Íslenskan loks orðin að opinberu tungumáli Norðurlandaráðs Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2018 23:52 Frá þingi Norðurlandaráðs í Ósló. Mynd/Johannes Jansson/Norden Norðurlandaráð staðfesti í dag að opinber tungumál ráðsins skulu verða fimm. Íslenskan og finnska munu þar með bætast í hóp dönsku, norsku og sænsku. Í frétt á vef Norðurlandaráðs segir að ákvörðunin sé stefnumarkandi og byggð á margra ára umræðum sem oft á tíðum hafi verið nokkuð krefjandi. Breytingarnar munu taka gildi árið 2020. Þing Norðurlandaráðs hefur staðið síðustu daga og lýkur á morgun, fimmtudag. Fulltrúar Íslands og Finnlands í Norðurlandaráði hafa síðustu árin talað fyrir breytingunni þannig að allir þingmenn skuli eiga þess kost að tjá á sínu eigin tungumáli, bæði í ræðu og riti. „Í gildandi starfsreglum frá árinu 2012 eru öll tungumálin skilgreind sem jafngild en finnsku og íslensku þingmönnunum hefur ekki þótt staðan vera réttlát. Ákvörðun dagsins um að veita öllum tungumálunum opinbera stöðu gerir að verkum að endurskrifa þarf starfsreglurnar,“ segir í fréttinni.Mikilvæg gögn hafa verið þýdd Túlkun á og úr finnsku og íslensku hefur þegar verið skipulögð eftir þörfum á öllum fundum ráðsins þar sem mikilvæg gögn hafa verið þýdd yfir á finnsku og íslensku. „Þörfin fyrir túlkun hefur aukist verulega undanfarin ár og hefur haft í för með sér stigvaxandi kostnað. Í ákvörðun ráðsins kemur fram að greina verður betur kostnaðarlegar afleiðingar breytinganna sem gerir að verkum að þær geta ekki tekið gildi fyrr en í ársbyrjun 2020. Meðal þess sem kannað verður í undirbúningnum er hvort unnt væri að taka upp fjartúlkun í framtíðinni og ná þannig niður kostnaði,“ segir í fréttinni.Danska, norska og sænska áfram vinnutungumáliðVinnutungumálin á skrifstofu Norðurlandaráðs munu verða áfram danska, norska og sænska en ráðið staðfesti að alltaf verði að vera fyrir hendi starfsfólk á skrifstofunni sem býr einnig yfir staðgóðri þekkingu á íslensku og finnsku. Haft er eftir Michael Tetzschner, forseta Norðurlandaráðs, að hann sé ánægður með samkomulagið þó að hann hafi áhyggjur af kostnaðarhliðinni. „Við verðum að gæta okkar á því að ekki fari svo að kostnaðurinn aukist svo mikið að við sjáum okkur knúin til þess að fara yfir í ensku,“ segir Tetzschner. Íslenska á tækniöld Norðurlönd Tengdar fréttir Íhugaði að skilja verðlaunagripinn eftir á hótelherberginu Auður Ava er afar ánægð með verðlaunin en segist ekki endilega vön sigurtilfinningunni. 31. október 2018 13:04 Erlend fjárfesting rædd á fundi ráðherra í Osló Norrænu forsætisráðherrarnir ræddu mögulega samvinnu varðandi erlenda fjárfestingar og þá sérstaklega annarra ríkja í innviðum Norðurlandanna á fundi Norðurlandaráðs í morgun. 31. október 2018 14:49 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Norðurlandaráð staðfesti í dag að opinber tungumál ráðsins skulu verða fimm. Íslenskan og finnska munu þar með bætast í hóp dönsku, norsku og sænsku. Í frétt á vef Norðurlandaráðs segir að ákvörðunin sé stefnumarkandi og byggð á margra ára umræðum sem oft á tíðum hafi verið nokkuð krefjandi. Breytingarnar munu taka gildi árið 2020. Þing Norðurlandaráðs hefur staðið síðustu daga og lýkur á morgun, fimmtudag. Fulltrúar Íslands og Finnlands í Norðurlandaráði hafa síðustu árin talað fyrir breytingunni þannig að allir þingmenn skuli eiga þess kost að tjá á sínu eigin tungumáli, bæði í ræðu og riti. „Í gildandi starfsreglum frá árinu 2012 eru öll tungumálin skilgreind sem jafngild en finnsku og íslensku þingmönnunum hefur ekki þótt staðan vera réttlát. Ákvörðun dagsins um að veita öllum tungumálunum opinbera stöðu gerir að verkum að endurskrifa þarf starfsreglurnar,“ segir í fréttinni.Mikilvæg gögn hafa verið þýdd Túlkun á og úr finnsku og íslensku hefur þegar verið skipulögð eftir þörfum á öllum fundum ráðsins þar sem mikilvæg gögn hafa verið þýdd yfir á finnsku og íslensku. „Þörfin fyrir túlkun hefur aukist verulega undanfarin ár og hefur haft í för með sér stigvaxandi kostnað. Í ákvörðun ráðsins kemur fram að greina verður betur kostnaðarlegar afleiðingar breytinganna sem gerir að verkum að þær geta ekki tekið gildi fyrr en í ársbyrjun 2020. Meðal þess sem kannað verður í undirbúningnum er hvort unnt væri að taka upp fjartúlkun í framtíðinni og ná þannig niður kostnaði,“ segir í fréttinni.Danska, norska og sænska áfram vinnutungumáliðVinnutungumálin á skrifstofu Norðurlandaráðs munu verða áfram danska, norska og sænska en ráðið staðfesti að alltaf verði að vera fyrir hendi starfsfólk á skrifstofunni sem býr einnig yfir staðgóðri þekkingu á íslensku og finnsku. Haft er eftir Michael Tetzschner, forseta Norðurlandaráðs, að hann sé ánægður með samkomulagið þó að hann hafi áhyggjur af kostnaðarhliðinni. „Við verðum að gæta okkar á því að ekki fari svo að kostnaðurinn aukist svo mikið að við sjáum okkur knúin til þess að fara yfir í ensku,“ segir Tetzschner.
Íslenska á tækniöld Norðurlönd Tengdar fréttir Íhugaði að skilja verðlaunagripinn eftir á hótelherberginu Auður Ava er afar ánægð með verðlaunin en segist ekki endilega vön sigurtilfinningunni. 31. október 2018 13:04 Erlend fjárfesting rædd á fundi ráðherra í Osló Norrænu forsætisráðherrarnir ræddu mögulega samvinnu varðandi erlenda fjárfestingar og þá sérstaklega annarra ríkja í innviðum Norðurlandanna á fundi Norðurlandaráðs í morgun. 31. október 2018 14:49 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Íhugaði að skilja verðlaunagripinn eftir á hótelherberginu Auður Ava er afar ánægð með verðlaunin en segist ekki endilega vön sigurtilfinningunni. 31. október 2018 13:04
Erlend fjárfesting rædd á fundi ráðherra í Osló Norrænu forsætisráðherrarnir ræddu mögulega samvinnu varðandi erlenda fjárfestingar og þá sérstaklega annarra ríkja í innviðum Norðurlandanna á fundi Norðurlandaráðs í morgun. 31. október 2018 14:49