Óttast um afdrif 189 farþega Lion Air Jóhann K. Jóhannsson skrifar 29. október 2018 03:46 Vél sömu tegundarog á þessari mynd hvarf með 189 farþegar og áhöfn Lion Air innanborðs skömmu eftir flugtak frá Jakarta AP Leit stendur yfir að farþegum og áhöfn flugvélar Lion Air sem tók á loft frá Jakarta í nótt að íslenskum tíma. Vélin tók á loft klukkan 06.20 að staðartíma frá Pangkal Pinang sem er ein af eyjum Sumatra. Flugvélin hvarf af ratsjá skömmu eftir flugtak en það staðfestir talsmaður flugfélagsins, Danang Mandala Prihantoro.Flug JT610 frá Lion Air hvarf af ratsjá skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu. Leit stendur yfir af eftirlifendumSkjáskot af Flightratar24.comLeitarmenn hafa þegar verið sendir af stað norður frá eyjunni Java eða þar sem síðast er talið að vélin hafi verið en áhöfn á togara segist hafa séð flugvélina hrapa í hafið. Vélin er af gerðinni Boeing 737-800. Þá hafa flugmálayfirvöld í Indónesíu staðfest að vélin hafi hrapað í hafið en um borð voru 181 farþegi auk sjö manna áhafnar. Meðal farþega hafi verið að minnsta kostið þrjú börn.Uppfært 04:14 Ættingjar þeirra sem voru um borð í vél Lion Air hafa safnast saman fram við flugvöllinn í Jakarta og bíða þess að vita um afdrif ættingja sinna en flugslysið nú er það versta í Indónesíu frá því að flugvél Air Asia fórst í desember 2014 en þá fórust 162. Í skeyti frá flugmálayfirvöldum í Jakarta kemur fram að sjómenn á skipum hafi séð flugvélina hrapa til jarðar. Lion Air er yngsta en jafnframt stærsta flugfélag landsins og sinnir flugi jafnframt innanlands sem og millilandaflugi. Árið 2013 rann flugvél sömu tegundar og nú er fjallað um, út af flugbrautinni á alþjóðaflugvellinum á Balí, en án þess að einhver slasaðist. Þá voru 108 farþegar um borð.Uppfært 04.49 Flugmálayfirvöld í Indónesíu hafa verið birt myndir af munum þeirra sem voru um borð í vélinni. Talsmaður flugfélagsins, Sutopo Purow Nugroho, segir að vélin hafið hrapað eftir rúmlega klukkustund á flugi. Myndir hafa birst á samfélagmiðlum á vettvangi þar sem eigur farþega eru á floti í sjónum. Samkvæmt vefsíðunni Flightradar24.com var flugvélin afhent ný og ónotuð Lion Air í ágúst síðast liðnumUppfært 05:06 Í frétt AP kemur fram, að samkvæmt Indónesískum flugmálayfirvöldum er vélin sem fórst af gerðinni Boeing 737-MAX8. Vélin hvarf af ratsjá þrettán mínútum eftir flugtak frá Jakarta, höfuðborg Indónesíu eftir að hafa náð tæplega 1600 metra hæð. Icelandair tóku í notkun flugvélar svipaðrar tegundar fyrr á þessu ári. Hvort þær séu að sömu undirtegundar hefur ekki verið gefið upp.WATCH: Debris from #LionAir flight #JT610 floating in the sea off Java, after it crashed shortly after take off from Jakarta (BNPB Indonesia) https://t.co/4jVWZli7ag pic.twitter.com/A8v34SYC85— Channel NewsAsia (@ChannelNewsAsia) October 29, 2018 Some debris from #JT610 that reported has crashed this morning. pic.twitter.com/sWRSdGgG8n— Taz Imansyah (@KaitouTaz) October 29, 2018 Asía Fréttir af flugi Indónesía Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira
Leit stendur yfir að farþegum og áhöfn flugvélar Lion Air sem tók á loft frá Jakarta í nótt að íslenskum tíma. Vélin tók á loft klukkan 06.20 að staðartíma frá Pangkal Pinang sem er ein af eyjum Sumatra. Flugvélin hvarf af ratsjá skömmu eftir flugtak en það staðfestir talsmaður flugfélagsins, Danang Mandala Prihantoro.Flug JT610 frá Lion Air hvarf af ratsjá skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu. Leit stendur yfir af eftirlifendumSkjáskot af Flightratar24.comLeitarmenn hafa þegar verið sendir af stað norður frá eyjunni Java eða þar sem síðast er talið að vélin hafi verið en áhöfn á togara segist hafa séð flugvélina hrapa í hafið. Vélin er af gerðinni Boeing 737-800. Þá hafa flugmálayfirvöld í Indónesíu staðfest að vélin hafi hrapað í hafið en um borð voru 181 farþegi auk sjö manna áhafnar. Meðal farþega hafi verið að minnsta kostið þrjú börn.Uppfært 04:14 Ættingjar þeirra sem voru um borð í vél Lion Air hafa safnast saman fram við flugvöllinn í Jakarta og bíða þess að vita um afdrif ættingja sinna en flugslysið nú er það versta í Indónesíu frá því að flugvél Air Asia fórst í desember 2014 en þá fórust 162. Í skeyti frá flugmálayfirvöldum í Jakarta kemur fram að sjómenn á skipum hafi séð flugvélina hrapa til jarðar. Lion Air er yngsta en jafnframt stærsta flugfélag landsins og sinnir flugi jafnframt innanlands sem og millilandaflugi. Árið 2013 rann flugvél sömu tegundar og nú er fjallað um, út af flugbrautinni á alþjóðaflugvellinum á Balí, en án þess að einhver slasaðist. Þá voru 108 farþegar um borð.Uppfært 04.49 Flugmálayfirvöld í Indónesíu hafa verið birt myndir af munum þeirra sem voru um borð í vélinni. Talsmaður flugfélagsins, Sutopo Purow Nugroho, segir að vélin hafið hrapað eftir rúmlega klukkustund á flugi. Myndir hafa birst á samfélagmiðlum á vettvangi þar sem eigur farþega eru á floti í sjónum. Samkvæmt vefsíðunni Flightradar24.com var flugvélin afhent ný og ónotuð Lion Air í ágúst síðast liðnumUppfært 05:06 Í frétt AP kemur fram, að samkvæmt Indónesískum flugmálayfirvöldum er vélin sem fórst af gerðinni Boeing 737-MAX8. Vélin hvarf af ratsjá þrettán mínútum eftir flugtak frá Jakarta, höfuðborg Indónesíu eftir að hafa náð tæplega 1600 metra hæð. Icelandair tóku í notkun flugvélar svipaðrar tegundar fyrr á þessu ári. Hvort þær séu að sömu undirtegundar hefur ekki verið gefið upp.WATCH: Debris from #LionAir flight #JT610 floating in the sea off Java, after it crashed shortly after take off from Jakarta (BNPB Indonesia) https://t.co/4jVWZli7ag pic.twitter.com/A8v34SYC85— Channel NewsAsia (@ChannelNewsAsia) October 29, 2018 Some debris from #JT610 that reported has crashed this morning. pic.twitter.com/sWRSdGgG8n— Taz Imansyah (@KaitouTaz) October 29, 2018
Asía Fréttir af flugi Indónesía Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira