Hamrén: Þoli ekki að tapa Anton Ingi Leifsson skrifar 15. október 2018 21:26 Hamrén labbar svekktur af velli í kvöld. vísir/vilhelm Þjálfari íslenska landsliðsins, Erik Hamrén, var svekktur í leikslok er Ísland tapaði 2-1 fyrir Sviss í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. „Ég er svekktur og einnig fyrir hönd leikmannanna sem lögðu svona mikið á sig. Við sköpuðum mörg færi en þetta gekk ekki," sagði Svíinn Hamrén í leikslok. „Við byrjuðum leikinn ekki vel fyrstu tíu mínúturnar en eftir það spiluðum við vel í fyrri hálfleik. Fyrsta markið skiptir miklu máli og það sáum við einnig í Frakklandi." „Til að mynda ef Gylfi hefði skorað í fyrri hálfleik þá hefðum við fengið meiri kraft en þess í stað þá skora þeir í síðari hálfleiknum." „Við reyndum að koma til baka og fengum gott tækifæri en svo komast þeir í 2-0. Þá var þetta orðið erfitt en eftir markið stórkostlega frá Alfreð þá fengum við orku á ný. Það er erfitt að skapa fleiri færi en við gerðum síðustu tíu mínúturnar." Ísland lék vel í fyrri hálfleik en í upphafi síðari hálfleiks var smá losara bragur á liðinu. Erik segir að fyrsta markið hafi skipt miklu. „Fyrsta markið var mjög mikilvægt. Við fengum tækifæri til að jafna 1-1 rétt áður en þeir komast í 2-0 en eftir það þá vorum við í vandræðum en gáfumst ekki upp. Við reyndum og við áttum skilið eitt stig." Þrátt fyrir tvö töp í síðustu tveimur leikjum hefur frammistaðan verið afar góð og segir Svíinn að það muni hjálpa til auðvitað en að hann sé í þessu til að vinna fótboltaleiki. „Já, en ég þoli ekki að tapa og ekki leikmennirnir heldur. Við töpuðum en við notum þetta í undirbúning fyrir undankeppni EM sem hefst í mars. Við tökum það góða því við verðum að muna að við vorum að spila gegn mjög sterkum liðum." „Sviss er með mjög sterkt lið. Ég held að við höfum skapað fleiri færi gegn þeim en Belgía gerði og það er gott en þetta svíður þegar þú færð ekkert út úr leiknum," sagði Hamrén. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Fleiri fréttir Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Sjá meira
Þjálfari íslenska landsliðsins, Erik Hamrén, var svekktur í leikslok er Ísland tapaði 2-1 fyrir Sviss í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. „Ég er svekktur og einnig fyrir hönd leikmannanna sem lögðu svona mikið á sig. Við sköpuðum mörg færi en þetta gekk ekki," sagði Svíinn Hamrén í leikslok. „Við byrjuðum leikinn ekki vel fyrstu tíu mínúturnar en eftir það spiluðum við vel í fyrri hálfleik. Fyrsta markið skiptir miklu máli og það sáum við einnig í Frakklandi." „Til að mynda ef Gylfi hefði skorað í fyrri hálfleik þá hefðum við fengið meiri kraft en þess í stað þá skora þeir í síðari hálfleiknum." „Við reyndum að koma til baka og fengum gott tækifæri en svo komast þeir í 2-0. Þá var þetta orðið erfitt en eftir markið stórkostlega frá Alfreð þá fengum við orku á ný. Það er erfitt að skapa fleiri færi en við gerðum síðustu tíu mínúturnar." Ísland lék vel í fyrri hálfleik en í upphafi síðari hálfleiks var smá losara bragur á liðinu. Erik segir að fyrsta markið hafi skipt miklu. „Fyrsta markið var mjög mikilvægt. Við fengum tækifæri til að jafna 1-1 rétt áður en þeir komast í 2-0 en eftir það þá vorum við í vandræðum en gáfumst ekki upp. Við reyndum og við áttum skilið eitt stig." Þrátt fyrir tvö töp í síðustu tveimur leikjum hefur frammistaðan verið afar góð og segir Svíinn að það muni hjálpa til auðvitað en að hann sé í þessu til að vinna fótboltaleiki. „Já, en ég þoli ekki að tapa og ekki leikmennirnir heldur. Við töpuðum en við notum þetta í undirbúning fyrir undankeppni EM sem hefst í mars. Við tökum það góða því við verðum að muna að við vorum að spila gegn mjög sterkum liðum." „Sviss er með mjög sterkt lið. Ég held að við höfum skapað fleiri færi gegn þeim en Belgía gerði og það er gott en þetta svíður þegar þú færð ekkert út úr leiknum," sagði Hamrén.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Fleiri fréttir Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Sjá meira