.vísir/gettyGóð þróun fyrir umhverfið Ríki í Evrópu, Bandaríkin, Suður-Kórea og Ástralía hafa almennt minni frjósemi en önnur ríki en það þýðir ekki að fólksfækkun sé nú þegar hafin þar því fólksfjöldi er blanda af fæðingartíðni, dánartíðni og fjölda innflytjenda. Það getur jafnframt tekið nokkrar kynslóðir fyrir frjósemi að festast í sessi. Engu að síður segir Murray að fyrr en varir munu samfélög þurfa að takast á við fólksfækkun. Þannig minnki frjósemi í takt við það að ríki verða þróaðri og því þróaðri sem fleiri ríki verða því minni verður frjósemi í heiminum. Murray segir að þó að fólksfækkunin verði mögulega áskorun fyrir ríki heimsins þá séu þetta góðar fréttir fyrir umhverfið vegna gríðarlegra áhrifa mannkynsins á Jörðina, en það að eignast aðeins eitt barn hefur gríðarleg áhrif á umhverfið, hvað þá ef þau eru fleiri. Heilbrigðismál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira
Niðurstöðum nýrrar rannsóknar um þróun frjósemi á heimsvísu frá árinu 1950 til ársins 2017 er lýst sem mjög óvæntum og athyglisverðum. Niðurstöðurnar eru kynntar í nýjasta tölublaði læknatímaritsins Lancet en þær sýna að frjósemi hefur lækkað um helming á þeim tæpu sjötíu árum sem rannsóknin nær til. Fjallað er um niðurstöðurnar á vef BBC og rætt við vísindamenn sem komu að rannsókninni. Segir einn þeirra niðurstöðuna hafa komið jafnvel honum í opna skjöldu, svo óvæntar hafi þær verið. Rannsóknin náði til allra 195 landa heimsins og sýnir að árið 1950 eignaðist hver kona að meðaltali 4,7 börn en árið 2017 var tíðnin komin niður í 2,4 börn á konu. Á Íslandi var frjósemi árið 2017 sú minnsta sem mælst hefur, eða 1,71 barn á hverja konu, en að því er segir á vef Hagstofu Íslands er helsti mælikvarði á frjósemi er fjöldi lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu. Árið 1950 var frjósemin hér á landi hins vegar aðeins undir fjórum börnum á hverja konu.Tvær stelpur stilla sér upp með dúkku og dúkkuvagni upp úr 1950.vísir/gettyEkkert land í heiminum með lægri frjósemi en 2,1 börn árið 1950 „Við höfum náð þeim áfanga að í helmingi ríkja hefur frjósemi farið fyrir neðan þau mörk sem þarf til að viðhalda mannfjöldatölum svo ef ekkert gerist mun verða fólksfækkun í þessum löndum. Þetta er athyglisverð breyting og kemur jafnvel fólki eins og mér óvart, að þetta sé raunin í helmingi landa heimsins er mjög óvænt,“ segir Christopher Murray, forstöðumaður Institute for Health Metrics and Evaluation í Washington-háskóla í Seattle. Hafa ber í huga að mikill munur er á frjósemi á milli ríkja. Þannig eignast konur í afríska ríkinu Níger 7,1 börn að meðaltali en á Kýpur er frjósemin eitt barn á konu. Talað er um að þegar meðalfrjósemi ríkis fer niður fyrir 2,1 börn á konu þá mun heildarfólksfjöldi í ríkinu á endanum fara niður á við. Árið 1950 var ekkert land í heiminum með svo lága frjósemi. Helstu ástæður minnkandi frjósemi er lægri tíðni ungbarnadauða, aukinn aðgangur að getnaðarvörnum og aukin menntun og atvinnuþátttaka kvenna.Öfgar í veðurfari eru fylgifiskur loftslagsbreytinga undanfarinna áratuga.vísir/gettyGóð þróun fyrir umhverfið Ríki í Evrópu, Bandaríkin, Suður-Kórea og Ástralía hafa almennt minni frjósemi en önnur ríki en það þýðir ekki að fólksfækkun sé nú þegar hafin þar því fólksfjöldi er blanda af fæðingartíðni, dánartíðni og fjölda innflytjenda. Það getur jafnframt tekið nokkrar kynslóðir fyrir frjósemi að festast í sessi. Engu að síður segir Murray að fyrr en varir munu samfélög þurfa að takast á við fólksfækkun. Þannig minnki frjósemi í takt við það að ríki verða þróaðri og því þróaðri sem fleiri ríki verða því minni verður frjósemi í heiminum. Murray segir að þó að fólksfækkunin verði mögulega áskorun fyrir ríki heimsins þá séu þetta góðar fréttir fyrir umhverfið vegna gríðarlegra áhrifa mannkynsins á Jörðina, en það að eignast aðeins eitt barn hefur gríðarleg áhrif á umhverfið, hvað þá ef þau eru fleiri.
Heilbrigðismál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira