Menningargeirinn harmar fráfall Sigurðar Svavarssonar Jakob Bjarnar og Kristín Ólafsdóttir skrifa 27. október 2018 12:31 Sigurður Svavarsson bókaútgefandi. Menningargeirinn harmar fráfall vandaðs manns með stóran faðm. Vísir/GVA Sigurður Svavarsson útgefandi, sem fæddur var í Reykjavík 1954, er fallinn frá aðeins 64 ára gamall. Bókageirinn allur syrgir einn af sínum forystumönnum, Sigurður var einkar vel metinn á þeim vettvangi sem og víðar. Sigurður hefur lengi starfað við íslenska bókaútgáfu, allt frá því hann lauk BA-prófi í íslensku og almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands. Hann kenndi við MH en hóf þá störf hjá Máli og menningu sem ritstjóri. Þar varð hann svo framkvæmdastjóri, starfaði alls í 20 ár a þeim vettvangi. Þá var hann útgáfustjóri Eddu-útgáfu en ákvað að láta af störfum sem slíkur er Edda sameinaðist JPV. Hann stofnaði svo eigin útgáfu,Opna Publishing. Hann gegndi í gegnum tíðina margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir bókaútgefendur, var meðal annars formaður Félags íslenskra bókaútgefenda. Eiginkona Sigurðar er Guðrún Svansdóttir en þau eiga tvö uppkomin börn. Sigurður var mikill áhugamaður um handbolta en hann lagði stund á þá íþrótt yngri að árum. Margir þekkja hann af vettvangi þess þá er Íþróttamaður ársins er kjörinn og afhenti þá gjarnan sem hluta verðlauna veglega bókagjöf; allir sem tilnefndir voru fengu gjöf bækur í sérstök verðlaun. Fjölmargir rithöfundar og samstarfsmenn Sigurðar á vettvangi bókaútgáfunnar syrgja Sigurð og eru ýmsir sem lýsa honum á Facebook sem sérdeilis vönduðum manni. Þannig segir Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, Sigurð hafa verið stóran mann, með einstaklega stórt hjarta. Brynhildur Björnsdóttir, fjölmiðlakona og leikstjóri, minnist Sigurðar sem eins af hennar bestu og skemmtilegustu kennurum í færslu sinni. Undir þetta tekur Soffía Auður Birgisdóttir, bókmenntafræðingur og sérfræðingur hjá rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Hornafirði. „Siggi var fáum líkur, hlýr, góður og skemmtilegur maður.“ Hanna Katrín Friðriksson,þingmaður Viðreisnar, minnist Sigurðar með hlýju úr handboltanum í ÍR í Breiðholti. Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Bjarti og Veröld, sendir aðstandendum Sigurðar samúðarkveðjur. Alþingismaðurinn Helga Vala Helgadóttir vottar fjölskyldu Sigurðar samúð sína við fráfall „bókaunnanda og pólitísks vita“. „Þvílík harmafregn! Siggi, dásemdarkennari, lífskúnstner, bókaunnandi og pólitískur viti farinn á vit nýrra vídda allt allt of snemma. Mikið er þetta sorglegt. Votta Guðrúnu og fjölskyldunni allri innilegrar samúðar,“ ritar Helga Vala í færslu á Facebook.Gull, stjarna og stór faðmur Þá streyma inn kveðjurnar á Facebook-vegg Halldórs Guðmundssonar en þeir Sigurður voru miklir vinir og samherjar á vettvangi Máls og menningar, og víðar. Halldór minntist vinar síns með mynd, sem tekin var af þeim félögum, og við hana skrifa fjölmargir kunningar Sigurðar ummæli.Halldór Guðmundsson, rithöfundur, og útgefandi, minnist Sigurðar á Facebook í dag.Vísir/Anton Brink„Siggi var flottur frá toppi til táar,“ skrifar tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, segir um að ræða sorgarfréttir. „Þetta er mikil harmafregn. Stóri faðmurinn hans Sigga stendur manni ekki lengur opinn.“ Silja Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur og þýðandi tekur í sama streng við færslu Halldórs. „Þarna hafið þið notið ykkar, félagarnir, með drottningu matgæðinganna. Fráfall Sigga er þungbært - og í rauninni óskiljanlegt. Hann var meira lifandi en flestir.“ Þá minnist Einar Kárason rithöfundur góðs vinar. „Frábær drengur og góður vinur. Mikill missir.“ Óttarr Proppé, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, fer einnig hlýjum orðum um Sigurð, sem þykja afar lýsandi fyrir manninn sem minnst er. „Siggi var stjarna og hann var gull. Innilegar samúðarkveðjur.“ Andlát Bókmenntir Menning Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Sigurður Svavarsson útgefandi, sem fæddur var í Reykjavík 1954, er fallinn frá aðeins 64 ára gamall. Bókageirinn allur syrgir einn af sínum forystumönnum, Sigurður var einkar vel metinn á þeim vettvangi sem og víðar. Sigurður hefur lengi starfað við íslenska bókaútgáfu, allt frá því hann lauk BA-prófi í íslensku og almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands. Hann kenndi við MH en hóf þá störf hjá Máli og menningu sem ritstjóri. Þar varð hann svo framkvæmdastjóri, starfaði alls í 20 ár a þeim vettvangi. Þá var hann útgáfustjóri Eddu-útgáfu en ákvað að láta af störfum sem slíkur er Edda sameinaðist JPV. Hann stofnaði svo eigin útgáfu,Opna Publishing. Hann gegndi í gegnum tíðina margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir bókaútgefendur, var meðal annars formaður Félags íslenskra bókaútgefenda. Eiginkona Sigurðar er Guðrún Svansdóttir en þau eiga tvö uppkomin börn. Sigurður var mikill áhugamaður um handbolta en hann lagði stund á þá íþrótt yngri að árum. Margir þekkja hann af vettvangi þess þá er Íþróttamaður ársins er kjörinn og afhenti þá gjarnan sem hluta verðlauna veglega bókagjöf; allir sem tilnefndir voru fengu gjöf bækur í sérstök verðlaun. Fjölmargir rithöfundar og samstarfsmenn Sigurðar á vettvangi bókaútgáfunnar syrgja Sigurð og eru ýmsir sem lýsa honum á Facebook sem sérdeilis vönduðum manni. Þannig segir Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, Sigurð hafa verið stóran mann, með einstaklega stórt hjarta. Brynhildur Björnsdóttir, fjölmiðlakona og leikstjóri, minnist Sigurðar sem eins af hennar bestu og skemmtilegustu kennurum í færslu sinni. Undir þetta tekur Soffía Auður Birgisdóttir, bókmenntafræðingur og sérfræðingur hjá rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Hornafirði. „Siggi var fáum líkur, hlýr, góður og skemmtilegur maður.“ Hanna Katrín Friðriksson,þingmaður Viðreisnar, minnist Sigurðar með hlýju úr handboltanum í ÍR í Breiðholti. Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Bjarti og Veröld, sendir aðstandendum Sigurðar samúðarkveðjur. Alþingismaðurinn Helga Vala Helgadóttir vottar fjölskyldu Sigurðar samúð sína við fráfall „bókaunnanda og pólitísks vita“. „Þvílík harmafregn! Siggi, dásemdarkennari, lífskúnstner, bókaunnandi og pólitískur viti farinn á vit nýrra vídda allt allt of snemma. Mikið er þetta sorglegt. Votta Guðrúnu og fjölskyldunni allri innilegrar samúðar,“ ritar Helga Vala í færslu á Facebook.Gull, stjarna og stór faðmur Þá streyma inn kveðjurnar á Facebook-vegg Halldórs Guðmundssonar en þeir Sigurður voru miklir vinir og samherjar á vettvangi Máls og menningar, og víðar. Halldór minntist vinar síns með mynd, sem tekin var af þeim félögum, og við hana skrifa fjölmargir kunningar Sigurðar ummæli.Halldór Guðmundsson, rithöfundur, og útgefandi, minnist Sigurðar á Facebook í dag.Vísir/Anton Brink„Siggi var flottur frá toppi til táar,“ skrifar tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, segir um að ræða sorgarfréttir. „Þetta er mikil harmafregn. Stóri faðmurinn hans Sigga stendur manni ekki lengur opinn.“ Silja Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur og þýðandi tekur í sama streng við færslu Halldórs. „Þarna hafið þið notið ykkar, félagarnir, með drottningu matgæðinganna. Fráfall Sigga er þungbært - og í rauninni óskiljanlegt. Hann var meira lifandi en flestir.“ Þá minnist Einar Kárason rithöfundur góðs vinar. „Frábær drengur og góður vinur. Mikill missir.“ Óttarr Proppé, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, fer einnig hlýjum orðum um Sigurð, sem þykja afar lýsandi fyrir manninn sem minnst er. „Siggi var stjarna og hann var gull. Innilegar samúðarkveðjur.“
Andlát Bókmenntir Menning Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira