Ísland ekki of lítið til að bregðast við flóttamannavandanum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. október 2018 20:30 Ísland er ekki of lítið eða of langt í burtu til að leggja sitt af mörkum til að bregðast við flóttamannavandanum. Þetta segir rithöfundur sem þurfti að flýja heimaland sitt sem barn. Hann segir mikilvægt að einblína ekki aðeins á neikvæða þætti fólksflutninga, hlusta þurfi betur á raddir ungs fólks og nota ímyndunaraflið til að stuðla að betri heimi. JJ Bola var meðal framsögumanna á alþjóðlegri friðarráðstefnu á vegum Höfða friðarseturs í dag. JJ var sjö ára þegar hann flúði til Bretlands frá heimalandinu Austur-Kongó ásamt fjölskyldu sinni. Í dag er hann rithöfundur og ljóðskáld og talsmaður flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.JJ Bola er rithöfundur og ljóðaslammari.Vísir/Sigurjón„Ég myndi ekki óska neinum að þurfa að upplifa þessa reynslu. Ungt fólk þarfnast stöðugleika, ástúðar og umönnunar alveg eins og allir aðrir. Við þurfum einnig að finna leiðir til að vernda ungt fólk og valdefla svo þeir sem hafa mátt þola það að vera flóttamenn geti lagt að mörkum til samfélagsins,“ segir J.J. Áfallið sem fylgi því að hafa verið flóttamaður eigi ekki að verða til þess að fólk verði skilgreint sem flóttamenn til frambúðar heldur eigi draumar þeirra að geta ræst, rétt eins og annarra. Þrátt fyrir að vera lítil eyja í Norður-Atlantshafi geti Ísland auðveldlega lagt sitt af mörkum með einum eða öðrum hætti. „Þið getið lagt mikið af mörkum þrátt fyrir smæð landsins. Ekkert land er of lítið til þess. Ef þið leggið einu máli lið skuluð þið gera það af kostgæfni,“ segir J.J. Það eitt að nota ímyndunaraflið geti stuðlað að friði í heiminum. Ímyndunaraflið sé afl sem sé óháð landamærum. Flóttamenn Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Ísland er ekki of lítið eða of langt í burtu til að leggja sitt af mörkum til að bregðast við flóttamannavandanum. Þetta segir rithöfundur sem þurfti að flýja heimaland sitt sem barn. Hann segir mikilvægt að einblína ekki aðeins á neikvæða þætti fólksflutninga, hlusta þurfi betur á raddir ungs fólks og nota ímyndunaraflið til að stuðla að betri heimi. JJ Bola var meðal framsögumanna á alþjóðlegri friðarráðstefnu á vegum Höfða friðarseturs í dag. JJ var sjö ára þegar hann flúði til Bretlands frá heimalandinu Austur-Kongó ásamt fjölskyldu sinni. Í dag er hann rithöfundur og ljóðskáld og talsmaður flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.JJ Bola er rithöfundur og ljóðaslammari.Vísir/Sigurjón„Ég myndi ekki óska neinum að þurfa að upplifa þessa reynslu. Ungt fólk þarfnast stöðugleika, ástúðar og umönnunar alveg eins og allir aðrir. Við þurfum einnig að finna leiðir til að vernda ungt fólk og valdefla svo þeir sem hafa mátt þola það að vera flóttamenn geti lagt að mörkum til samfélagsins,“ segir J.J. Áfallið sem fylgi því að hafa verið flóttamaður eigi ekki að verða til þess að fólk verði skilgreint sem flóttamenn til frambúðar heldur eigi draumar þeirra að geta ræst, rétt eins og annarra. Þrátt fyrir að vera lítil eyja í Norður-Atlantshafi geti Ísland auðveldlega lagt sitt af mörkum með einum eða öðrum hætti. „Þið getið lagt mikið af mörkum þrátt fyrir smæð landsins. Ekkert land er of lítið til þess. Ef þið leggið einu máli lið skuluð þið gera það af kostgæfni,“ segir J.J. Það eitt að nota ímyndunaraflið geti stuðlað að friði í heiminum. Ímyndunaraflið sé afl sem sé óháð landamærum.
Flóttamenn Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira