„Ég geri þig höfðinu styttri“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 23. október 2018 15:45 Vinnudagurinn getur tekið mikið á hjá stöðuvörðum að sögn konu sem unnið hefur við fagið í á annan áratug. Á dögunum sögðu nokkrir stöðuverðir sögur af áreiti, hótunum og ofbeldi í nafnlausu viðtali í Fréttablaðinu, en slíka framkomu sögðu þeir afar algenga. Í kvöld rýnir Ísland í dag í þetta óeigingjarna starf og byrjar daginn með stöðuverðinum Þóru. Þóra er 61 árs og hefur unnið sem stöðuvörður í sextán ár. Hún er menntaður hjúkrunarfræðingur og starfaði lengi við fagið, en þyrsti hins vegar í útiveruna og hreyfinguna sem fylgir stöðuvörslu.Stöðuverðir eru á ferð og flugi, meðal annars við Ráðhús Reykjavíkur.Hataðasta stétt þjóðarinnar „Einhverjir sögðu: Gerirðu þér grein fyrir að þetta er hataðasta stétt þjóðarinnar? En mamma sagði, djöfull ertu kjörkuð að þora að fara í þetta starf og langa til að prófa. Ég hugsaði líka ég bara prófa, og hætti svo bara ef mér líkar það ekki, en hér er ég enn eftir sextán ár,“ segir Þóra. Hún segir að kostirnir vegi almennt þyngra en gallarnir, þó sumir dagar séu erfiðari en aðrir. „Ég er bara í rauninni ósköp ánægð, nema stundum náttúrulega þegar það eru einhver leiðindi. En ég er kannski farin að brynja mig svolítið og kannski farin að venjast því aðeins. Tek þetta ekki inn á mig, ekki lengur.“Þóra aðstoðar fólk við að greiða fyrir bílastæði.Margítrekaði morðhótunina Það segist Þóra þó hafa gert áður fyrr og er henni sérstaklega minnistætt atvik þegar maður sem fékk frá henni sekt hótaði öllu illu. „Hann var ólöglega lagður, en stæði laust hinum megin í götunni. Ég bauð honum að færa sig í löglegt stæði og þá væri málið dautt. En það var mjög erfitt fyrir hann að gera það, hann bara gat það ekki, var að gera eitthvað fyrir innan. Þá segi ég bara að ég þurfi því miður, þetta sé bara mín vinna, að skrifa gjald. Þá sagði hann: Ef þú gerir það, þá geri ég þig höfðinu styttri. Hann margítrekaði þetta,“ segir Þóra. Hún leitaði í kjölfarið til lögreglu, sem ræddi við manninn. Hún segir hins vegar að undanfarið hafi fólk upp til hópa verið blíðara, hugsanlega í tengslum við fyrrnefnda umfjöllun Fréttablaðsins. Þá sé yngra fólk almennt kurteisara, bjóði gjarnan góðan dag og þakki jafnvel stöðuvörðum fyrir að sinna starfi sínu vel. Ísland í dag Tengdar fréttir Karlar á miðjum aldri mestu dónarnir Stöðuverðir segja frá ofbeldi, líflátshótunum, áreitni og algjörri lítilsvirðingu sem þeir fá frá samborgurum sínum fyrir það eitt að sinna starfi sínu. 13. október 2018 07:45 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Vinnudagurinn getur tekið mikið á hjá stöðuvörðum að sögn konu sem unnið hefur við fagið í á annan áratug. Á dögunum sögðu nokkrir stöðuverðir sögur af áreiti, hótunum og ofbeldi í nafnlausu viðtali í Fréttablaðinu, en slíka framkomu sögðu þeir afar algenga. Í kvöld rýnir Ísland í dag í þetta óeigingjarna starf og byrjar daginn með stöðuverðinum Þóru. Þóra er 61 árs og hefur unnið sem stöðuvörður í sextán ár. Hún er menntaður hjúkrunarfræðingur og starfaði lengi við fagið, en þyrsti hins vegar í útiveruna og hreyfinguna sem fylgir stöðuvörslu.Stöðuverðir eru á ferð og flugi, meðal annars við Ráðhús Reykjavíkur.Hataðasta stétt þjóðarinnar „Einhverjir sögðu: Gerirðu þér grein fyrir að þetta er hataðasta stétt þjóðarinnar? En mamma sagði, djöfull ertu kjörkuð að þora að fara í þetta starf og langa til að prófa. Ég hugsaði líka ég bara prófa, og hætti svo bara ef mér líkar það ekki, en hér er ég enn eftir sextán ár,“ segir Þóra. Hún segir að kostirnir vegi almennt þyngra en gallarnir, þó sumir dagar séu erfiðari en aðrir. „Ég er bara í rauninni ósköp ánægð, nema stundum náttúrulega þegar það eru einhver leiðindi. En ég er kannski farin að brynja mig svolítið og kannski farin að venjast því aðeins. Tek þetta ekki inn á mig, ekki lengur.“Þóra aðstoðar fólk við að greiða fyrir bílastæði.Margítrekaði morðhótunina Það segist Þóra þó hafa gert áður fyrr og er henni sérstaklega minnistætt atvik þegar maður sem fékk frá henni sekt hótaði öllu illu. „Hann var ólöglega lagður, en stæði laust hinum megin í götunni. Ég bauð honum að færa sig í löglegt stæði og þá væri málið dautt. En það var mjög erfitt fyrir hann að gera það, hann bara gat það ekki, var að gera eitthvað fyrir innan. Þá segi ég bara að ég þurfi því miður, þetta sé bara mín vinna, að skrifa gjald. Þá sagði hann: Ef þú gerir það, þá geri ég þig höfðinu styttri. Hann margítrekaði þetta,“ segir Þóra. Hún leitaði í kjölfarið til lögreglu, sem ræddi við manninn. Hún segir hins vegar að undanfarið hafi fólk upp til hópa verið blíðara, hugsanlega í tengslum við fyrrnefnda umfjöllun Fréttablaðsins. Þá sé yngra fólk almennt kurteisara, bjóði gjarnan góðan dag og þakki jafnvel stöðuvörðum fyrir að sinna starfi sínu vel.
Ísland í dag Tengdar fréttir Karlar á miðjum aldri mestu dónarnir Stöðuverðir segja frá ofbeldi, líflátshótunum, áreitni og algjörri lítilsvirðingu sem þeir fá frá samborgurum sínum fyrir það eitt að sinna starfi sínu. 13. október 2018 07:45 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Karlar á miðjum aldri mestu dónarnir Stöðuverðir segja frá ofbeldi, líflátshótunum, áreitni og algjörri lítilsvirðingu sem þeir fá frá samborgurum sínum fyrir það eitt að sinna starfi sínu. 13. október 2018 07:45