Föstudagsplaylisti Heklu Magnúsdóttur Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 9. nóvember 2018 12:37 Tónlist Heklu er oft á tíðum drungaleg. Verði Ljós Umsjón lagalistans í dag er í höndum Heklu Magnúsdóttur, sem hlýtur að teljast einn fremsti þeremín-leikari þjóðarinnar. Hekla gekk til liðs við brimbrettarokkssveitina Bárujárn árið 2008 og setti þeremín-leikur hennar sterkan svip á hljóðheim sveitarinnar. Hún vinnur nú að tónlist undir eigin nafni sem byggir að mestu á þeremíni og söng. Árið 2014 kom út smáskífa sem fékk glimrandi viðtökur og nú í september kom út plata í fullri lengd sem ber nafnið Á. Hér má heyra ábreiðu hennar á sálminum Heyr himna smiður, sem finna má á plötunni.Á næstunni verður Hekla með tvennar vinnustofur og fyrirlestra í Þýskalandi um grafíska nótnaskrift og nýjar nálganir á þeremíninu auk þess sem að hún spilar á nokkrum tónleikum þar í landi á næstu mánuðum, bæði ein og með öðrum listamönnum. Lagalistann segir hún vera „svona smá föstudagsferðalag.“ Hann sé sniðinn að því að maður komi heim til sín, setjist niður og hugsi aðeins út í liðna viku, hugleiði hana. „Svo peppast maður upp í smá dansgír og svo endar maður kannski bara í ræsinu, ég veit ekki.“ Föstudagsplaylistinn Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Umsjón lagalistans í dag er í höndum Heklu Magnúsdóttur, sem hlýtur að teljast einn fremsti þeremín-leikari þjóðarinnar. Hekla gekk til liðs við brimbrettarokkssveitina Bárujárn árið 2008 og setti þeremín-leikur hennar sterkan svip á hljóðheim sveitarinnar. Hún vinnur nú að tónlist undir eigin nafni sem byggir að mestu á þeremíni og söng. Árið 2014 kom út smáskífa sem fékk glimrandi viðtökur og nú í september kom út plata í fullri lengd sem ber nafnið Á. Hér má heyra ábreiðu hennar á sálminum Heyr himna smiður, sem finna má á plötunni.Á næstunni verður Hekla með tvennar vinnustofur og fyrirlestra í Þýskalandi um grafíska nótnaskrift og nýjar nálganir á þeremíninu auk þess sem að hún spilar á nokkrum tónleikum þar í landi á næstu mánuðum, bæði ein og með öðrum listamönnum. Lagalistann segir hún vera „svona smá föstudagsferðalag.“ Hann sé sniðinn að því að maður komi heim til sín, setjist niður og hugsi aðeins út í liðna viku, hugleiði hana. „Svo peppast maður upp í smá dansgír og svo endar maður kannski bara í ræsinu, ég veit ekki.“
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira