Sarah Silverman leyfði Louis C.K. að stunda sjálfsfróun fyrir framan sig Sylvía Hall skrifar 22. október 2018 20:51 Silverman ásamt Louis C.K. til hægri. Vísir/Getty Grínistinn og leikkonan Sarah Silverman tjáði sig um samband sitt við uppistandarann Louis C.K. í þætti Howard Stern nú á dögunum en grínistarnir hafa verið vinir um árabil. Louis C.K. var sakaður um ósæmilega hegðun í garð kvenkyns uppistandara fyrir ári síðan í tengslum við #MeToo-byltinguna. Silverman hefur verið á meðal þeirra kvenna sem hafa talað um kynjamisrétti í skemmtanabransanum og segir hún C.K. hafa misnotað aðstöðu sína gagnvart þessum konum en fimm konur stigu fram og sögðu grínistann hafa stundað sjálfsfróun fyrir framan þær. Sjá einnig: Louis C.K.: „Þessar sögur eru sannar“ Grínistarnir hafa verið vinir í yfir 25 ár og segir Silverman að hún hafi leyft C.K. að stunda sjálfsfróun fyrir framan sig á fyrstu árum þeirra í skemmtibransanum. Hún segir það hafi verið gert í góðu gríni og ekki sambærilegt því sem hinar konurnar upplifðu. „Það er ekki sambærilegt því sem þessar konur eru að tala um. Hann gat ekki boðið mér neitt. Við vorum bara vinir. Stundum vildi ég sjá það, það var stórkostlegt. Stundum sagði ég „alls ekki, ógeðslegt“ og við fengum okkur pizzu.“ Hún segir vandamálið liggja í því að hegðun C.K. breyttist ekki eftir að hann varð frægur. Hún segir honum hafa liðið eins og hann væri enn sami maður en áttaði sig ekki á breyttum aðstæðum. Þá segist hún vita til þess að hann hafi reynt að breyta hegðun sinni áður en ásakanirnar birtust í fjölmiðlum. „Það er til fólk sem neitar fyrir allt sem það er sakað um og heldur áfram að vera stjórnmálamenn eða kvikmyndagerðarmenn líkt og það var áður. Svo er það fólkið sem stígur fram og segir: „Ég er sekur um þessa hluti, ég gerði rangt og vill breyta rétt“ og svo er það fólkið sem er útilokað úr samfélaginu til æviloka. Hann er bróðir minn, svo þetta er erfitt. Ég hef kannski ekki hlutlaust sjónarhorn á málið en ég er að reyna,“ sagði Silverman. Þá sagðist hún ekki ætlast til þess að allir myndu taka grínistanum opnum örmum á ný. Hún sagði hann þó sjá eftir gjörðum sínum og vildi sjá hann tala um það á sviði. MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Kom óvænt fram í fyrsta sinn síðan „sögurnar reyndust sannar“ Eigandi Comedy Cellar, Noam Dworman, staðfesti fregnir af uppistandi C.K. í gær. 28. ágúst 2018 14:53 HBO slítur samstarfi við Louis C.K. Fimm konur hafa sakað bandaríska grínistann Louis C.K. um kynferðislega áreitni. 10. nóvember 2017 14:00 Saka Louis C.K. um ósæmilega kynferðistilburði Fimm konur sem flestar starfa sem uppistandarar hafa ásakað Louis C.K. um ósæmilega hegðun gagnvart sér. 9. nóvember 2017 20:49 Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Grínistinn og leikkonan Sarah Silverman tjáði sig um samband sitt við uppistandarann Louis C.K. í þætti Howard Stern nú á dögunum en grínistarnir hafa verið vinir um árabil. Louis C.K. var sakaður um ósæmilega hegðun í garð kvenkyns uppistandara fyrir ári síðan í tengslum við #MeToo-byltinguna. Silverman hefur verið á meðal þeirra kvenna sem hafa talað um kynjamisrétti í skemmtanabransanum og segir hún C.K. hafa misnotað aðstöðu sína gagnvart þessum konum en fimm konur stigu fram og sögðu grínistann hafa stundað sjálfsfróun fyrir framan þær. Sjá einnig: Louis C.K.: „Þessar sögur eru sannar“ Grínistarnir hafa verið vinir í yfir 25 ár og segir Silverman að hún hafi leyft C.K. að stunda sjálfsfróun fyrir framan sig á fyrstu árum þeirra í skemmtibransanum. Hún segir það hafi verið gert í góðu gríni og ekki sambærilegt því sem hinar konurnar upplifðu. „Það er ekki sambærilegt því sem þessar konur eru að tala um. Hann gat ekki boðið mér neitt. Við vorum bara vinir. Stundum vildi ég sjá það, það var stórkostlegt. Stundum sagði ég „alls ekki, ógeðslegt“ og við fengum okkur pizzu.“ Hún segir vandamálið liggja í því að hegðun C.K. breyttist ekki eftir að hann varð frægur. Hún segir honum hafa liðið eins og hann væri enn sami maður en áttaði sig ekki á breyttum aðstæðum. Þá segist hún vita til þess að hann hafi reynt að breyta hegðun sinni áður en ásakanirnar birtust í fjölmiðlum. „Það er til fólk sem neitar fyrir allt sem það er sakað um og heldur áfram að vera stjórnmálamenn eða kvikmyndagerðarmenn líkt og það var áður. Svo er það fólkið sem stígur fram og segir: „Ég er sekur um þessa hluti, ég gerði rangt og vill breyta rétt“ og svo er það fólkið sem er útilokað úr samfélaginu til æviloka. Hann er bróðir minn, svo þetta er erfitt. Ég hef kannski ekki hlutlaust sjónarhorn á málið en ég er að reyna,“ sagði Silverman. Þá sagðist hún ekki ætlast til þess að allir myndu taka grínistanum opnum örmum á ný. Hún sagði hann þó sjá eftir gjörðum sínum og vildi sjá hann tala um það á sviði.
MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Kom óvænt fram í fyrsta sinn síðan „sögurnar reyndust sannar“ Eigandi Comedy Cellar, Noam Dworman, staðfesti fregnir af uppistandi C.K. í gær. 28. ágúst 2018 14:53 HBO slítur samstarfi við Louis C.K. Fimm konur hafa sakað bandaríska grínistann Louis C.K. um kynferðislega áreitni. 10. nóvember 2017 14:00 Saka Louis C.K. um ósæmilega kynferðistilburði Fimm konur sem flestar starfa sem uppistandarar hafa ásakað Louis C.K. um ósæmilega hegðun gagnvart sér. 9. nóvember 2017 20:49 Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Kom óvænt fram í fyrsta sinn síðan „sögurnar reyndust sannar“ Eigandi Comedy Cellar, Noam Dworman, staðfesti fregnir af uppistandi C.K. í gær. 28. ágúst 2018 14:53
HBO slítur samstarfi við Louis C.K. Fimm konur hafa sakað bandaríska grínistann Louis C.K. um kynferðislega áreitni. 10. nóvember 2017 14:00
Saka Louis C.K. um ósæmilega kynferðistilburði Fimm konur sem flestar starfa sem uppistandarar hafa ásakað Louis C.K. um ósæmilega hegðun gagnvart sér. 9. nóvember 2017 20:49