Bein útsending: Ellefta Umhverfisþingið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2018 12:15 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra er á meðal frummælenda á fundinum. Vísir/Vilhelm Um 400 manns eru skráðir á Umhverfisþing sem fram fer á Grand hóteli í Reykjavík í dag og hafa aldrei jafn margir skráð sig á þingið. Þetta er í ellefta sinn sem umhverfis- og auðlindaráðherra boðar til Umhverfisþings. Að þessu sinni fjallar þingið annars vegar um nýja sýn og nýja nálgun í náttúruvernd og hins vegar um þjóðgarð á miðhálendinu og tækifærin fram undan. Á þinginu verður meðal annars kynnt ný, viðamikil rannsókn Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands á efnahagsáhrifum friðlýstra svæða en rannsóknin er unnin að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir frá áhrifum Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls á samfélagið á Snæfellsnesi. Bóndi á Vesturlandi segir frá því hvernig landbúnaður og friðlýsingar geta haldist í hendur. Greint verður frá niðurstöðum rannsókna á viðhorfum almennings til þjóðgarðs á miðhálendinu sem og viðhorfum ferðamanna til miðhálendisins. Formaður nefndar um stofnun miðhálendisþjóðgarðs kynnir starf nefndarinnar og fulltrúar ungu kynslóðarinnar segja frá upplifun sinni af íslenskri náttúru. Þrír erlendir gestir flytja erindi á þinginu: Nigel Dudley, ráðgjafi hjá International Union for Conservation of Nature mun fjalla um verndarflokka IUCN og mismunandi eðli friðlýsinga; Lizzie Watts, þjóðgarðsvörður hjá USA National Park Service fjallar um samstarf hins opinbera og einkaaðila á vernduðum svæðum og Chris Burkard, útivistarljósmyndari og TED-fyrirlesari með meiru segir frá upplifun sinni af miðhálendi Íslands. Streymt verður beint frá þinginu og má sjá beina útsendingu hér að neðan frá klukkan 13:00. Þá má sjá dagskrána þar fyrir neðan.Dagskrá Aukin umræða hefur verið um samfélagsleg og efnahagsleg áhrif friðlýsinga og hvernig þær geta falið í sér tækifæri fyrir byggðaþróun og atvinnulíf nærsamfélaga. Fyrri hluti þingsins mun fjalla um þessi mál.13.00 Ávarp og þingsetning Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra13.10 Fulltrúar unga fólksins Sigurður Jóhann Helgason og Anna Ragnarsdóttir Pedersen13:20 Verndarflokkar IUCN: Hvað fela þeir í sér? Nigel Dudley, ráðgjafi hjá International Union for Conservation of Nature (IUCN) Nánar13:45 Efnahagsáhrif friðlýstra svæða Jukka Siltanen, umhverfis- og auðlindafræðingur kynnir niðurstöður nýrrar rannsóknar.14:00 Samstarf hins opinbera og einkaaðila á vernduðum svæðum Lizzie Watts, USA National Park Service Nánar14:25 Náttúruvernd og efling byggða Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir frá áhrifum Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls á samfélagið á Snæfellsnesi. 14:40 Náttúruvernd og landbúnaður Ragnhildur Helga Jónsdóttir, bóndi og umhverfisfræðingur við Landbúnaðarháskóla Íslands.KaffihléÞjóðgarður á miðhálendinu: tækifærin framundan Tillaga um miðhálendisþjóðgarð er nú í fyrsta sinn skrifuð í stjórnarsáttmála sem eitt af stefnumálum ríkisstjórnar á Íslandi og þverpólitísk nefnd vinnur að framgangi málsins. En í hverju fælist sérstæða þjóðgarðsins? Hver er afstaða almennings til hugmyndarinnar og hvað segir ferðafólk um miðhálendið?15:20 Starf þverpólitískrar nefndar um stofnun miðhálendisþjóðgarðs Óli Halldórsson, formaður15:35 Viðhorf ferðamanna á miðhálendinu Anna Dóra Sæþórsdóttir, prófessor í ferðamálafræði við HÍ15:50 Viðhorf almennings og félagasamtaka til þjóðgarðs á miðhálendinu Michaël Bishop, landfræðingur við HÍ kynnir nýja rannsókn16:05 Upplifun af miðhálendi Íslands Chris Burkard, útivistarljósmyndari og fyrirlesari Nánar16:30 Pallborðsumræður - umræður um miðhálendisþjóðgarðÞingslit og léttar veitingarÞingforseti: Björg MagnúsdóttirErlendir fyrirlesarar flytja erindi sín á ensku Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Sjá meira
Um 400 manns eru skráðir á Umhverfisþing sem fram fer á Grand hóteli í Reykjavík í dag og hafa aldrei jafn margir skráð sig á þingið. Þetta er í ellefta sinn sem umhverfis- og auðlindaráðherra boðar til Umhverfisþings. Að þessu sinni fjallar þingið annars vegar um nýja sýn og nýja nálgun í náttúruvernd og hins vegar um þjóðgarð á miðhálendinu og tækifærin fram undan. Á þinginu verður meðal annars kynnt ný, viðamikil rannsókn Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands á efnahagsáhrifum friðlýstra svæða en rannsóknin er unnin að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir frá áhrifum Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls á samfélagið á Snæfellsnesi. Bóndi á Vesturlandi segir frá því hvernig landbúnaður og friðlýsingar geta haldist í hendur. Greint verður frá niðurstöðum rannsókna á viðhorfum almennings til þjóðgarðs á miðhálendinu sem og viðhorfum ferðamanna til miðhálendisins. Formaður nefndar um stofnun miðhálendisþjóðgarðs kynnir starf nefndarinnar og fulltrúar ungu kynslóðarinnar segja frá upplifun sinni af íslenskri náttúru. Þrír erlendir gestir flytja erindi á þinginu: Nigel Dudley, ráðgjafi hjá International Union for Conservation of Nature mun fjalla um verndarflokka IUCN og mismunandi eðli friðlýsinga; Lizzie Watts, þjóðgarðsvörður hjá USA National Park Service fjallar um samstarf hins opinbera og einkaaðila á vernduðum svæðum og Chris Burkard, útivistarljósmyndari og TED-fyrirlesari með meiru segir frá upplifun sinni af miðhálendi Íslands. Streymt verður beint frá þinginu og má sjá beina útsendingu hér að neðan frá klukkan 13:00. Þá má sjá dagskrána þar fyrir neðan.Dagskrá Aukin umræða hefur verið um samfélagsleg og efnahagsleg áhrif friðlýsinga og hvernig þær geta falið í sér tækifæri fyrir byggðaþróun og atvinnulíf nærsamfélaga. Fyrri hluti þingsins mun fjalla um þessi mál.13.00 Ávarp og þingsetning Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra13.10 Fulltrúar unga fólksins Sigurður Jóhann Helgason og Anna Ragnarsdóttir Pedersen13:20 Verndarflokkar IUCN: Hvað fela þeir í sér? Nigel Dudley, ráðgjafi hjá International Union for Conservation of Nature (IUCN) Nánar13:45 Efnahagsáhrif friðlýstra svæða Jukka Siltanen, umhverfis- og auðlindafræðingur kynnir niðurstöður nýrrar rannsóknar.14:00 Samstarf hins opinbera og einkaaðila á vernduðum svæðum Lizzie Watts, USA National Park Service Nánar14:25 Náttúruvernd og efling byggða Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir frá áhrifum Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls á samfélagið á Snæfellsnesi. 14:40 Náttúruvernd og landbúnaður Ragnhildur Helga Jónsdóttir, bóndi og umhverfisfræðingur við Landbúnaðarháskóla Íslands.KaffihléÞjóðgarður á miðhálendinu: tækifærin framundan Tillaga um miðhálendisþjóðgarð er nú í fyrsta sinn skrifuð í stjórnarsáttmála sem eitt af stefnumálum ríkisstjórnar á Íslandi og þverpólitísk nefnd vinnur að framgangi málsins. En í hverju fælist sérstæða þjóðgarðsins? Hver er afstaða almennings til hugmyndarinnar og hvað segir ferðafólk um miðhálendið?15:20 Starf þverpólitískrar nefndar um stofnun miðhálendisþjóðgarðs Óli Halldórsson, formaður15:35 Viðhorf ferðamanna á miðhálendinu Anna Dóra Sæþórsdóttir, prófessor í ferðamálafræði við HÍ15:50 Viðhorf almennings og félagasamtaka til þjóðgarðs á miðhálendinu Michaël Bishop, landfræðingur við HÍ kynnir nýja rannsókn16:05 Upplifun af miðhálendi Íslands Chris Burkard, útivistarljósmyndari og fyrirlesari Nánar16:30 Pallborðsumræður - umræður um miðhálendisþjóðgarðÞingslit og léttar veitingarÞingforseti: Björg MagnúsdóttirErlendir fyrirlesarar flytja erindi sín á ensku
Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Sjá meira